Sá glitta í bloggvinkonu en of seint

í Nóatúni áðan.

Ég fann mér nýtt hámark letinnar áðan og sat heima mjólkurlaus í dag frekar en að nenna af stað og kaupa mjólk. Ég hef ekki verið hress í dag, það er engin sérstök skýring, sumir dagar eru bara þannig þegar maður glímir við sjálfan sig í sorg.

En ég missti af að heilsa þessari bloggvinkonu þegar hún sveif á braut með glókollana sína, í litríkum kjól og alveg jafnglæsileg og mér hefur alltaf fundist hún vera. Þetta var auðvitað Ragga litla með glóana sína.

Við gamli minn erum að horfa á fótbolta saman, ég bar allan kvöldmatinn inn á borðstofuborð svo hann gæti horft á meðan hann borðaði. Ég get alveg verið góð við hann sko hehehe. Hann er langbestur í heiminum og ég er stundum vargur....

Ég er að spá í að smella mér aðeins í drullugallann á eftir og byrja að fúga flísarnar. Ég er bara svo södd í augnablikinu að ég get bara setið hér og bloggað, lesið blogg og fréttasíður.

Mér hefur enn tekist að sneiða hjá að sjá myndbandið sem allir rífast um. Ég hef bara ekki áhuga á að horfa á það. Ég er vog, ég skoða mál frá öllum hliðum áður en ég mynda mér skoðun. Ég er enn að skoða málið í huganum en ég hallast að því að piparúðinn sé eitt þeirra tækja sem lögreglan verður að hafa í sínu tækjabelti. Þegar óðir menn lenda í slag við lögregluna þá hefur það hent að menn hafa látist í höndum þeirra. Enda þegar menn slást þá eru það mikil átök og reyna mikið á alla aðila. Ég hef séð fjóra fíelfda í standandi klandri með smástúlku, litla og netta, og þeir máttu hafa sig alla við.

Þið ykkar sem hafið lesið kommentin hjá Jennýu í dag hafið séð að talsvert vantar upp á kurteisina hjá sumum þar. Það er auðvitað ekki til neins að vera með skæting en ég dáist að Jennýu fyrir að ritskoða ekki í kommentunum og leyfa öllu að standa. Hún er maður að meiri fyrir vikið.

Ég er hinsvegar ekki sammála færslunni hennar enda hef ég upplýsingar um að maðurinn hafi verið búinn áður að meiða tvo og þess vegna hafi lögregla verið kölluð til. Menn nálgast auðvitað mann með varúð sem búinn er að slasa aðra menn á vettvangi. Hins vegar er ekki mitt að dæma, ég var ekki þarna og það var ekki ég sem þurfti að taka ákvörðun um að beita úða á manninn. Ég er kellíng útí bæ og get tuðað mig bláa yfir fréttunum en ég nenni því eiginlega ekki Blush

Ég var hinsvegar ekki að grínast þegar ég sagðist ætla að kjósa Sturlu -ég hefði kosið flokk aldraðra og öryrkja ef hann hefði náð að bjóða fram á sínum tíma. Ég vil ekki þetta fólk sem telur sig vera í áskrift af þingmennsku, ég vil nýtt fólk og nýjar hugmyndir. Flokka fyrir fólkið en ekki lygara sem efna ekkert af sínum loforðum.

Skrattans pólitíkin....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kannski að maður kjósi bara Sturlu. En á meðan Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðar eru í Samfylkingunni fer mitt atkvæði varla annað.

Helga Magnúsdóttir, 9.6.2008 kl. 20:26

2 identicon

Nei nei nei, voðalega er ég alltaf utan við mig því ég sá þig hreinlega ekki, fúlt það því auðvitað hefði ég heilsað þér!

Alveg týpískt, búnar að netþekkjast í nokkur ár núna, jahérna. 

Ragga (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já þú varst að passa pjakkana hehe...

Helga ; ISG er ekki kona að mínu skapi en JS er alvöru kona, dugleg og fylgin sér og vandamálaleysari. Ég kaus samt ekki SF síðast, ég kaus ekki neitt. Nennti ekki á kjörstað, nýflutt og ekki á kjörskrá nema í 50 km fjarlægð

Ragnheiður , 9.6.2008 kl. 20:34

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kannski var ég líka of fljót á mér áðan. Ég veit ekkert um þessa manneskju sem sagði þetta í kommentinu. En Ragga mín hafðu það gott og farðu vel með þig.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.6.2008 kl. 20:35

5 Smámynd: Ragnheiður

Ja Jórunn ,ég veit ekkert um þennan aðila nema að hann skrifaði þessa undarlegu athugasemd. En eins og við vitum þá dæmir fólk oft hart það sem það ekki þekkir sjálft.

Ragnheiður , 9.6.2008 kl. 20:37

6 identicon

Já þeir þurfa sína athygli, sá stutti sérstaklega getur verið strembinn í búðarferðum.

Ragga (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 20:39

7 Smámynd: Hulla Dan

Sofðu vært og dreymi þig vel.

Hulla Dan, 9.6.2008 kl. 20:47

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég segi bara að maður verður að passa sig hvað maður segir eða skrifar, mér finnst bara svo leiðinlegt að heyra svona fréttir því það er líka þannig að megt skemmtilegt gerist þarna og ég fylgist vel með á Tíðis.

En varðandi þigngið og nýjan flokk þá er ég ekki hrifin af ISG en mér JS frábær hlakka bara til að sjá hvað Sturla og félagar hafa að segja ætla að fylgjast vel með þeim.

Kveðja til þín og ykkar. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.6.2008 kl. 21:00

9 identicon

Hef ekki skoðað myndbandið heldur.Knús á þig duglega kona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:12

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús elsku Ragga mín ég hugsa alltaf til þín ljósið mitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.6.2008 kl. 23:38

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á ekki erfitt með að leyfa kærleikskveðjunum að standa.  Þær fara nefnilega ekki á minn reikning sko.  Svo er þetta fróðlegt framlag til rannsókna á mannlegu eðli.

Það væri þokkalegt ef allir væru sammála alltaf hreint.

Góða nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 00:14

12 Smámynd: Linda litla

Ég var að lesa yfir kommentin hjá henni Jenný og ég á bara ekki til orð yfir því hvað fólk getur látið út úr sér, líka þá virðist maður ekki mega hafa neina skoðun, það er eins og allir verði brjálaðir ef að maður er ekki sammála öðrum.

En hafðu það gott Ragga mín.

Linda litla, 10.6.2008 kl. 02:17

13 identicon

Jesús minn hvað fólk er ókurteist og barnalegt.  Ég missi hreinlega málið þegar ég las kommentin á síðunni hjá Jenný. En mörg af kommentun lýsa kannski því þjóðfélagi sem við búum í þar sem kærleikur og manneskjulegt eðli er á undanhaldi.  Mér persónulega varð óglatt við að horfa á þetta myndband og vildi óska að ég hefði ekki gert það. En burtséð frá skoðun Jennýar þá eru það fyrst og fremst heiftin í kommentunum, sumum þeirra, sem fær mig til að staldra við og velta vöngum yfir náunganum!

Þið eruð flottar konur Ragga og Jenný

kv. ókunnug

ókunnug (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband