Myndi það virka hérna ?

Þessi frétt er tekin af www.visir.is

"Ástralir hafa hrundið af stað herferð gegn hraðakstri, sem virðist virka á unga menn. Stúlkur eru hvattar til að gefa þeim litla fingurinn, og er þar verið að vísa til fjölskyldudjásna þeirra. Það hefur lengi verið grínast með að því stærri bíl sem karlmenn frá sér þeim mun minna sé.....þið vitið.

Í sjónvarpsauglýsingum í Ástralíu eru ungar stúlkur sýndar gefa hraðaksturskónum litla fingurinn. Og stúlkur eru hvattar til þess að gera það sama á götum úti þegar þær mæta einhverjum reykspólandi fávita. Könnun á virkni herferðarinnar bendir til þess að 60 prósent ungra karlmanna taki þetta nærri sér.

Danska blaðið Nyhedsavisen segir frá þessu og talar við danska mannfræðinga og sérfræðinga danska umferðarráðsins. Allir eru hrifnir af þessu framtaki Ástrala. "

 

Mér dettur í hug þegar ég heyrði að þeir sem ekki nenntu að nota stefnuljós væru tregir, ég passa mig vandlega á að nota stefnuljós. Ekki vill maður auglýsa gáfnafarið opinberlega ? Cool

Annars fékk ég bréf frá tryggingarfélagi mínu áðan, það var ekki sátt við afgreiðslu annars tryggingarfélags á tjóninu á græna eðalvagninum og setti málið fyrir einhverja tjónanefnd. Sú nefnd er búin að funda og úrskurðar minn bíl í rétti. Ég hef ekkert skipt mér af þessu enda á tryggingarfélagið að sjá um þetta mál. Eitthvað er ég að borga fyrir, er þaggi ? Þetta er í annað sinn sem nebbinn hans fer í klessu. Ég hef aldrei lent í áreksti, bakkaði smávægilega utan í bíl fyrir ári en annars tjónlaus alla tíð. Bíllinn minn er vinnubíll og ég ræð menn í vinnu á hann og það getur auðvitað allt mögulegt gerst í svoleiðis aðstæðum.

Bara til að það sé á hreinu, ég fæ ekki borgað fyrir að blogga. Það væri samt ágætt ef ég fengi krónu á hvern staf ! Þá yrði ég milljóner...vúhúúú...

Búin að skottast með synina um víðan völl, í tattú og fangelsismálastofnun, núna erum við Hjalli heima og erum orðin dáltið þreytt. Mamman seint að sofa og hann líka, svo var snemma á fætur í morgun og við erum með bauga niður í k l o f .



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ótrúlegt að þessi aðferð skuli virka, ég meina, þessum ungu ökumönnum dugar ekki að sjá og vita af afleiðingum umferðaslysa, fá sektir, missa prófið og ég veit ekki hvað, en ef það snýr að djásninu þá taka þeir það til sín. hver skilur þetta? Gott samt að það er eitthvað sem virkar gegn hraðakstri.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.10.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Heyr,heyr.

Magnús Paul Korntop, 18.10.2007 kl. 16:23

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Frábær hugmynd!

Nei, þegar maður er ungur lendir maður sjálfur örugglega ekkert í því að keyra á neinn, en þykir verra ef píurnar álita mann vangefinn, hið efra og neðra... 

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2007 kl. 16:23

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Það er bara vonandi að þetta virki hjá Ástralíu mönnum.

ég er búin að sjá e malið Gísli ætlar að skoða þetta hann ætlar að heyra í þér í kvöld.

Auði gekk vel og sverrir AL sæll eftir ferðina

góðar kveðjur til ykkar allar á nesinu. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 18.10.2007 kl. 16:47

5 identicon

Kvitt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 17:14

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tattú hvað??? Ertu að flippa kona??? OMG

Flott að eðalvagninn er að verða samur. 

Smjúts á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2007 kl. 17:37

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Borga fyrir að blogga, er ekki allt í lagi með suma,
flott hjá Áströlunum.
Haldið þið að þetta mundi hrífa hjá okkur, ekki viss.
           Orka og ljós frá Millu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2007 kl. 19:41

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt frá þreyttum fjöryrkja, gangi þér vel í bílamálum eins og öðru mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 21:29

9 identicon

Min kæra kann ekki að senda þer það sem þu ein att að sja enda bevaður klaufi kann svo litið a tölvu

Helga valdimarsdottir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband