Að halda úti svona

bloggi getur verið heilmikil vinna. Ef maður hefur ekki mikið hugmyndaflug þá er nokkur hætta á að efnistök verði einhæf, svo maður tali ekki um bloggbesserwisserana sem telja sig hafa hina heilögu blogguppskrift. Sá á hlaupum hjá einum um daginn að hann taldi bloggara vera einhvert botnfall samfélagsins, ég glotti. Ég hef lengi haft þá bjargföstu skoðun að fólk sem talar svona um aðra getir fátt betur en að lýsa eigin innræti með orðum sínum. En þetta ætla ég ekki að tala um....

Nú orðið finnst mér meira gaman að lesa hjá öðrum en skrifa beinlínis eitthvað sjálf, en ég þarf að taka mig verulega á í að kvitta.

Ég veit það svosem ekki fyrir víst en stundum hef ég á tilfinningunni að hérna séu aðilar að lesa sem ekki eiga beinlínis neitt erindi með það, fólk sem er illa við strákana mína....kannski er þetta paranoja.

Bjössi hafði gaman að því að vera umtalsefni í gær, hann glotti og tók undir það að vera dekraður. Sagðist sko eiga það inni eftir áralangan örverpisstimpil. Blessað barn.

Við spjöllum mikið saman við Bjössi. Hann hefur oft spáð í eins og önnur ungmenni sem ekki eiga foreldra sem búa saman, hvort ekki sé samt allt í góðu. Ég segi honum oft að ég sjái ekkert eftir sambúðinni við pabba hans, það séu hreinar línur. Hefði ég ekki búið með honum þá hefði ég ekki átt þá þrjá. Hann var að tala um þetta í gær og ég sagði honum að kannski hefði ég þá átt aðra þrjá, og kannski ekki nærri eins skemmtilega...hehe. Maður getur ekkert lifað lífinu með eintómri eftirsjá og sífellt horft til baka, það virkar ekkert. Maður gerir það sem maður getur, það sem maður nær ekki að leysa setur maður bara niður og lætur eiga sig. Æðruleysisbænin virkar nebblega fyrir fleiri en alkana...

Ég hef lært mikið af lífinu en mest um vert er að ég hef bæði lært að fyrirgefa og sýna æðruleysi. Það nýtist mér vel.

Svo er að sjá hvað gerist, nær hugmyndaleysið yfirhöndinni eða hvað....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Hvernig á rétt blogg að vera? Á bloggið að vera opið eða lokað? Sem betur fer eru þið mörg sem hafið kjarkinn til að hafa opið blogg, ég hef það ekki

Skemmtilegustu bloggin sem ég les eru hjá venjulegu fólki  þar sem þau lýsa sinni reynslu af hinu og þessu, oft með miklum húmor.

Samþykkti Bjössi að hann væri dekrað örverpi það fylgir því nefnilega að vera dekraður ef maður er örverpi . Það getur ekki verið svo slæmt að vera örverpið hennar mömmu sinnar.

knús og klús  

kidda, 26.11.2007 kl. 12:19

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hann Sigurður er mislyndur og ólíkindatól, held að hann hafi verið nýbúinn að lenda í einhverju veseni með rifrildi í athugasemdakerfinu sínu þegar hann setti þetta inn, las einhvers staðar að hann hafi víst tekið út færslu sem hann fékk eitthvert heljarinnar rifrildi á - annars veit ég ekkert um þetta. Það er stundum gaman að honum, en stundum botnar maður ekkert í honum.

Ég blogga bara um það sem mér dettur í hug hverju sinni, eins og þið Keli. Ég hef verið löt að skrifa neitt undanfarið, en mér finnst gaman að skoða inni á YouTube og hef stundum sett inn á bloggið eitthvað sem ég hef hrifist af þar. Ég fæ miklu fleiri innlit heldur en kvitt, þekki þessa tilfinningu að spá í hverjir hafi komið í heimsókn...er samt ekki neitt paranoid, þar sem ég blogga yfirleitt ekki á svo persónulegan hátt.

Mér finnst ég líka hafa lært mikið af lífinu, þó ekki hafi það allt verið dans á rósum. Stundum hef ég séð eftir hjónabandinu mínu og spurt sjálfa mig af hverju ég hafi gifst þessum manni, en þá man ég líka eftir stráknum sem við eigum saman......þó hann líkist reyndar föður sínum að því leyti að hann er ekkert of duglegur að hafa samband! - Hamingjustundirnar frá þessum tíma tengjast flestar strákunum mínum, ekki eiginmanninum fyrrverandi, hef ég uppgötvað. Ég held að ég kunni þetta með æðruleysið, en að fyrirgefa í hjarta mínu en ekki bara með vörunum mætti ganga betur, ég er að því leyti eins og fíllinn, því miður .

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2007 kl. 12:19

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Ragga mín,ég held að hugmynda-bankinn þinn þrjóti ekki, en ef hann fer í frí smá tíma þá bara það.

Þú ræður því alfarið sjálf, hvenær, hvernig, og hvar

þú gerir þetta og hitt.

Við erum allt lífið að læra, en byrjunin er ætíð sú að læra að fyrirgefa, að fyrirgefa öllum að þeir skyldu ekki vera eins og við vildum að þeir væru,

og sleppa þeim.

Kveðja til þín Ragga mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2007 kl. 12:27

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú bloggar bara eins og andinn blæs þér í brjóst og þegar þú nennir.  Maður er mis vel stemdur eins og gengur.  Björn er bara ofurkrútt, það er á hreinu.  Heppinn að vera síðastur í röðinni og fá að njóta þess að vera sem lengst með mömmu sinni.  Bara krúttlegt

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 12:56

5 identicon

Ég blogga nú ekki eftir uppskrift. Blogga þó mest um mig. Hummmm hvað ætli sálfræðingur gæti lesið útúr því?hehehehehe Já og svo obbolítið sorgarblogg annað slagið. Bloggin þín eru yndisleg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 13:27

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

alltaf finnst mér nú gott að lesa bloggin þín Ragga mín, en einhver uppskrift af bloggi?  mér finnst nú reyndar að þeir sem alltaf þurfa að vera að dæma aðra, eigi nú eitthvað bágt í hjartanu sínu. Við bloggum bara eins og okkur sýnist, hvað svo sem þessum náunga finnst um þetta "botnfall"  hvað skyldi hans blogg vera merkilegra en annarra ég bara spyr?  hef ekki lesið neitt hjá honum.

Knús á þig Ragga mín, auðvitað bloggarðu þega þér hentar en ekki öðrum, en ég myndi sakna þess að sjá ekkert eftir þig þegar ég fer á daglega bloggrúntinn minn.

Knús

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.11.2007 kl. 14:02

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þaðf er mikið til í þessu með æðruleysisbænina og má ég líka muna það. Takk Ragga mín. Það er alltaf gott að lesa bloggið þitt. Sé ílla innrætt fólk sem er ílla bið strákana þína að kíkja, þá kannski batnat það við að lesa nema að þetta fólk sé allveg vorhert.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.11.2007 kl. 14:32

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

 Ragga.

Að lesa þitt bolgg er bara gott og gaman er hér á hverjum degi og oftast ertu bara að tala um lífið og tilveruna eins og hún er og það eru skemmtilegustu bloggin að mínu mati.

Hann Bjössi er bara æðislegur strákur gott að tala við og geri ég það líka þegar hann er hér  rosalega góður bróðir og góð barnapía það veit ég vel..æææ hann lendir oft í að passa þegar hann kemur til okkar.

Ég var að rifja upp með mömmu um daginn og jú auðvita eru Himmi, Hjalti og Bjössi þar  með stórna part af minningum enda voru þeir bara litlir þegar ég kinntist pabba þeirra  og er eitt klárt að ég er miklu ríkari fyrir það og hefði aldrey viljað missa af að kinnast þessum flottu strákum.

Kveðja á Álftanesið frá okkur í Grindavík. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.11.2007 kl. 14:59

9 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Besta blog uppskriftin? veit ekki en er ekki bara eins með bloggið og lífið óendanlega óvænt og af mörgu að taka.

Æðruleysisbænin er bara snilld fyrir alla.... mín uppáhalds alla daga

Kristín Snorradóttir, 26.11.2007 kl. 15:04

10 identicon

Hmm.. ég blogga nú bara eftir því hvernig skapi ég er í, ég er oft með og oft á móti. Og ef ég er á móti þá fæ ég nú stundum ákúrur, eins og " undan hvaða steini skreiðst þú? "  Tek það misjafnlega alvarlega.

Stundum er gott að pústa út, stundum ekki.  Mér er í rauninni sama hvað fólki finnst, það les þá bara ekkert bloggið mitt ef ég fer fyrir brjóstið á þeim.

Og hana nú.

Þú ert góður bloggari, ég hef brosað grátið, hlegið, og lært eitthvað á bloggi þínu.  Það gerir þig gjaldgenga í mínum huga, hvað svosem öðrum finnst.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 16:31

11 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

 Knús Ragga mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.11.2007 kl. 19:20

12 identicon

Já nei nafna mín, við bloggum ekki eftir neinni uppskrift heldur bara nákvæmlega því sem okkur lystir báðar tvær.

Mér persónulega er slétt sama hvað öðrum þykir um blessaða bloggið mitt, ég geri þetta bara samt eins og ég vil. 

Ragga (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 19:24

13 Smámynd: Benna

Held að við séum svipaðar með bloggin okkar, bloggum um það sem gengur á og hefur gengið á í okkar lífi.
Ég reyndar öfunda þig sæta því þú virðist alltaf geta komið hlutunum frá þér á blað sem ég hef eitthvað átt erfitt með undanfarið..

En ég þekki þetta vel að spá í hverjir ætli séu að skoða bloggið, því auðvitað er fullt af fólki sem maður hefur ekki hugmynd um og alveg víst að sumir eru að því í misjöfnum tilgangi...en ég lít bara fram hjá því og lít á það jákvæða...

Knús á þig sæta...

Benna, 26.11.2007 kl. 21:56

14 Smámynd: Bara Steini

Ég hef átt það til að líta inn til þín, en einhvern veginn aldrei þorað að kvitta hjá þér... Finnst stundum eins og það sé átroðningur af einhverjum toga.

En þínar færslur hafa bjargað mér fyrir horn þónokkrum sinnum þegar heimurinn verður aðeins stærri en maður ræður við. Það er rosalega gott að lesa skrifin þín eins og með þær athugasemdir sem eru í gangi hérna.

Annars langaði mig bara að segja þetta aðeins. Vonandi verður þú hér sem lengst og að maður fái nú að kíkja alltaf við öðruhverju. 

Bara Steini, 27.11.2007 kl. 11:41

15 Smámynd: Ragnheiður

Gott að sjá þig Bara Steini, velkominn. Ég er sátt við að sjá að spjallið hér nýtist í eitthvað af viti, það er það ekki tilgangslaust.

Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband