í dag

hef ég verið geðvond, það er algerlega úr takti við sjálfa mig.

Svo tók ég að mér ljósmóðurmsnsamband...og ekki var hægt að treysta mér fyrir því heldur, það var hrollur í mér og ég breiddi ofan á mig hérna....og steinsofnaði ! Komst að því í dag að hin amman á afmæli í dag, það hefði verið flott fyrir hana að fá barnið í afmælisgjöf...en líkurnar eru sífellt minni eftir sem klukkan verður meira. En ég held að ég þori loksins að segja að þetta sé að fara í gang....rólega en samt nokkuð örugglega.

Svo eldaði ég kvöldmat og í fyrsta sinn í okkar búskap þá borðaði Steinar ekki matinn sinn. Við vorum með saltfisk sem við keyptum í dag og suðum. Hann hefur verið orðinn úldinn áður en hann fór í salt og við gátum ekki borðað hann. Bjakk...kaupi ekki aftur frá þessu fyrirtæki.

Skrapp í Bónus í dag...labba inn og um leið byrjar tears in heaven í útvarpinu. Það varð til þess að allt innkaupaæði rann af mér og ég lúpaðist út aftur og náði ekki einusinni að eyða 4000 krónum, það eru léleg afköst í Bónus.

Svo eyddum við kallinn kvöldinu í að raða bókhaldinu sem hefur setið á hakanum síðan í ágúst..smátt og smátt rennur lífið í réttar skorður....en Himmaleysið kvelur sárt. Strákanginn hennar mömmu sinnar.

Bangsinn minn er á næstsíðustu vaktinni þessa vikuna, ég er alltaf jafnfegin þegar hann er í fríi. Hann fer með mér um allt og er mér endalaust góður..við tölum mikið um Himmann okkar og knúsumst. Hann varð eitthvað órólegur um daginn, sá einhvern missa mömmu sína og það truflaði hann. Hann sagðist ekki geta gert það, hann myndi bæði missa mömmuna sína og besta vin sinn. Það þótti mér vænt um að heyra. Þegar hann var fimm ára þá tilkynnti hann að hann ætlaði alltaf að vera hjá mér, hann er á góðri leið með að efna það og aldrei hef ég verið þakklátari fyrir það en eftir þessa dimmu daga.

Skapið skánaði samt heldur við að éta úldinn fisk og það er bara ágætt núna. Tímabilið þegar ég ætlaði alltaf alveg vitlaus að verða á kvöldin er sem betur fer liðið hjá. Ég sakna hans hræðilega en það er aðeins annar blær á þvi orðið.

Ég verð fegin þegar ég get lagt öll spil á borðið og reynt að fá botn í málið.

Klúsiklús eins og hann sagði alltaf sjálfur í gæðaköstunum sínum, farið vel með ykkur í nóttinni.

ps takk fyrir öll notalegu kommentin við síðustu færslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jæja nú fer að styttast í lillabaddið.  Æðislegt.  Falleg færsla hjá þér Ragga mín, mig tekur sárt vegna þess sem þú ert að ganga í gegnum og sendi þér kærleik og knús inn í nóttina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

aldrei hef ég áður heyrt um að úldinn fiskur komi fólki í betra skap. Ég skal taka það að mér prívat og persónulega að sjá þér fyrir úldnum fiski elsku Ragga mín.

það er gott að heyra að þú finnir að þetta þokist... smám saman. Enda það sem Himmi hefði viljað, ekki satt?

Klús til ykkar allra og fallega drauma inn í nóttina.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.11.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: Ragnheiður

Hehe Jóna takk...ég er ekki alveg örugg á samhenginu en svona kom þetta út í kvöld. Ég tek við úldnum fiski á Séstvallagötu 7 alla virka daga milli 5-6

Góða nótt elskurnar

Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 00:11

4 Smámynd: kidda

úlala, er bumbubúinn loksins tilbúinn að koma í heiminn. Vona svo sannarlega að núna sé tíminn kominn. Mátt skila kveðju til Sollu.

Það verður kannski vandamál með að koma kellu í svefninn núna þegar biðun virðist vera að verða búin

Knús og klús til ykkar allra, sérstaklega handa þér og Sollu  væntanlegur pabbi  má fá sinn skammt

kidda, 27.11.2007 kl. 00:33

5 Smámynd: kidda

átti að vera biðin en ekki biðun

kidda, 27.11.2007 kl. 00:34

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ohh spenna í loftinu vona að allt gangi eins og í sögu hjá fólkinu þínu og litli bumbubúinn komi hress og sprækur í heiminn.

knús á þig Ragga mín og Guð gefi þér góða nótt.

p.s. 

Skítlegt með saltfiskinn, ég elska saltfísk, ferlega hefði ég orðið fúl 

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.11.2007 kl. 00:37

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Oh hvað ég vona að litla barnið komi í dag er búin að hugsa svo mikið um sollu síðan ég vaknaði í morgunn nú er bara að fylgjast vel með hér á síðunni í dag.

Gott að Bjössi er að komast í frí knús á hann frá okkur hér í Grindavíkinni.

Vona að allt gangi vel í dag og ég verði loksins heiðurfrænka. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.11.2007 kl. 08:31

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gaman að heyra að litla krílið sé loksins að koma í heiminn! gæti trúað að mamman sé orðin þreytt á biðinni.

Knús á þig eigðu góðan dag.

Huld S. Ringsted, 27.11.2007 kl. 08:38

9 Smámynd: kidda

Bíð spennt eftir fréttum

Knús og klús til ykkar allra, sérstaklega handa þér og Sollu 

væntanlegur pabbi  má fá sinn skammt

kidda, 27.11.2007 kl. 10:35

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sniðugt að éta úldinn fisk við geðvonsku! Ætli þetta sé þekkt lausn? ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 27.11.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband