Að tilheyra hópi

er stundum dálítið spes. Ég er mikið búin að vera að velta þessu fyrir mér. Nú vilja samkynhneigðir fá að gifta sig eins og aðrir. Sumir kirkjunnar menn styðja það en aðrir alls ekki. Nú er það til dæmis staðreynd að fólk af sama kyni býr saman og það er ekkert að því. (munið hér set ég mínar skoðanir). Að gifta sig er í mínum huga mest tæknilegt atriði, ekki svo rosalega mikilvægt nú á tímum eins og áður var. Fæst hjónabönd endast eins og lagt var upp með, til dauðadags annars hvors aðilans. Mér finnst að samkynhneigðir eigi að fá að gifta sig. Ég hef ekki gert upp hug minn hvað varðar að giftast út fyrir sína tegund,sýnist í fljótu bragði ákveðnir annmarkar á því.

Ég tilheyri hóp. Ég er kona. Það er samt ekki þar með sagt að ég sitji gapandi,samþykkjandi allt sem konur segja. Ég vil hinsvegar veg hvers einstaklings sem mestan. Ég get ekki kosið í kosningum einhvern bara vegna þess að viðkomandi er kona, ég verð að deila með viðkomandi einhverjum markmiðum eða lífssýn. Annað er falskt. Þess vegna hefur mér ekki tekist að samþykkja að ég sé feministi. Að vilja veg kvenna sem mestan. Sú speki virkar ekki í hausnum á mér. Hinsvegar þekki ég margar konur sem eru alveg snillingar en ég þekki líka marga karla sem eru snillingar.

Leiðindin sem komið hafa upp nú við kjör fótboltakonu ársins eru sorgleg. Gamlir frasar ;konur eru konum verstar hafa dúkkað upp. Hvað olli því að yfirburðakonan Margrét Lára var ekki kosin ? Ja þegar stórt er spurt...ég veit ekki hvað olli. Ég er ekki í fótboltaelítunni, hef ekki spilað fótbolta í 35 ár. Umræðan um þetta er samt leiðinleg og setur blett á kjörið.

Þið megið hengja mig og skjóta fyrir þetta innlegg. Mér er alveg sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir geta þá hengt og skotið mig í leiðinni, því ég gæti hreinlega ekki útlistað betur skoðun mína í þessu sem þú ert að skrifa um. Þær meiga skammast sín stelpurnar fyrir helv. afbrýðissemina. Þetta var virkilega hallærislegt. Feminista mun ég aldrei kalla mig þó svo ég vilji veg kvenna mikinn, en ég vil líka veg karla mikinn, persónan ræður hjá mér Rokkveðja á nesið

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: kidda

Eins og talað út frá mínu hjarta og heila

kidda, 22.10.2007 kl. 17:20

3 Smámynd: Signý

Well... Passa sig samt að dæma ekki heila hjörð útaf nokkrum óalandi og óferjandi trippum Það er ekki alveg sagt rétt frá þessu, því að þetta virðist ekki hafa gengið neitt ekki manna á milli, hvað þá milli allra liðana í landsbankadeildinni í sumar, heldur voru þetta 1 eða 2 lið í það mesta. 

Annars finnst mér þessi umræða bara koma verst út fyrir Margréti Láru sjálfa og bara vera leiðindamál í alla staði... But I see you point anyways...

Signý, 22.10.2007 kl. 17:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verð að taka undir þetta, ég vil veg allar sem mestan, burt séð frá hvort þar er á ferð kona eða karl.  Það skiptir ekki máli, heldur hver er hæfastur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 17:28

5 Smámynd: Ragnheiður

Rétt Signý rétt....

Ásdís,Ólafía og Ásthildur Cesil, takk fyrir innlegg.

Ragnheiður , 22.10.2007 kl. 17:40

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Feminismi er skilgreindur svona: Feministi er sá sem viðurkennir að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð, eða Feminismi er sú róttæka skoðun að konur séu fólk.

Ég er feministi.  Ég vil veg kvenna sem mestan og einkum og sér í lagi vegna þess að það hallar verulega á þær á mörgum sviðum þjóðlífsins. 

Annars bara góð,

Guð skapaði væntanlega alla í sinni mynd, ergó: Ef hommar og lesbíur vilja gifta sig í kirkju þá sé ég ekkert athugavert við það.  Hjónaband er samansett úr svo mörgum þráðum, kynlíf er bara einn af þeim þræði og örugglega er guð ekki með nokkurn smekk á því hvernig fólk sefur hjá. 

Er þaðeggi bara.  Nú er ég búin að blogga fyrir vikuna, sko inni á þinni síðu dúllan mín.

Smjúts á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 17:49

7 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já fínn pistill mín kæra, eins og alltaf

Ragnheiður , 22.10.2007 kl. 18:03

8 Smámynd: Ragnheiður

Það er einmitt verið að ræða þetta núna í Kastljósinu.

Ragnheiður , 22.10.2007 kl. 19:41

9 Smámynd: Fjóla Æ.

Til að ná fram jafnrétti milli kynja verðum við öll, bæði konur og karlar, að vera jafnréttissinnuð. En erum við það? Mér finnst það ekki vera svo mikið í raun.

Fjóla Æ., 22.10.2007 kl. 20:30

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er ekki feministi, en ég er sammála þeim að mörgu leiti,
og bara ansi oft, vill jafnrétti fyrir bæði kynin sömu laun og virðingu.
Enn byrjum  á sjálfum okkur, sínum okkur þá virðingu að bera
virðingu fyrir öðrum.

Samkynhneigðir ættu að mega gifta sig eins og allar aðrar persónur
þessa lands.
Stelpurnar eru báðar góðar í boltanum, og við eigum öll okkar uppáhalds leikmenn, en við fáum ekki öllu ráðið, hvernig væri að leifa þeim að vera í friði með þetta. Hættum þessum útásetningum alla tíð  það er svo leiðinlegt, lifum í gleðinni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2007 kl. 20:55

11 Smámynd: Benna

Er svo hjartanlega sammála þér sæta, styð samkynhneigð brúðkaup finnst það bara mannréttindi og ég segi það með þér ég er svo langt því frá feminist get ekki bara stutt konu af því hún er kona?
Verð einmitt að deila með henni skoðunum og markmiðum alveg eins með kallana

Knús á þig dúlla.

Hef verið alltof löt við bloggrúntinn minn, búið að vera brjálað að gera hehe...en hugur minn er mjög oft hjá þér á daginn, skrýtið en mér er rosalega oft hugsað til þín sæta finnst þú svo yndisleg kona svo hjartahlý og góð.

Benna, 22.10.2007 kl. 21:06

12 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Samkynhneigð brúðkaup strax,og ég er búinn að úttala mig um þessa kosningu á knattspyrnukonu ársins en það vita allir að Margrét Lára er besta knattspyrnukonan hvað sem hver segir.

Magnús Paul Korntop, 22.10.2007 kl. 23:16

13 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Ertu með líftryggingu?  Mín gildir ekki ef ég verð hengd og því síður ef ég verð skotinn. En ekki tel ég neina ástæðu til að gera hvorugt... þínar skoðanir eiga vel rétt á sér eins og hvað annað... ég styð þig

Linda Lea Bogadóttir, 22.10.2007 kl. 23:32

14 Smámynd: kidda

Vona að við sfim vel og rétt í nótt

Knús og klús

kidda, 22.10.2007 kl. 23:56

15 identicon

 Gangi ykkur vel.

johanna (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 00:02

16 identicon

Samkynhneigðir mega gifta sig hér á landi... náskyld frænka mín giftist annarri konu fyrir einhverjum árum, ætli það séu ekki komin 4-5 ár síðan.  

Díana (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 00:09

17 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég læt nú fótboltan eiga sig en er sammála þér með að meta einstakling sem einstakling af hvoru kyni sem viðkomandi er. Vil þó veg kvenna sem mestann. Vandræðagangurinn hjá kirkjunnar mönnum varðandi samkynhneygða er með ólíkindum. Auðvitað eiga samkynhneygðir að fá að giftast ef viðkomandi par óskar þess. Það þarf ekki að þrefa neitt meira um málið. Enda er ekki spurningin hvort heldu hvenær þessu þrefi lýkur. Guð blessi þig, látna drenginn þinn og alla í fjölskyldunni.Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.10.2007 kl. 01:26

18 identicon

Min kæra ætlaði að vera buin að þakka þer linurnar .En eg var allan daginn i gær i Reykjavik fyrst i læknisskoðun og svo þurfti eg að fara a namskeið kl 18 til 21 var bara buin a  þvi þegar eg kom heim læknirinn hringdi aðan þarf að koma aftur ætla að blogga i kvöld og segja þer fleira.Vona að þer liði .þolanlega Ragnheiður min kveðja Helga

Helga valdimarsdottir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband