Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Rænt af facebook - til ánægju í tilefni dagsins, er ekki inniveður ?

  • Þegar Gúndi gasalegi giftist Böddu sinni var eitt af því sem hún kom með inn á heimilið voru leikreglur í hjónaherberginu. Það voru leikreglur, sem voru rammaðar inn í stóran ramma og hún hengdi upp yfir hjónarúminu.
    Þessar leikreglur hljóða... svona :
    1. Hver leikmaður skal vera útbúinn eigin tækjum fyrir leik, venjulega einni kylfu og tveimur kúlum.

    2. Aðeins má leika á vellinum með samþykki eiganda holunnar, en halda skal kúlunum utan hennar.

    3. Ólíkt utanhúss golfi, er takmarkið að setja kylfuna í holuna, en halda kúlunum utan hennar.

    4. Til þess að fá sem mest út úr leiknum, verður kylfan að vera með sterkt skapt.
    Vallareigandi hefur heimild til að kanna þykkt skeptis áður en leikur hefst.

    5. Eigandi vallar getur takmarkað lengd kylfu til að holan skemmist ekki.

    6. Takmarkið er að ná eins mörgum baksveiflum og þurfa þykir, eða allt þar til eigandi vallarins er ánægður og telur leik lokið.

    Takist þetta ekki getur það haft þær afleiðingar að ekki verði veitt heimild til að leika aftur á vellinum.

    7. Það þykir óíþróttamannslegt að hefja leik strax og komið er að velli. Reyndir leikmenn byrja á því að dást að vellinum og veita gryfjunum sérstaka athygli.

    8. Leikmenn eru varaðir við því að minnast á aðra velli sem þeir hafa spilað á meðan á leik stendur. Æstir vallareigendur hafa eyðilagt útbúnað leikmanna af þeim sökum.

    9. Til öryggis eru leikmenn hvattir til að hafa með sér regnfatnað.

    10. Leikmenn skulu skipuleggja leikinn vel, sérstaklega ef leikið er á velli í fyrsta sinn.
    Fyrrverandi leikmenn hafa orðið ósáttir komist þeir að því að einhver annar leikmaður spili á velli sem þeir töldu til einkanota.

    11. Leikmenn skulu ekki gera ráð fyrir að alltaf sé hægt að leika á vellinum. Leiðir það til vandræða ef t.d. tímabundnar viðgerðir fara fram á honum. Ráðlegt er að spila með öðrum aðferðum á slíkum stundum.

    12. Leikmönnum er uppálagt að fá leyfi vallareiganda ætli þeir að spila í bakgarði.

    13. Mælt er með hægum leik, en leikmenn skulu alltaf vera undir það búnir að setja á fulla ferð, tímabundið, að ósk vallareiganda.

    14. Það er talinn frábær leikmaður sem spilar sömu holuna nokkrum sinnum í sama leiknum

Hvað þá ?

hvað er eiginlega málið með þetta..? Ég lýsi hér með eftir einhverjum sem skilur svona vinnubrögð því ekki skil ég þau !

Barnið er fjögurra ára !!

Og gamla konan lést ÞREMUR mánuðum seinna !


mbl.is Höfða mál gegn 4 ára barni fyrir að bana konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er alveg sama !

Hvernig ég hugsa það í bráð og lengd. Það getur einfaldlega ekki borgað sig að skera sjúkrahúsþjónustu niður úti um landið eins og er verið að gera ! Fólk þarf ákveðna þjónustu í sínum heimabyggðum, ákveðna nærþjónustu sem er ekki hægt að veita svo vel sé úr mikilli fjarlægð.

Við getum bara ekki samþykkt svona. Hefur ríkisstjórnin eða ráðuneytisstjórarnir aldrei komið út á land ? Áttar þetta fólk sig ekki á vegalengdum hér á Íslandi ? Í vetrarfærð ? Það er nánast aldrei orðið snjór hér sunnan heiða - það er kannski viðmiðun þessa fólks ?

En eitt enn ætlaði ég að nefna. Niðurskurðarkrafan á Landspítalann hefur alltaf verið há og aldrei hefur hún náðst almennilega. Nýi forstjórinn náði henni án þess að það bitnaði á þjónustunni. Flottur árangur. Nei þá er spítalanum rétt enn þrengra belti að troða sér í.

Burtu með sendiráð og annað dýrt pjatt erlendis. Það hlýtur að duga okkur að vera með ræðismenn sem eru hvort sem er búandi í viðkomandi löndum. Við höfum ekki efni á þessum flottræfilshætti á meðan við getum ekki rekið sjúkrahús úti um landið eins og verið hefur.


mbl.is Ætla að loka legudeild HSA á Vopnafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha?

Það eru jaxlar sem búa á þessum afskekktu búum meðan við hin kjósum flest að búa í hverfum sem eru mokuð, gert við holur í götunum okkar, ljós á götuvitunum, leikvellir í næsta nágrenni.....

nei...þá er best að rífa af þeim póstdreifinguna.

Ég hefði reyndar gaman að því að fara sjálf með jólakortið í Hænuvík og alveg inn á borð húsfreyjunnar.

Annars hvet ég alla til að skoða þennan hluta vestfjarða, þetta er óskaplega fallegt svæði. Gisting fæst í Hænuvík og í Breiðavík - svo er held ég eitthvað hótel við Gjögra. Þetta er fáránlega fallegt svæði.

Kærar kveðjur vestur


mbl.is Póstdreifingu verður ekki hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálparbeiðni

 

tekið af síðu Guðsteins Hauks bloggvinar míns

 

Ég vona að allir sem þetta lesa leggi sitt að mörkum þessum fjölskyldum til hjálpar, því neyðin er mikil og er um líf þessara barna að ræða. Sú fyrsta móðir sem ég ætla að fjalla um heitir Hildur Arnar, og má finna hennar sögu hér. Hér er smá úrdráttur um stöðu þessarar fjölskyldu:

Þær Gabríella Kamí og Anika Rós eru 8 og 10 ára systur sem fyrir 8 árum greindust báðar með sama sjúkdóminn þegar Anika Rós fæddist. Þegar greiningin var staðfest fékkst loksins svar við þeim veikindum sem Gabríella Kamí hafði frá fæðingu þurft að glíma við. Heilkennið sem þær greindust með er ekki algengur en 1 af hverjum 26.000 lifandi fæðingum í heiminum eru með það. Í kjölfari af því þurftu þær að leita til Boston, USA til þess að fá lækningu.
Í byrjun tók kerfið þátt í þeim kostnaði en seinustu 4 ár hefur kerfið ekki alveg stutt við bakið á fjölskyldunni og situr hún nú upp með stóran skuldarbagga á bakinu. Síðustu 14 ferðir til Bandaríkjanna hafa að mestu leyti verið á kostnað fjölskyldunnar. Í dag er um 15 milljónir í vanskilum hjá sjúkrahúsinu í Boston þar sem TR/SÍ neitaði að greiða reikninginn fyrir seinustu tveimur aðgerðum. Þar fyrir utan hefur fjölskyldan tekið lán fyrir rúmlega 10 milljónir til að fjármagna lyfjagjafir og meðferðir í Boston.

 

Einnig vil ég benda á styrktartónleika til styrktar þessara barna,  þeir verða haldnir að Ásbrú í Reykjanesbæ/Keflavík. Dagskráin er á þessa leið:

Þeir tónlistarmenn sem munu koma fram eru m.a.

Veðurguðirnir
Klassart
B.Ruff & Anna Hlín
Haffi Haff
Hobbitarnir
Prumpustrumpar
Addi Trúbardor

Miðaverð verður 2000 kr. og vona ég að sem flestir láti sjá sig

Hægt að kaupa miða í forsölu með því að senda póst á hrefnastyrkur@gmai.com
en einnig verður tekið við greiðslukortum á tónleikunum

Gerum gott styrkjum gott málefni
http://systurnar.barnaland.is/
STYRKTAR REIKNINGUR TÓNLEIKANNA
1109-05-413003
kt:180783-5479

 

Önnur er kona að nafni Ragna Erlendsdóttir og berst fyrir langveiku barni sínu, og er hér smá úrdráttur um hennar sögu:

Ella Dís er 4 ára í dag og mikið veik og lömuð vegna sjálfofnæmissjukdoms .
Ella fæddist alheilbrigð og var þannig til 18 mánaða aldurs. þá byrjaði hún að veikjast ill og fljótt, einnig áttu læknarnir í miklum erfiðleikum að finna út hvað amaði að henni og var hún án réttar sjúkdómsgreiningar i langan tíma og fékk þar af leiðandi ekki rétta meðferð og lyf.

En saga Ellu er löng og erfið en i hnotskurn þurfti Ella að fara erlendis til USA Ísrael og Þýskalands til að fá læknishjálp og meðferð vegna sjúkdóms hennar og tók TR/SÍ engan þátt í þeim gríðarlegum kostnaði sem nemur nærri 56 milljónum ísl. króna og hef ég alveg þurft að reiða mig a goðvild almennings og fyrirtækja til að standa undir þessum kostnaði. Í dag er staðan sú að ég er með yfir 6 milljónir i skuld a bakinu og þarf að finna leið til að fjármagna meðferðir sem Ella þarf að fara í án aðstoðar ríkisins .

Stofnaður hefur verið hópur á facebook um Ellu dís.

Reiknings númer:0525-15-020106, kt:020106-3870.

 

Ég grát bið ykkur, um hvaða skoðun sem þið kunnið að hafa á mér eða trú minni, að leggja það til hliðar og styrkja þessar tvær fjölskyldur. Enda tengist þetta mér ekki eða trú minni á nokkurn hátt, og hef ég enga hagsmuni á að auglýsa þetta annað en að hjálpa þessum fjölskyldum.

Það tekur mig sárt að heyra og lesa sögur sem þessar, og get ég aldrei sett mig í þau spor sem þau eru í. Ef sú litla hjálp sem ég og þú getum veitt er í formi peninga, þá tek ég þátt þar sem kerfið brást þeim.

En ég tek fram, að ég hafði samband við þessar mæður að fyrra bragði, og er þetta allt gert með þeirra samþykki. Ég fékk þær meira að segja til þess að skrifa þessa stuttu úrdrætti hér ofar til þess að kynna sögu sína, og vona ég að allir leggist á eitt!! 


Og ég ætlaði að blogga um hversu yndislega seinn veturinn er !

Það var þá helst. Ekki má samt spauga með það - svona ísing er stórvarasöm !

Hér á nesinu mínu er afskaplega fallegt veður. Í morgun hefur þó verið kuldabrölt í kisum af árgerð 2009, endasenst fram og aftur ganginn og á tímabili var hundurinn kominn með í leikinn. Það er ekki oft sem hann þorir því, alltaf hálf undirgefinn við þessa ketti.

Ég er í síðbúnu sumarleyfi þessa vikuna og það er óhætt að segja að ég er að sálast úr leiðindum haha...mér var nær að taka frí. Sá alveg í hillingum, notalegan tíma heima. Ég er bara svo hrútleiðinlegur félagsskapur að þetta gengur ekki nógu vel.

Ég ætla ekki að skrá mig úr símaskránni þó að Gillz eigi að vera meðritstjóri hennar. Ég meina, hvað er eiginlega hægt að móðga marga inni á milli í nafnaröð ?

Ekki voru hinir trúlausu til í að eiga góð samskipti hér í gær. Það gerir þá ekkert til.

Njótið gluggaveðursins og farið varlega !


mbl.is Slapp ómeidd í hálkuóhappi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

til að ná athyglinni - sjá líka næstu færslu

Hér er afar fróðleg samantekt um samstarf skóla og trúar og lífsskoðunarhópa.

Margt fróðlegt sem kemur þar fram og ekki hægt að sjá að prestar og trúboð séu slík plága í skólum sem ætla mætti.

En framhaldið fyrir ykkur sem tókuð þátt um daginn er hér :

Spurningar ;

1) Ertu skírður ?

2) Ertu fermdur ?

3) Giftur í kirkju ?

4) borið barn til skírnar í kirkju ?

ágætt væri að fá rökstuðning með hverju svari og munið á kurteislegum nótum, við lærum aldrei hvert af öðru öðruvísi :)



mbl.is Verður væntanlega eitthvað breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið sem voruð í umræðunni um daginn...hér er framhald

Hér er afar fróðleg samantekt um samstarf skóla og trúar og lífsskoðunarhópa.

Margt fróðlegt sem kemur þar fram og ekki hægt að sjá að prestar og trúboð séu slík plága í skólum sem ætla mætti.

En framhaldið fyrir ykkur sem tókuð þátt um daginn er hér :

Spurningar ;

1) Ertu skírður ?

2) Ertu fermdur ?

3) Giftur í kirkju ?

4) borið barn til skírnar í kirkju ?

ágætt væri að fá rökstuðning með hverju svari og munið á kurteislegum nótum, við lærum aldrei hvert af öðru öðruvísi :)


Örugglega alveg bannað

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- en ég læt vaða....

Brandari í tilefni trúarumræðnanna hér

 

Heyrði góða skýringu á trú.......ásatrú vs kristinn........Minn guð er með Hamar og þinn guð var negldur á kross...do I need to say more ;-D


Afar fær

og flott kona hér á ferð.

Hún stóð sig frábærlega í kringum mansalsmálið sem kom upp.

 


mbl.is Skipuð saksóknari efnahagsbrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband