Ja hvað skal segja

ég les yfir fréttamiðlana, með hroll og óbragð í munni, allt of margar fréttir fjalla um kynferðislega misnotkun á börnum. Það yngsta alvarlega slasað, vikugamalt kríli.

Mér býður við þessu.

Veðrið er ekki til að kæta mig heldur, rok og rigning.

Það væri líklega best að steinhætta að lesa fréttir, horfa og hlusta á fréttir. Vera bara eins og bjöllusauður og vita ekki neitt um neitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er svo notalegt veðrið úti að ég er búin að vefja mig inn í sjöl og læti og ég ELSKA það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm - það fer mér ágætlega........ Steinhætt að fylgjast með fréttum, þetta eru endalausar hörmungar sem gera ekkert annað en draga mann niður! Það er ekki eins og ég breyti einhverju.........

Þannig að ég ákvað að hætta að fylgjast með og lifi sæl í villu og svima um að allt sé í þokkalega góðu gengi

Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 21:06

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Hugarfluga

Æ, já þetta eru skelfingarfréttir sem dynja á manni alla daga. Kveðjur til þín úr suddanum í Kópavoginum, Ragga mín.

Hugarfluga, 13.9.2008 kl. 22:13

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Verður maður ekki bara að fara að velja fréttir sem maður les, hlustar á eða horfir á.  Ég reyni að lesa bara skemmtilegar og góðar fréttir, en það er ótrúlega erfitt.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.9.2008 kl. 01:27

6 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 14.9.2008 kl. 07:08

7 Smámynd: Ragnheiður

Jóna Kolla það er erfitt viðureignar þegar mesta hroðanum er troðið framan í mann á forsíðunni..

Ragnheiður , 14.9.2008 kl. 09:31

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Er sammála, fréttirnar að undanförnu draga mann niður. Allt púður sett á fréttaflutning um hamfarir, deilur, manndráp, stríð og kreppur. Hvernig má annað vera þegar slíkt er uppi á borðum?

Ég held að það sé einmitt ráðið að kúpla sig frá þessu og huga að sjálfum sér.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 09:47

9 Smámynd: Brattur

... rigning og rok er alveg hreint dásamlegt veður... ef maður þarf ekki að vera úti... held næstum því að það sé uppáhaldsveðrið mitt...

Brattur, 14.9.2008 kl. 11:36

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ, ég held lóka að það sé best að hætta að lesa svona mikið af fréttum, er nú eiginlega löngu hætt að hlusta á fréttir, les moggann á netinu.
Manni blöskrar svo er maður les svona fréttir, eins og að það var verið að dæma níræðan mann fyrir kynferðislega misnotkun á dótturdóttur sinni,
ég ætla ekki að sefja hvað mér finnist að eigi að gera við þennan mann.
Knús kveðjur Ragga mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 12:30

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fréttirnar undanfarið hafa verið þess eðlis að maður vonar bara að þetta sé allt skrök og lygi. Verst fara þó í mig fréttirnar um þetta hræðilega ofbeldi sem karlmenn beita sína nánustu.

Helga Magnúsdóttir, 14.9.2008 kl. 15:37

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Hræðilegar fréttir. En það eru einhvernvegin bara leiðinlegar fréttir í fréttum . Ég er að hugsa um að verða líka bjöllusauður.

Sigrún Óskars, 14.9.2008 kl. 16:11

13 identicon

Hættur að fylgjast með fréttum, og viti menn, ég veit miklu meira fyrir vikið. Bjöllusauður, þú færð lítið fyrir þinn snúð, ef þú ætlar að taka inn "sannleikann" í gegnum fréttaflutning í dag. Þvílíkt svartnætti þar að finna, "þetta er það sem fólk vill heyra" segja þeir, ef það er einhver sem vill láta fylla sig á þennan hátt af neikvæðni, þá segi ég verði honum að því. Annars efast ég um að þetta sé það sem fólk vilji heyra. Veit fólk yfir höfðuð hvað það vill?

dulur (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband