family von klikk

það er ekkert meira gaman en að gera grín að sjálfri mér. Mér tekst alltaf að verða mér smávegis til skammar.

Þessi afmælisdagur var engin undantekning.

Steinar er að vinna um stundarsakir í fastri vinnu, ég er vön því og vakna yfirleitt ekki þegar hann fer. Í morgun brá svo við að hann knúsar mig bless og ég vakna við það. Það sem flaug í gegnum hálfsofandi hugann er nánast óprenthæft en þá sagði þessi elska ; til hamingju með afmælið ástin mín. Hrmfp heyrðist af koddanum og ég skammaðist mín en var samt fegin að ég sagði ekki orð !

Svo leið smástund og ég sofnaði aftur. Þá kemur Björn inn til mín og segir ; ég er búinn að hella uppá . Móðurskrímslið urrar eitthvað og segist ætla að sofa lengur. Drengurinn lokar kurteislega og fer. Mamman glaðvaknar svo stuttu síðar og fer fram. Þá hafði Heimsljósið haft fyrir því að færa tréhausnum móður sinni blóm. Í annað sinn á 2 tímum skammaðist ég mín.....

Annars er ein albesta sagan seinni árin af okkur Hjalta. Um tíma voru sýndar ljósbláar myndir á Sýn, ógurlega spennandi fyrir ungan mann. Hann læddist fram og ætlaði sér að taka þetta upp. Einhvern grun hafði móðirin um þetta og taldi þetta efni ekki hæfa sínum fallega ljóshærða syni. Móðir beið þá,með einbeittan brotavilja, þar til bláeygður sonur var sofnaður. Þá læddist brotamóðir fram,spólaði baka, stillti á Omega og setti á upptöku aftur. Svona gekk þetta nokkuð mörg kvöld...aldrei kvartaði sonurinn samt. Og það endaði með að hann gafst upp við þessar upptökur.

Munið undirskriftir fyrir öryrkjana, sjá næstu færslu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð ertu Ragga.hehehehehehehe. Auðvitað hefur kúturinn ekki þorað að kvarta. 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 18:26

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha Omega af öllum stöðvum híhíhí

Áttu afmæli í dag elskan mín? til hamingju með daginn. Mín elskulega vinkona Ellisif á líka afmæli í dag. Fólk fætt á þessum degi er fallegt að utan jafn sem innan. Sttttóóóóórt afmælisknús til þín  

Jóna Á. Gísladóttir, 17.10.2007 kl. 18:36

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Best að muna eftir þessu trikki ef drengirnir mínu ljóshærðu fara að laumast í "svona myndir"...

SigrúnSveitó, 17.10.2007 kl. 18:43

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Komin ný skoðanakönnun á síðunni minni um hvað örorkubætur eigi að vera.

Magnús Paul Korntop, 17.10.2007 kl. 19:02

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með daginn elsku Ragnheiður og vona að dagurinn sá búinn að vera þér góður

Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.10.2007 kl. 19:07

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með daginn tengdasonur minn á líka afmæli í dag.

Haha omega

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.10.2007 kl. 19:32

7 Smámynd: Ragnheiður

Þið eruð sætust

Ragnheiður , 17.10.2007 kl. 19:35

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert alveg frábær, mér hefði aldrei dottið þetta í hug, en það var reyndar ekki skjár einn er ég var að ala upp mín, hvað þá að þau væru með sjónvarp inni hjá sér, uff, gamli tíminn, græt hann reyndar ekki. Æ hvað þeir eru sætir við þig.
 Gleði kveðjur til ykkar allra.love you.  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2007 kl. 19:51

9 identicon

Til hamingju með daginn elsku Ragga mín, ég þekki nokkra sem eiga afmæli í dag og þetta er allt hið mesta sómafólk. Og þú sverð þig inn í þann hóp.

Egðu góðann dag elskan, knús á þig jafnoft og þú ert ung..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:41

10 identicon

Til hamingju með daginn elsku Ragga mín Og frábær sagan hjá þér í lokin. Fékk mig til að hlæja

Bryndís R (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:52

11 Smámynd: kidda

Ég hefði viljað vera fluga á veggnum þegar Hjalli var að skoða upptökurnar sínar


kidda, 17.10.2007 kl. 20:57

12 identicon

Til hamingju með daginn kæra vinkona :o) 

 He he he he fyndið með að stilla á OMEGA  

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:23

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert frábær.  Asskoti var þetta góð lexía.

Skammastín fyrir að vera geðvond við karlana þína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 22:00

14 Smámynd: Ragnheiður

hehe já er búin að skammast mín í allan dag og sagði svo Steinari frá því áðan hversu hætt hann var kominn í morgun....

Ragnheiður , 17.10.2007 kl. 22:13

15 Smámynd: Ragnheiður

takk Steinunn mín

Ragnheiður , 17.10.2007 kl. 22:14

16 identicon

Til hamingju með daginn ljúfan. Vonandi að þú hafir átt góðan dag. Með þennan líka fína blómailm í húsin. Jamm þau voru voða fín blómin sem Björnin keypti handa mömmsunni sinni. Ammiliskveðja

Söngfuglinn 

Söngfuglinn góði (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 23:20

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Til hamingju með afmælið!

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2007 kl. 12:02

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með afmælisdaginn þinn elsku Ragga, ég er eitthvað svo busy í þessum undirskriftum.  Knús til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 20:41

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó.... ég mæti of seint..... TIL HAMINGJU MEÐ ANNAN Í AFMÆLI ÞÁ.... og líka innilegar hamingjuóskir með gærdaginn vinkona. 

Anna Einarsdóttir, 18.10.2007 kl. 23:27

20 Smámynd: Ragnheiður

Takk Anna mín

Ragnheiður , 18.10.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband