Smá aumingjaskapur

ég komst að því að hendurnar eru verri en ég hélt eða verri en ég vildi hafa þær. Ég ætlaði að fúga flísarnar og byrjaði á því. Við það þarf ég að halda á smááhaldi og það þola hendurnar mínar ekki, þær eru orðnar svo laskaðar greyin. Maðurinn minn stökk til aðstoðar og nú fúgar hann og ég blogga.

Sumt get ég greinilega en annað ekki. Það fer mér ekki vel að stranda svona, ég er jaxl og vön að fara mínu fram. Djís hvað þetta fer í mig.

Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef orðið að láta handavinnu lönd og leið, eins og mér finnst skemmtilegt að prjóna, hekla og sauma í.

Nú heimta ég vorkenn í kommentunum, ég er grautfúl yfir þessum aumingjagangi

PS; hætt að kvarta, get sjálf sumt hehehehe...lalala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég skil þig..en farðu vel með hendurnar á þér og þig alla í rauninni, því það er því miður ekki hægt að kaupar nýjar út í búð. Farðu vel með þig, kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 10.6.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Bryndís

Fullt af vorkenn frá mér  

kveðja,

Bryndís, 10.6.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

líka fullt af vorkenn frá mér....þarf að skilja smá eftir handa mér er nefnilega í slæmu gigtarkasti sjálf...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.6.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Alveg helling af vorkun frá mér,en þú verður að láta kallana þína gera þetta segðu þeim það frá mér....knús og aðeins meira af vorkun frá mér.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.6.2008 kl. 21:58

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Angaskinnið. 

Anna Einarsdóttir, 10.6.2008 kl. 21:58

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj dúllan.........

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 22:11

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ææ ææ ææ ! fullt af vorkenn hér

það er líka nauðsynlegt að blogga

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.6.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Ragga mín...........

Kristín Katla Árnadóttir, 10.6.2008 kl. 22:18

9 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

knús

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 10.6.2008 kl. 22:22

10 Smámynd: Ragnheiður

Björn er fastur í tölvunni Heiður en Steinar er sko að hjálpa alveg á milljón...svaka duglegur alveg

Takk öll, þið eruð flottust

Ragnheiður , 10.6.2008 kl. 22:24

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

vorkunn

Sigrún Jónsdóttir, 10.6.2008 kl. 22:29

12 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Þá sendum við kavtningu til Björns að koma sér úr tölvunni og hjálpa mömmu allir að koma svo...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.6.2008 kl. 22:45

13 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Kannast við þetta, held þó að ég hafi lært af reynslunni þegar ég hengdi upp síðustu gardínur á eigin spýtur

Stundum verður skynsemin að ráða för en auðvitað er súrt í broti að geta ekki sinnst áhugamálum sínum. Þú mátt til með að reyna að finna þér ný staðinn. Tek undir með Svandísi hér að ofan

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.6.2008 kl. 22:52

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Rosaleg vorkunn héðan. Gott að eiga yndislegan karl.

Guðríður Haraldsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:31

15 Smámynd: Linda litla

Ég segi eins og Svandís... farðu vel með þig, það er bara til eitt eintak af þér. Og fullt af fólki sem elskar þig eins og þú ert, við slitnum öll. Þannig er bara lífið.... knús og faðm

Linda litla, 10.6.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband