Pirruð á fyrirsögn

sem blasti við mér í Mogganum í dag...ég veit vel að fólk segir svona, ég held að það viti hreinlega ekki hvernig það virkar. Þetta á að vera hugljúf saga um konu sem elst upp við mikla áfengisneyslu á heimilinu...svo er sögupersónan látin segja að hún vilji frekar horfa á eftir börnum sínum í gröfina en í neyslu áfengis....hrmpf.........

Ég henti blaðinu !

Solla mundi nokkuð sniðugt í dag, gömul Himmaminning. Þetta gerðist á afmælinu hennar þegar hún varð 11 ára. Mamman búin að baka köku og skreyta hana meðal annars með tveimur tölustöfum úr nammi. Kökunni var svipt á borðið og afhjúpuð. Á henni stóð einn vesældarlegur tölustafur....frökenin ekki ánægð með þetta, að vera bara að verða eins árs. Hilmar botnaði nú ekki í þessu írafári útaf næstum ekki neinu...hehe. Hann var alla tíð ótrúlegur nammikall....

Bloggvinkona mín stendur í afar erfiðum sporum þessa dagana. Við skulum sameinast í að senda henni fallegar hugsanir og falleg styrkjandi skilaboð. Hún er dugleg að hlúa að sjálfri sér en þetta hefur samt áhrif inn fyrir skelina.

Kertasíðan hans Himma er líka ágæt í að sýna henni stuðning og samhug okkar hinna.

Björn lenti á bakaríinu í vinnunni, hann vinnur sem öryggisvörður í rólegri búð. Nema í gærkvöldi .....hann var fluttur til og settur í Austurstrætið sl nótt. Þar brasaði hann alla nóttina innan um bytturnar, kom heim steinþreyttur í löppunum enda hafði hann ekkert getað sest niður alla nóttina. Venjulega hefur hann tíma til að setjast niður og lesa blöðin. Núna kom hann heim engu nær og sá ekkert blað eða nokkurn skapaðan hlut.

Mamma lagaði ástandið aðeins með að vekja hann með kaffi og skutlast með hann í BT að kaupa leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk  Þú ert einstök kona.

Kristín Snorradóttir, 25.11.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: Benna

Mig langar að kíkja á þessa frásögn sem þú talar um...hver er fyrirsögnin á henni?

Knús á þig sætust..

Benna, 25.11.2007 kl. 18:37

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála Kristínu þú er ert yndisleg og góð og einstök.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.11.2007 kl. 18:39

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mikið skil ég að þú skyldir henda blaðinu...

He, he, eitt sinn var ég sjálf "sökudólgur" í svipuðu máli, lítil mús hafði kroppað næstum allan glasúr ofan af tertu sem gestir áttu að fá, þegar hún átti að fara á borðið...

Sárt að lesa um þá erfiðu stöðu sem bloggvinkona þín er í, hún fær allar góðar óskir frá mér . Það mætti svo sannarlega taka til í dómskerfinu, vonandi gerist eitthvað þar á næstu árum.

Það er ekki öfundsvert að starfa í miðbænum um helgar, Björn á samúð mína alla. Kynntist þessu aðeins meðan ég fór í bæinn kl. 6 á morgnana til að sjá um morgunmat á einu af hótelum miðbæjarins, það kom fyrir um helgar að ég þurfti að leggjast á flautuna og jafnvel gera mig líklega til að keyra augafullt og/eða útúrdópað fólk niður svo það viki til hliðar og leyfði mér að komast leiðar minnar að vinnustaðnum, sem var í við hliðina á vinsælum djammstað. Maður fékk algjört ógeð á miðbænum í þessu formi.

Gott að þú dúllaðist aðeins kringum drenginn, hann á það skilið, þó ekki væri nema fyrir að halda þetta út.

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.11.2007 kl. 18:42

5 Smámynd: Benna

Fann greinina....já þetta er harðorðað hjá frænku kauða en þetta er auðvitað bara hennar upplifun sem er sár og vond og hver skilur það betur en sá sem hefur þurft að glíma við þennan sjúkdóm á einn eða annan hátt.
Ég skil þig alveg Ragga mín að taka þetta nærri þér þar sem þínar aðstæður eru eins og þær eru en passaðu þig að taka þetta ekki of nærri þér, þetta er hennar heimur, hennar upplifun sem augljóslega hefur verið það vond að þetta er það sem hún hefur óskað..

Benna, 25.11.2007 kl. 18:51

6 Smámynd: Benna

Knús á þig dúlla, þú ert frábær og flott kona

Benna, 25.11.2007 kl. 18:51

7 Smámynd: kidda

Það er ekki slæmt að vera barnið þitt

knús  og klús

kidda, 25.11.2007 kl. 20:11

8 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe smá dekraður orðinn hjá mér *hóst*

Ragnheiður , 25.11.2007 kl. 20:19

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Smá dekraður, hehe, smá já.

Sendi bloggvinkonu þinni hlýjar kveðjur í huganum. 

Himmi var prakkari, algjör dúlluprakari.

Góða nótt

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2007 kl. 23:38

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLott ertu Ragnheiður mín.  Og skemmtileg sagan af Himma.  hehehehe... þekki til svona atburða líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 11:24

11 identicon

Alveg sammála þér með  þennan mogga, ég trúði varla að ég væri að lesa þetta og þurfti að klípa í mig lá við til að trúa að þetta stæði virkilega þarna.  Svo les ég þetta hjá þér

Steinvör (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband