Misjafnt hvað manni finnst

öðrum koma við eða hvað.

Þegar ég byrjaði að blogga hérna þá var ég eins og hinir, tuðandi um fréttir sem engu skiptu. Ég gæti alveg hafa hneykslast á ráðgjöfum Danske Bank þegar þeir líktu ástandi hér við sápukúlu. Ég (við) ákvað að selja hús sem við áttum og færa okkur nær vinnunni. Duttum niður á húsið okkar sem við búum í í dag, það var ekki alveg rándýrt (eins og markaðurinn var þá) það kostaði svipað og stór nýleg blokkaríbúð.

Við fluttum inn og erum enn gríðarlega sátt við húsið og staðsetninguna...en nú eru blikur á lofti. Ég hef verið að spá í hvort maður eigi yfirleitt að skrifa um slík mál eins og yfirvofandi fjármálavandræði ? Ég meina, ég hef skrifað hér um allar hliðar á því að missa hann Himma minn en þetta finnst mér vera einkamál...algert einkamál. Þarna er ég með meinloku í hausnum, þar verður hún að vera bara.

Ég veit að hér lesa ekki allir með góðum hug né skilja eftir sig góðar hugsanir og óskir. Það hef ég vitað frá upphafi bloggs míns. Manni tekst alltaf að eiga sér einhverskonar óvildarmenn.

Ég ætla að velta þessu betur fyrir mér hvort maður skrifar í raun eitthvað um slíka fjárhagsstöðu.

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Varahlutir í Bonzó minn eru komnir yfir hálfa milljón- það er enn verið að viða að sér stykkjum í hann og á meðan bíður hann hérna heima, hreinn og næstum allur fínn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 10.3.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Í þessari óðaverðbólgu og við það atvinnuleysi sem við búum, þarf enginn að skammast sín fyrir að geta ekki staðið skil á reikningum.  Þeir sem komu okkur í þessa stöðu mega hins vegar skammast sín og það lengi.  Hvernig á að vera hægt að ætlast til að fólk geti gert raunhæfar fjárhagsáætlanir þegar allar forsendur breytast jafn mikið og þær gera ?  Og hinn venjulegi borgari var gjörsamlega grandalaus gagnvart því sem á okkur dundi.

Ég vona innilega að úr rætist hjá ykkur, sem og öllum öðrum.  Jóhanna er farin að sýna í verki hvað hún getur.  Hærri vaxtabætur og úttekt á séreignasparnaði ætti að geta komið einhverjum til bjargar.

Eigðu ljúft kvöld.   

Anna Einarsdóttir, 10.3.2009 kl. 20:50

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Anna kemur alltaf orðum að því sem ég vildi sagt hafa....

....en varstu ekki í rétti með Bonzó þinn?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.3.2009 kl. 21:30

4 Smámynd: Ragnheiður

Jú jú Bonzó er í fullkomnum rétti..viðgerðarmaðurinn hefur bara gaman af að deila upphæðum með okkur.

Já Anna mín, ég er að hugsa um að ráða hana sem bloggara á síðuna mína. Hún skilur mig betur en ég sjálf.

Takk Sigrún mín og Hrönn

Ragnheiður , 10.3.2009 kl. 21:42

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og ég sem skil ekkert í mér. 

En takk stelpur. 

Anna Einarsdóttir, 10.3.2009 kl. 21:51

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hlýjar baráttukveðjur í lífsbaráttunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2009 kl. 21:53

7 identicon

Ég skrifa um okkar vandræði enda er ég með lokað blogg og hef það sem dagbók fyrir mitt minni. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að tala um áhyggjur sínar, þær verða oft minni þegar maður er búin að festa þær niður á blað/blogg. Held að meirihluti þjóðarinar sé að komast í þá stöðu að geta ekki staðið í skilum. Eftir nokkur ár kæmi mér ekki á óvart að það væri jafnvel grunsamlegt ef einhverjir slyppu við gjaldþrot. Veit að ég er svartsýn þarna en svona er ég bara orðin.

Held líka að það sé af hinu góða að sumir skrifi um aðstæður sínar svo að hinir sem séu í sömu aðstæðum sjái að þeir eru langt því frá að vera einir í svona aðstöðu.

Ég vil fá líf mitt aftur eins og það var 28.september 2008. Á þeim degi var ég hamingjusöm eftir að hafa haldið upp á afmælið mitt með öllu mínu fólki og átt frábært kvöld með þeim þann 27. Síðan þá hef ég ekki fundið hamingjulíðanina aftur.

Gott að Bonzó var í 100% rétti, geri samt ráð fyrir að kostnaðurinn eigi hækka.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 23:04

8 Smámynd: Ragnheiður

Já ég veit samt ekki hvað ég vil vera að úttala mig um þetta alveg hérna.Við höfum alltaf náð að kroppa þetta saman en núna eru margir reikningar eftir og eitthvað fátækleg úrræðin, ekki alveg svart samt enn. Þarf bara að skoða þetta betur..

Knús á ykkur og takk fyrir ykkar innlegg

Ragnheiður , 10.3.2009 kl. 23:07

9 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Það er ekkert skrítið að fólk sé með áhyggjur,allar forsendur okkar fyrir íbúðarkaupum og öðru eru svo löngu brostnar.

Ég hef upplifað þetta þannig,ég sofnaði í fínum málum 5 okt 2008,en vaknaði í skíta málum 6 okt 2008,í alvöru finnst mér líf mitt hafa breytast svo mikið við bankahrunið,áhyggjur og kvíði hvernig næstu mánaðarmót fari,kemst ég yfir að borga allt eða verða einhverjir reikningar eftir,og þá er  halin fljótur að myndast

Knús á þig Ragga mín,ég vona svo sannarlega að úr rætist hjá þér

Anna Margrét Bragadóttir, 11.3.2009 kl. 00:43

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ekki er ég mikið að tala um mín fjármál á blogginu mínu, nema það að harðnað hefur í ári hjá mér eins og öðrum.  Ég þarf virkilega að spara og spara til þess að láta enda ná saman.  Það verður erfiðara og erfiðara í hverjum mánuði. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.3.2009 kl. 00:48

11 Smámynd: Auður Proppé

Ég reyni að halda mig við það að skrifa ekki um kreppuna eða stjórnmál, svona oftast en fjármálin er ég ekki viss um.  Stundum er það léttir að koma áhyggjum og því sem á manni hvílir frá sér og það hef ég gert og ef þeim sem taka það til sín líkar það ekki þá er það þeirra mál.

Því miður hef ég lent í því sem þú segir: " Ég veit að hér lesa ekki allir með góðum hug né skilja eftir sig góðar hugsanir og óskir".  Jafnvel hefur þetta gengið svo langt að það er apað eftir mér á öðrum bloggsíðum á illkvittinn hátt svo ég er ekki hissa á því að þú hugsir þig tvisvar um mín kæra þó að ég tel að allir þeir sem hér koma þyki undur vænt um þig.

Knús í daginn þinn elskuleg

Auður Proppé, 11.3.2009 kl. 08:25

12 identicon

Ég veit hvað þú ert að tala um.Bara innskráðir geta sett athugasemd hjá mér.Ég hef fengið skítkast frá nafnlausu fólki á öðrum síðum þar sem ég hef komið með athugasemdir .Skrítinn hugsunarháttur að lesa og hlusta á allt með neikvæðnina að leiðarljósi.Það fólk hlýtur að eiga ömurlegt líf.Ég hef talað um Haukinn minn á blogginu og ýmislegt.Mín fjármál og aðra í fjölskylduna  blogga ég ekki.Og ekki um samstarfsfólk mitt á dagsetrinu heldur.En ein og ein ljúf saga úr vinnunni kemur.Þú ert frábær og hefur hjálpað mér mikið með skrifum þínum. svo er ég orðin ástfangin af Lappa og Kela

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband