Kaldur sunnudagsmorgun

og þegar þetta er skrifað eru engar fréttir af viðburðum helgarinnar. Ég er svoddan aumingi þegar kemur að óförum fólks við skál. Þetta getur pirrað mig endalaust,líf fólks í rústum og allt í voða og vegna hvers...einhverrar mýtu um að það tilheyri að drekka áfengi til að skemmta sér.

Hugur minn hefur verið hjá þeim mæðrum horfa á glæfraför barna sinna sem hlekkjuð eru í líf fíkilsins...þær vita jafnvel og ég að ekki fyrir svo mörgum árum voru börn þeirra sætir sakleysingjar sem öllum þótti gaman að kjá framan í. Einhversstaðar breyttist það og nú er líklega málum þannig komið að öll umræða um viðkomandi barn er blandin þunga, fólk veit ekki hvað það á að segja eða gera.

Þegar þau eru lítil þá tökum við af þeim það sem þau geta meitt sig á, geymum skæri og hnífa á öruggum stað. Þegar þau eru orðin stærri og virðast ákveðin í því einu að koma sér í voða vegna eiturefna þá getum við svo lítið gert. Við getum reynt að hjálpa þeim meðan þau eru yngri en 18 ára en eftir það er fátt hægt að gera. Öllu máli skiptir að fá aðstoð einhverra sem þekkja til þessara mála. Sumir leita til AlAnon samtakanna, þau er góð. Aðrir leita til foreldrahúss, þar eru líka miklir snillingar á ferð.

Meðan ég reyni að fyrirgefa sunnudeginum tilvist sína þá vil ég hugsa til mæðranna í þessum sporum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já úrræðin eru of fá og seinvirk...því miður. Þessum krökkum er i raun hent af þjóðfélaginu

Ragnheiður , 25.11.2007 kl. 09:23

2 Smámynd: Ragnheiður

svo sammála þér Valgeir

Ragnheiður , 25.11.2007 kl. 09:35

3 Smámynd: kidda

Vona að dagurinn verði góður hjá þér og að það fari að heyrast fréttir af búmbubúanum. Sumir eru enn við sama heygarðshornið 

Já, það er ekkert svo langt síðan minn var saklaus og yndislegur. 

Knús og klús

kidda, 25.11.2007 kl. 11:31

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góður pistill hjá þér. Það er þyngra en tárum tekur að horfa á eftir unglingum út í þetta fen. Sem betur fer hef ég verið heppin með mína stráka, því ég held ég geti engan veginn þakkað sjálfri mér það að þeir hafi komist óskaddaðir í gegnum unglingsárin.

Það virðist vera eitthvert lán yfir fjölskyldu minni í þessu efni, við höfum engan misst, þó svo vissulega finnist fíklar í henni eins og í flestum ef ekki öllum fjölskyldum landsins. En þeim í stórfjölskyldunni sem hafa farið út í neyslu hefur tekist að snúa við blaðinu áður en illa fór. Þar á meðal er ein frænka mín sem var okkur týnd í mörg ár, hún er nýlega snúin aftur (edrú í 3 ár!) og gaman að hitta hana aftur á fjölskyldusamkomum eftir öll þessi ár - ég hafði ekki hitt hana frá því að hún var lítil stelpa.

Ég er sammála því að það er ekki nóg að tala bara um forvarnir, það verður líka að framkvæma, eins og mér skilst af fréttum að sé t.d. gert á Álftanesinu. Og eins og Valgeir bendir á þá ætti að vera auðveldara fyrir okkur en margar aðrar þjóðir að hafa eftirlit með flutningi til landsins vegna legu landsins á hnettinum og mannfæðar.

Eigðu góðan dag, vonandi fer bumbubúinn að láta sjá sig...
 

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.11.2007 kl. 12:39

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

góður pistill hjá þér Ragga eins og svo oft áður :-)

Það er svo sárt að vita af fíklunum bara einhversstaðar.  Hugur minn leitar líka oft til foreldra fíkla og þá sérstaklega núna á þessum árstíma.

knús og kram Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 25.11.2007 kl. 14:01

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

FLottur pistill.  Megi dagurinn verða þér góður Ragga mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2007 kl. 14:05

7 identicon

Góður pistill hjá þér Ragga mín. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 14:51

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.11.2007 kl. 15:26

9 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk fyrir pistilinn

Kristín Snorradóttir, 25.11.2007 kl. 15:58

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já við reynum en ekkert viriðst ganga upp og við berjumst og hvergi er hjálp að fá. Ef barnið sem er nú kanski ekki barn lengur tekur sig á. þá líður okkur betur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.11.2007 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband