Hringiðan

er eins og vant er þrátt fyrir EM. Samt er merkjanlegur munur á umferð á annatíma, kannski EM og kannski verðlag á eldsneyti. Ég þurfti að kaupa á tvo bíla áðan og það kostaði mig 19.ooo kr. Æði, mér er enn illt í veskinu.

Leigubílstjórar eru dálitlir harðjaxlar. Fólk sér yfirleitt ekki á þeim mýkri hlið. En mínir eru búnir að stofna hjúkrunarheimili, það er staðsett um það bil á Lækjargötu 1. Þar eru engar brunarústir en þar er gamalgróið stæði fyrir bílstjórana okkar. Þeir ráku í vor augun í önd, draghalta og skakka. Það er bakarí hinu megin við götuna. Þangað var þrammað og fengið brauð fyrir þennan lasna ræfil og stegginn sem henni fylgdi. Síðan hefur öndin verið skilvíslega fóðruð, brauðpokinn geymdur þarna við bekkinn svo hver sem er geti fóðrað fuglinn. Viti menn, öndin er öll að hressast og er nánast ekkert hölt lengur. Hún heimsækir enn vinina sína þarna í Lækjargötunni og þiggur veitingar.

Stundum þykir mér vænt um kallana mína á stöðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Skil vel að þig verki í veskið, þetta ástand er skelfilegt.

Yndislegt hvað ,,þínir  kallar" eru yndislegir, svona fréttir jafngilda ljósi í myrkri. Frábærir, hreint út sagt.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.6.2008 kl. 19:23

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þeir eru svona "andlega" þenkjandi.    Verulega gott hjá þeim.

Anna Einarsdóttir, 10.6.2008 kl. 19:40

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Eg skil vel að þér sé illt í veskinu

Er ekki flest öllum illt þar þessa daganna þegar þeir taka bensín,mér er það allavega

Annars átti þetta bara að vera innlitskvitt fyrir öll skiptin núna undanfarið sem ég hef lesið en ekki kvittað.

Anna Margrét Bragadóttir, 10.6.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, Ragga mín, þetta með veskið er uggvænlegt. Mitt hreinlega grætur í hverri viku. Ég keyri a.m.k. 106 km til og frá vinnu fyrir utan útréttingar og þetta er orðið ansi dýrt. Ég get nefninlega ekki verið án bílsins, það gengur ekki strætó þaðan sem ég bý og svo er ég á þvælingi um allt vegna vinnu minnar. Já, það er dýr "dropinn" í dag. .  Þeir eru greinilega með stærri hjarta en margir aðrir. Þetta var falleg frásögn og sýnir hjartalagið þeirra. Þeir eru kannski flínkari að fela það og þurfa það kannski vinnunnar vegna. Knús frá mér Ragga mín.

Sigurlaug B. Gröndal, 10.6.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: M

Litlum andarunga var bjargað í dagsferð upp í sveit fyrir stuttu. Fékk að borða, sprikla um mælaborðið í díselbílnum og hjúra í hálsakoti. Honum var sleppt niður á tjörn þar sem ein andamamman tók við honum. Ekki leið mínúta þar til mávur einn át hann fyrir augum bjargvættanna

M, 10.6.2008 kl. 20:02

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

19.000 kall, það munar ekkert um það. Frábær sagan um öndina, maður þyrfti að fá fleiri svona frásagnir, þær eru svo góðar fyrir sálina.

Helga Magnúsdóttir, 10.6.2008 kl. 20:29

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, vá, vá. Nú mættu stjórnvöld aðeins pæla í því að lækka skatta og álögur á bensínið. Þetta er óvænt hækkun í ríkissjóð, eitthvað sem ekki var gert ráð fyrir. Nú ættu þau að sýna lit og koma á móts við fólkið sem kaus þau.

Sæt andarsagan! Svona geta nú bílstjórar nú verið miklar dúllur. Heheh 

Guðríður Haraldsdóttir, 10.6.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband