Nú sláum við met

og allir með. Kíkið inn á www.thordistinna.blog.is og skrifið afmæliskveðju til litlu skottunnar hennar. Þó þið hafið aldrei skrifað inn á hjá henni áður og þekkið hana ekki neitt þá bara látið ykkur hafa það.

Svo skellum við líka óskum um góðan bata,styrk og ljós inn til hennar Gillíar okkar. Hún kemur heim á eftir og við látum hana brosa þegar hún sér kommentin sín. www.gislina.blog.is

Ég bý í krúttlegri götu með svona 20 húsum í. Það var gat í götumyndinni hérna aðeins fyrir innan mig, nú horfir það til betri vegar. Í gærmorgun birtist grafa og gróf grunn. Í dag koma stórir trukkar og þeir sturta stórgrýti ofan í grunninn. Það er að fæðast hús ! Þetta truflar mig ekki a.m.k ekki enn. Sé samt fyrir mér að moldin sporist um allar götur og þá kannski inn hjá mér. Þá skúrar konan bara. En Björninn,heimsljósið mitt, sem vinnur á nóttunni og sefur á daginn gæti tekið upp á því að fara með bænirnar sínar á áður óþekktu tungumáli.

Jenný er að fjalla um 10 litla negrastráka, gamla skruddu sem er verið að endurútgefa. Mér fannst þessi bók leiðinleg þegar ég var krakki og ég á ekki von á að henni verði hampað á þessu heimili þó að Muggur hafi myndskreytt hana. Það er samt gaman að lesa öll kommentin sem Jenný hefur fengið við þessa færslu. Ég var svo öflug að lesa þegar ég var krakki að ég fór heim með heilu hillurnar úr Borgarbókasafninu og þá var ég búin að lesa nánast hvern stafkrók sem til var á heimili foreldranna og það var ekki lítið bókamagn þar. Hérna er líka til slatti af bókum, óþægilega margar þegar maður flytur sig milli húsa en þægilegt magn á öðrum tímum. Pabbi á gríðarlegt magn af bókum og ég þarf að fara að gera innrás á hann og fá gamla vini gefins, eins og til dæmis múmínálfabækurnar sem ég held að séu ófáanlegar. Það er einn staður sem ég þori ekki inn á, það eru fornbókabúðir...Ji ég myndi sleppa mér.

Ég sé það þegar ég les ömmufærsluna mína síðan í gær að ég þarf að vinna í því að sættast við sjálfa mig og fyrirgefa mér það sem ég tel hafa verið mistök í uppeldi barna minna. Ég finn út úr því en ég vil endilega þakka fyrir yndisleg komment við þá færslu.

Klús á línuna og munið að lesa efsta hlutann tvisvar svo þið gleymið ekki verkefnum dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sendi dóttur Þórdísar Tinnu afmæliskveðju í morgun Ragga mín.

Varðandi bækur, þá erum við eins greinielga, las allt sem að kjafti kom og geri reyndar enn. Man ekki að hafa orðið heiluð né vanheil af negrastrákunum, fannst hún alltaf og "barnaleg" fyrir mig.  Bókin er barns síns tíma og ég sé ekki að hún eigi erindi á markað í dag sem barnabók.  Sé Bretana ekki gefa út bók með nafninu "ten little niggers" í dag.

Njóttu þess sem eftir er að deginum mín kæra

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband