Færsluflokkur: Bloggar

18 sept 07

Var búin að stofna nýja síðu hérna með gömlum færslum ...svo var ég að setja þær inn og asnaði þeim inn á vitlausan stað.

Hvert hringir maður til að panta heilaígræðslu ? Í landsbankann bara ?

Ég er annars bara alveg sæmileg. Hjalli birtist snemma heima, ekki svefnfriður þar á bæ. Tengdadóttirin hóstar alveg út í eitt og gat ekki sofið sjálf fyrir hávaðanum í sér. Greyin...Það er alveg ferlega leiðinlegt kvef að ganga.

Mig langar að biðja þá sem ætla að leiði Hilmars að setja bara þar blóm eða útikerti. Ekki engla eða eitthvað svoleiðis. Ef allir koma með eitthvað svoleiðis þá verður þetta svo ruslalegt eitthvað. Við ætlum sjálf að skipuleggja gröf hans eins og við viljum hafa hana og viljum ekki þurfa að taka upp á því að henda af henni dóti sem ekki passar við það sem við ákveðum. Þetta er ekki illa meint og vinsamlega ekki taka því svoleiðis.


Afrit

 

Við fórum

áðan og tókum til á leiði Hilmars. Fjarlægðum kransana, þeir voru orðnir svo ljótir. Það eina sem er á leiðinu hans núna er rauða rósin sem Birna Dís kom með í morgun.

Hjalli hinn ólánsami kom hingað í fylgd með fullorðnum í dag. Hann á ekki að vera að keyra. Hann er að standa sig vel kallanginn minn og vill allt fyrir mömmu sína gera. Við ræðum líka hreinskilnislega um það að missa og hræðsluna í mér við að enda með að missa hann líka. Hann hefur verið í svo miklum áhættuhóp. Hann skilur mömmu betur nú.

Ég las í blaði í morgun frétt sem var mjög jákvæð. Strákar á Skólavörðustíg eru komnir í hópefli, þeir standa saman og styðja hvern annan. Mikið fannst mér þetta falleg frétt. Áfram strákar !!

Ég held að það sé ekki meira sem ég hef ætlað að segja ykkur akkurat núna. Ég hafði gott af skælinu í dag og það er friður í sálinni núna.

Munið Himmaljósin fallegu og kvitt fyrir innlitin.


Dagurinn í dag

fer í að eiga bágt, ég á mynd af honum sem er tekin örstuttu fyrir andlátið og hún er sorgleg. Ég hef horft á hana í dag og þá skæli ég bara. Það er líka allt í lagi. Ég er ein í friði heima og þarf að fá smá tíma líka fyrir mig, tíma til að eiga bágt og syrgja þennan elskulega son minn.

Ég fann góðan vin á annarri síðu. Hann ætlar að koma og vera hér á blogginu mínu í dag.

 

Angel came down from heaven yesterday

Gott að þetta er ekki sjónvarpsblogg

 Ég er nebblega ógreidd og á náttkjólnum !

Hún Heiða gladdi mig í morgun (www.skessa.blog.is) Hún hittir svo gjörsamlega naglann á höfuðið í dag.

Ég er nokkuð viss um að ef ég færi fram á vefnum að fólk skrifaði undir áskorun um að bæta sálgæslu í fangelsum og byggja nýtt fangelsi fyrir yngstu afbrotamennina þá fengi ég ekki svona margar undirskriftir eins og áskorunin um Randver fær.

Málið er að fólk er oftast til í að skrifa sig á dægurmála áskoranir en þegar dauðans alvara blasir við þá koðna mótmælin oftar niður.

Ég vil líka stórauka það sem gæti heitið endurhæfing í fangelsum. Hilmar minn var t.d. þannig að hann kunni ekki að stjórna ofvirkninni sinni. Það hefði hann þurft að læra betur á. Í dag veit fólk mun meira um ofvirkni en það gerði. Hann var settur á lyf en það eitt er ekki nóg þegar ungir mann neita svo lyfjagjöf. Þegar hann hætti á lyfjunum þá var hann eins og blaðra,full blaðra sem maður sleppir áður en maður er búinn að binda hnútinn á hann. Blaðran fer um allt þar til loftið er búið.

Ég hef sagt ykkur að Hilmar var góðhjartaður, hann var stundum einum of góðhjartaður. Ef ég hefði t.d. sagt honum að JóiJóns væri vondur við mig og skuldaði mér aura þá hefði Hilmar brugðist við. Hann hefði ekki lamið Jóa en hann hefði farið og sótt eitthvað af eigum hans í bætur. Hálfgerður Hrói Höttur...á skakkan máta. Þá sagði mamma oft; Himmi minn, það má ekkert gera svona ! Þú lendir bara endalaust í klandri !! Já en mamma, veistu ekki hvað hann var búinn að gera við (einhvern vininn) ??. Hann vildi réttlæti en fór kolvitlaust í það...kolvitlaust.

Í fyrra varð hann var við að systir hans var eitthvað blönk. Hann sendi vinkonur sínar með aura og keypti af henni bílinn. Hann bjargaði málum þar. Þá sat hann inni og fékk einmitt viðbótardóm meðan hann sat inni.Það fannst honum erfitt þá. Það sama var að gerast nú, núna gat hann það ekki og gafst upp. Ég var að skoða færslur á gömlu bloggi síðan þá og ég sé að mamman gat þetta þá tæplega heldur. Ég hef verið farin að hlakka svo til að hitta hann og varð greinilega mjög sár þegar hann varð að vera lengur.

Hann var fyrst dæmdur 2004 og hann lést 2007. Þetta er ekki langur tími. Ég hef þá trú að ef það hefði verið hægt að gera eitthvað annað í hans málum þá hefði hann kannski náð betri tökum á sjálfum sér. Hann var ráðvilltur ungur maður með hjarta úr gulli, það vita allir sem þekktu hann.

Ég lokaði öðrum kafla í sorgarsögunni í gær, ég greiddi reikning útfararstofunnar. Þá er það frá.

 


Smá ljós til baka

Candle on plate

 

Það kannski stækkar ef þið smellið á það, nú annars hafið þið bara viljann fyrir verkið að þessu sinni. Ég er alls ekki nógu klár að finna myndir, ekki eins og Jenný eða Ásdís.

Dagurinn á morgun er skipulagður í slugs, ég þarf einn svoleiðis dag. Það verður nokkuð mikið um að vera á föstudaginn hins vegar. Helgin á líka helst að vera róleg.

Ég sé ykkur, sé ykkur og finn stuðninginn. Fyrir það er ég óskaplega þakklát, ef ykkar nyti ekki við þá væri ég mun verr á mig komin. Það er ég viss um.

Munið, ég sé ykkur svona

bloggvinirnir

og sérstaklega þegar það eru komin fleiri en 200 kerti á síðuna hans. Endilega kveikið á kertunum og látið vita af ykkur í kommentunum, þið gerið ykkur líklega ekki grein fyrir hvað það er mikill styrkur.

Nú er þessi minnisvarði kominn og farinn, það er mánuður síðan hann lést.

KLÚS í nóttina og Guð geymi ykkur öll.


Voðalega huglaus

og með kökkinn í hálsinum. Eitthvað hefur sett mig svo algerlega úr jafnvægi síðan í gærkvöldi. Það var samt svo ómerkilegt sem ýtti boltanum af stað...svo hefur bara safnast utan á skömmina síðan þá.

Sem betur fer þá er ég að vinna síðustu vaktina í bili...ég þarf endalaust að hvíla mig, úthaldið er ekkert.

Hjalli minn var eitthvað þungur áðan. Mamman sökk alveg innan í sér. Það á að kvarta í mömmu sagði ég við hann. Hann hefur oft barist við þungt skap.

Hilmar var hins vegar allt öðruvísi. Hann var svo kátur að manni datt ekki í hug að hann færi þessa leið.

Æj andsk....ferlega verð ég svört innan í mér stundum !


Hilmar minn er ekki einn

Þessir ungu menn sem berjast við sjúkdóma þurfa aðstoð -aðstoð okkar hinna. Hún Benna mín, sem mér þykir endalaust vænt um, skrifar í gær átakanlega færslu á bloggið sitt. Hérna er færslan hennar .

Ég er svo sorgmædd yfir þessu og finn svo til með fólkinu hans. Vesalings strákurinn....við þurfum að finna leið til að hjálpa þessum strákum. Flestir eru þeir bara hræddir, ungir menn og vilja snúa við blaðinu. Við það þarf að hjálpa þeim og ég myndi vilja sjá annað úrræði en fangelsi fyrir þá.

Það er auðvitað ekki í lagi að menn séu harðar dæmdir fyrir þjófnaði en brot gegn fólki ss nauðganir og þess háttar glæpi.

Æj ég er alveg með kökk í hálsinum.

Megi Guð vera með fjölskyldu þessa unga manns og vonandi tekur einhver annar hjartahlýr strákur við honum í himnasal og heldur utan um hann, passar hann.

 


Það er liðinn mánuður

Hann hefur verið lengi að líða, hann hefur líka verið erfiður, hann hefur verið sorglegur og hann hefur verið leiðinlegur.

Vesalings Himminn minn...

Þessi mynd hjálpar mér og minningin um þann dag.

Hilmar

Hilmar, Hjalti og Björn.

Ég er auðvitað eins og allar aðrar mömmur, finnst mínir krakkar sætastir hehehe. Mömmur eru svoleiðis.

Þið voruð dugleg að kvitta við síðustu færslu og megið vera það áfram. Ljósin hans Himma míns eru líka í fullu gildi og þá má setja fleiri en eitt á mann. Þau loga bara hvert í 48 tíma. Ég var að gá á síðuna hans og hann á 188 kerti. Mikið vildi ég að hann gæti séð þetta, hvað það eru margar góðar manneskjur til sem sjá sorgina í andláti hans. Elsku karlinn hennar mömmu sinnar...


Æj þreytt

ég er kannski að gera of mikið á of knöppum tíma ? ég veit það ekki alveg....

Í kvöld er ég eins og undin tuska...þoli takmarkað mótlæti og er bara þreytt.

Ég verð betri í fyrramálið þegar ég vakna, það er ég viss um.

Munið kertasíðuna hans. Linkurinn er þarna uppi.

Takk fyrir hlýjar kveðjur og góð komment. Þið megið vera aðeins duglegri við að kvitta hérna. Það er nóg að setja eitt svona Heart ef þið vitið ekki hvað þið eigið að segja.

Ég er svo einföld að það gleður mig.

KLÚS í nóttina ( eins og Himmi hefði sagt þegar hann var minni )


Æj vesen er á mér !

Var búin að stofna nýja síðu hérna með gömlum færslum ...svo var ég að setja þær inn og asnaði þeim inn á vitlausan stað.

Hvert hringir maður til að panta heilaígræðslu ? Í landsbankann bara ?

Ég er annars bara alveg sæmileg. Hjalli birtist snemma heima, ekki svefnfriður þar á bæ. Tengdadóttirin hóstar alveg út í eitt og gat ekki sofið sjálf fyrir hávaðanum í sér. Greyin...Það er alveg ferlega leiðinlegt kvef að ganga.

Mig langar að biðja þá sem ætla að leiði Hilmars að setja bara þar blóm eða útikerti. Ekki engla eða eitthvað svoleiðis. Ef allir koma með eitthvað svoleiðis þá verður þetta svo ruslalegt eitthvað. Við ætlum sjálf að skipuleggja gröf hans eins og við viljum hafa hana og viljum ekki þurfa að taka upp á því að henda af henni dóti sem ekki passar við það sem við ákveðum. Þetta er ekki illa meint og vinsamlega ekki taka því svoleiðis.



afrit

hef ég hugleitt að breyta út af vana mínum. Mér hefur aldrei tekist að læra að drekka brennivín né hakka í mig neinar róandi/þunglyndispillur. Núna hef ég hugsað nokkuð um það að ef ég sæti hér rallhálf heima þá væri þetta kannski ekki svona sárt allt saman....sama myndi líklega gerast ef ég sæti hér skökk af pilluáti.

Svo myndi ég kannski bara sofna sjálf einn daginn inn í eilífðina og þá fyndi ég aldrei meira til.

------------------------------------------------------------------> kertasíðan hans Himma míns er orðin fastur liður þarna uppi.

Ég ætla að setja eina Himmamynd í færsluna

Þessi er svo flott !

Hilmar með Sverri bróður sinn

 

Góða nótt


4 vikur liðnar frá

versta degi sem ég hef upplifað. Það eru orðnar 4 vikur síðan Hilmar minn gafst upp. Mamma hans og allir enn í skelfilegri sorg og það eiga allir verulega bágt. Við erum öll að reyna að finna leið til að lifa þetta af.

Hjalli greyið er búinn að vera lasinn, ég náði ekki í hann áður en ég fór suðureftir í dag. Við ákváðum að fara fyrst í Grindavík, að kíkja á Gísla og Heiði , á leiðinni datt mér í hug að bjóða Auði að koma með til hinnar systur hans Himma og fá að sjá kettlingana. Ég mundi að Auður hafði sýnt áhuga á að fá að sjá litlu kisurnar. Þeir eru fæddir um svipað leyti og Hilmar dó. Man ekki alveg hvaða dag. Þeir eru að byrja að skottast um alla íbúð. Þau krakkarnir eru búin að kaupa þrælfína íbúð þarna í Njarðvík, verulega fín íbúð hjá þeim og rúmt um þau. Ég á eftir að finna eitthvað fallegt handa þeim í innflutningsgjöf...finn það seinna.

Það var gaman að hafa Auði með, hún hafði voðalega gaman að kettlingunum. Ég gerði kannski smá bölvun, hún ætlaði að sjá hvort henni tækist að fá eina kisu. Var meira að segja að búin að velja kettlinginn sem hana langaði mest í.

Þið getið kíkt á gömlu færslurnar á þessari síðu www.mammagamla.bloggar.is

Hérna eru svo ljósin hans Himma http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi

Ég er búin að festa kertasíðuna hans í tenglum þarna niðri ef ég gleymi að setja hana inn í færslur.


Urg

var búin að skrifa heillanga færslu sem fjallaði að mestu um það að ég er sauður, smellti svo á skoða síðu í staðinn fyrir vista færslu. Þetta sannar greinilega mitt mál, ég er bara sauður !!

Ég var ss að kvarta yfir að blog.central væri bilað, ég kvartaði líka yfir kattaofnæmi, ég kvartaði yfir sjónleysi, ég kvartaði ekki yfir sólinni en kvartaði undan klakanum innan í mér.

Sko ! Þetta hefur verið hundleiðinleg færsla.

Ég tautaði líka um að skilja ekki það sem ég les, rak mig á það um daginn þegar ég las komment aftur. Ég hafði ekki skilið nema helming í einu þeirra, þannig að ef ég skrifa eitthvað hjá ykkur sem skilst ekki þá vitið þið afhverju það er.

Ég ætla að skreppa til Sollunnar minnar í dag.

Ég er búin að setja færslurnar síðan fyrst eftir að Hilmar lést inn á sérstaka síðu. Til að geyma þær, og ég er líka með þær í tölvunni vistaðar. Ég á eftir að tengja prentara við fartölvuna til að prenta þetta hreinlega út og geyma, stóra vélin varð fyrir vírusárás og ég þori ekki að reyna að vista þetta í henni.


Æj

Bara búin að hafa það verulega erfitt í kvöld, endalaust með kökk í hálsinum og bara léleg.

Þetta er bara svo sárt og erfitt og sífellt skil ég betur endanleikann, hann kemur aldrei aftur.

Hvern dag þarf ég að tuskast við erfiðar tilfinningar, tilfinningu um að vilja ekki vera hér lengur. Það er líka erfitt.

Góða nótt, ég kem með ljósið hans

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi


jæja

búin að taka til á síðunni og ákvað að gera það þéttar framvegis. Ég er búin að afrita fleiri hundruð blaðsíður af gömlu bulli síðan áður en Hilmar lést. Þann 12 september sl var þessi síða ársgömul. Ég fann hérna smávegis orðsendingar frá gamalli tíð um strákana mína og þá Himmann minn. Ég á eftir að taka til í þessu og raða þessu upp í tímaröð. Þá sér maður ferlið í tímaröð. Ég set þetta svo annaðhvort hérna á aukasíðu eða annarsstaðar, kannski á gömlu síðuna mína.

Einn gestur á síðunni minni hefur misskilið eitthvað hér um daginn. Málið er að ég hótaði ekki að henda neinum bloggvini út - það var alveg öfugt. Hins vegar í sambandi við bloggvini þá tel ég mér alveg frjálst að setja út bloggvini sem ég á ekki skap við. Þannig á þetta að virka , bloggvinir manns eiga að vera þeir sem maður vill lesa hjá, á eitthvað sameiginlegt með. Bloggvinir eiga ekki bara að vera fastir á þeirri síðu sem þeir eru á. Það getur ekki verið tilefni til víðtæks harms ef einhver skutlar manni út sem bloggvini eða hvað ?

Þá kemur samviskuspurning til ykkar ; mynduð þið móðgast ef ykkur yrði hent út af bloggvinalista einhvers ?

Þá hafið þið það, ég hendi ykkur út ef mér líkar ekki málflutningur ykkar, líka ef það er af ykkur táfýla eða þið hafið gleymt að skipta um nærbuxur í viku ! Það er bara svoleiðis...en að öllu gríni slepptu þá er ég komin með of marga bloggvini og næ sjaldnast að lesa til hlítar hjá öllum. Það finnst mér leiðinlegt. Mér finnst að bloggvinir eigi að lesa hjá hver öðrum.

Mínar hugleiðingar um málefni fanga;

Ég skil vel að menn (konur líka) þurfi að afplána refsingu ef ekki er farið að leikreglum samfélagsins. Ef ég mætti ráða þessum málaflokki þá myndi ég breyta ýmsu.

Ég myndi dæma harðar í málum sem beinast að persónu fólks, ss morðum, líkamsmeiðingum, nauðgunum. Ég myndi ekki láta regluna um reynslulausn gilda um þá sem framið hafa morð af yfirlögðu ráði.

Fyrst og fremst myndi ég gjörbreyta inn í fangelsunum sjálfum með mikilli áherslu á að koma föngum í starfhæft ástand með mjög markvissum aðgerðum til að byggja þá upp. Fólk segir oft að fangar eigi ekkert gott skilið og það eigi bara ekki að eyða skattpeningunum í þá. Þessu er ég ósammála. Það er allra hagur að menn komi í góðu ástandi út úr fangelsum, þá eru mun minni líkur á að menn brjóti af sér aftur og fólk þyrfti kannski ekki eins mikið að óttast þá. Ég geri mér líka grein fyrir að ekki er unnt að koma öllum föngum á rétta braut en á meðan við sjáum svona um fangana þá er nánast engin von um að þeir komi betri út og þeir halda áfram að vera þessi ógn við löghlýðna borgara.

Það sem fór í mig um daginn voru ekki færslur bloggaranna sjálfra um mál mannsins sem strauk af Vernd heldur og takið eftir : komment við slíkar færslur. Þessi komment voru ekki bara um þennan ákveðna mann heldur fanga almennt. Kannski finnst þetta enn á síðu Jennýar, ég ætla allaveganna ekki að leita að þessu fyrir ykkur að sjá. Ég las þetta hjá Jennýu og svo á öðru bloggi en bara man ekki hvaða bloggi.

Hvaða bloggsíður eru til fleiri en mbl og 123, blogspot og blog.central ?


fly me to the moon

mig dreymdi þetta í nótt ;

 

Ég var búin að brjóta í mér allar tennur í neðri góð, meira að segja brúna líka. Ég vaknaði við að ég var að spýta út úr mér blóðugum tannbrotunum.

Hvað ætli þetta þýði ?

Annars er ég bara nokkuð góð. Gurrí, ég held að þú farir nokkuð nálægt líðan minni með "ofurumhyggju"kommentinu þínu þarna. Ég virðist vera súperviðkvæm fyrir ákveðnum málefnum og hefur tekist að vera mér hálfpartinn til skammar þar meðBlush Ég er líklega mun viðkvæmari en fólk telur svona í fljótu bragði hérna við lestur síðunnar. Það má nú kannski vera skiljanlegt en ég skal reyna að hemja mig og vera ekki að fá æðisköst opinberlega.

Ég á stóran klett hérna heima, ég get prufað að arga á hann. Hann er að vísu óvanur því en hann hlýtur að venjast því fljótt híhíhí.

Ég lagði mig eftir vinnu í dag og er bara spræk núna. Stefnan er að kíkja á Solluna mína í Keflavík um helgina og sjá nýju íbúðina. Ég ætla að reyna að smala Hjalla og Anítu með mér, þau hafa gott og gaman að því. Solla á 4 kettlinga sem eru komnir aðeins á legg.

Þakka ykkur fyrir kommentin ykkar. Ég les þau alltaf öll.

Kertasíðan hans Himma

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi


Hlýðinn hundum og fleira smálegt

Ansi var kalt úti í morgun þegar ég lagði af stað í vinnuna....brrr. Það er bara að verða kominn vetur.

Sat og glápti á sjónvarpið í gær, sá nú ekkert markvert í því en þegar desperate housewifes byrjaði þá kom fljótlega jólalag. Það var erfitt...mér varð á að hugsa til næstu jóla. Þá verð ég Himmalaus -fyrstu svoleiðis jólin síðan 1984, jólin áður en hann fæddist .

Hundurinn er hlýðinn. Steinar setti þá út í morgun. Allt í einu kemur Lappi á spretti inn og horfir montinn á Steinar. Hvað er að þér ? spyr Steinar. ,,Það var starrinn sem flautaði en ekki ég !  Segiði svo að hann sé ekki hlýðinn....gegnir fuglunum í garðinum.

Þið eigið eftir að sjá bjánalegustu færslur á síðunni minni, ég er að kroppa saman færslurnar og ætla að geyma þær. Held að ég sé búin að fjarlægja aftur til júlí 07. Þetta hefði verið auðveldara ef ég hefði ekki verið OF ofvirkur bloggari.

Takk fyrir góðar kveðjur og umburðarlyndi.

Munamunamuna= skrifa drauminn


Hef fátt að segja

ég er búin að gera það sem ég hafði ætlað mér. Taka saman færslurnar um Himma minn, það koma fleiri en ég þarf að geyma þessar þar til ég get lesið þær.

Ég hef hvergi stutt það að fangar taki ekki út dóm fyrir sín afbrot. Ég vil hins vegar að lögð sé áhersla á að það sé hægt að skila þeim betri út í þjóðfélagið, þá með betri og skilvirkari geðlæknaþjónustum og öðru slíku sem má betur fara. Þó að fangar séu með toppaðbúnað miðað við þá sem hírast í moldarkofum í svörtustu afríku, það kemur bara málinu ekki við. Ef Hilmar minn hefði verið í Saudi Arabíu þá hefði hann fyrir löngu verið orðinn útlimalaus. Við erum á Íslandi og okkur ber að sjá um ALLA okkar þegna. Líka þá sem eru eins og skítugu börnin hennar Evu. Ég get vel skilið að sárar tilfinningar fylgi því ef ástvinur er myrtur. Ég sé ekki einu sinni fyrir mér hvernig fólk á að lifa slíkan missi af. Heift og hefnigirni hjálpar áreiðanlega ekki, eins og reiðikast mitt hjálpaði mér ekki neitt. Mér leið bara mun verr en venjulega.

Ég veit vel um aðila á Litla Hrauni núna sem framdi svo ljótan glæp að það er ekki nokkur leið fyrir aðstandendur að fyrirgefa honum og ég ætlast ekki til þess að þau geri það.

Sonur minn var þjófur. Hann er dáinn. Ég er brotin innan í mér. Það getur verið að seinna þoli ég slíkar alhæfingar um fanga. Já og svo það sé á hreinu þá voru það yfirleitt komment við færslur sem ´brutu mig svona niður í dag. Ég get verið óþolandi viðkvæm fyrir dómhörku. Ég hef ORÐIÐ að kasta slíkum tilfinningum sjálf á haf út. Ástin til drengjanna minna sem ganga sífellt með vindinn í fangið er bara sterkari en slíkar leiðinda tilfinningar. Krakkana mína elska ég meira en allt.

Ég kem hérna með kertasíðuna elskurnar mínar og býð góða nótt. Vonandi verð ég skárri á morgun.

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi



afrit

Löngu vöknuð

mér tekst bara ekki að sofa nema nokkra klukkutíma í senn. Ég er búin að vera á fótum í meira en klukkutíma og ég var að vinna til miðnættis í gær ! Þetta fer nú að verða þreytandi ástand. Ég er samt ekki beint þreytt heldur bara finnst mér ég hafa allt of mikinn tíma til að hugsa þegar ég vaki svona mikið.

Þið krakkar, vinir krakkanna minna, sem komið hingað, já og aðrir líka. Það má taka þær myndir sem ég birti hérna, til þess eru þær meðal annars. Venjulega er fólki ekki vel við að teknar séu myndir af vefsvæðum þess en þá má hér.

Ég er annars bara sæmileg, ég fletti upp í www.gardur.is í gær, það getur maður fundið legstað allra. Ég setti það í næstu færslu fyrir neðan, það er fyrir þá sem vilja fara að leiði Hilmars. Þar er líka hægt að birta ítarefni og láta birta mynd og ég setti það í ferli. Ég gerði það líka á sínum tíma með hana mömmu, hún hét Stella Árnadóttir. Þið getið flett henni upp og séð hvað ég er að meina.

Svo fór ég að gá að einhverju á Íslendingabók og sá náttlega sjálfa mig og afkomendur, þar er komið inn að Hilmar sé látinn 2007. Það er óþægilegt að sjá þetta svona svart á hvítu.

Verð að þjóta

KOMIN:

Hjalli fann ekki þessa kisu, það var einhver kona sem fann greyið. Annaðhvort hefur henni verið hent út eða mamman þvælst með hana og týnt henni.

Ég var að búa til síðu hérna á bakvið, hún heitir Bók Hilmars. Þar er ég að reyna að raða saman færslum í röð síðan Hilmar lést. Mér sýnist samt að ég hafi tapað einum degi en það verður að hafa það.

Leiðbeiningar fyrir þá sem ekki eru moggabloggarar en langar að kvitta. Það er ekkert mál að kvitta, það er opið fyrir alla. Þið þurfið bara að leggja saman þessar 2 tölur =summudæmið þarna. Í flestum tölvum er reiknivél þannig að þetta ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Mér finnst gaman þegar fólk hefur fyrir því að kvitta þó það segi ekki neitt.


Annasamur dagur

margar heimsóknir hingað líka og mörg kerti á síðunni hans Hilmars. Mikið gleður það mig að fólk skuli allaveganna hugsa það lengi til okkar að það hafi tíma til að kveikja eitt ljós fyrir hann og okkur sem lifum hann.

Þessi dagur hefur ekki verið slæmur, hreint ekki. Ég (þessi mannafælna með myndavélafóbíuna) lét mig hafa það að láta taka af mér mynd. Ég er alveg hörð á því að reyna að knýja fram breytingar á innra skipulagi fangelsa á Íslandi. Ég ætla að vera litla þúfan sem veltir hlassinu. Lít hvort eð er út eins og þúfa með allt þetta hár !

Ég fékk yndislega heimsókn í dag. Hjalli og Aníta komu til mín í vinnuna með kettlingsstýri sem þeim áskotnaðist um daginn. Litla kisa fannst á vergangi, mér sýnist hún ekki vera nema 6-7 vikna og ætti auðvitað að vera hjá mömmu sinni. Hún er voða góð en mikið barn ennþá en það lagast vonandi. Þau eru með annan kisa, hann Kanil , og sú litla reynir að herma eftir Kanil. Þannig ætlar hún að læra að vera kisa.

gestur í vinnunni

Ég var svo þreytt í vinnunni hjá ömmu að ég sofnaði bara við að lesa moggann, í miðri auglýsingu !!

Þakka ykkur fyrir góðar kveðjur og hugsanir, þetta skilar sér allt saman.

Hann Hilmar er í Gufuneskirkjugarði, í reit

A-3-0038
Oj það var erfitt að fletta þessu upp !
Góða nótt og takk fyrir að gleðja mig í dag

 


jæja

Fyrsta skrefið er stigið, eða er þetta kannski skref nr 2 ?

Umfjöllun Vísis

Kveðja í bili, hef engu við þetta að bæta akkurat núna.

 

Himmi að keyra

Minni á ljósin hans og síðuna mammagamla sem eru hérna hægra megin efst. Ljósin hans eru kertasíða en hin eru gamlar færslur héðan. Byrja sama dag og við misstum Himmann okkar

 


Þið skrifið komment

og ég fer að hugsa til baka, þannig á það að vera er það ekki ?

Sigurlaug er að skrifa ágætan pistil hér í kommentin. Þegar hún minntist á vinkonur þá fór ég að hugsa. Ég á engar vinkonur ! Í mörg ár var ég á flækingi, ástæða þess skiptir ekki máli nú. En ég kynntist ekki vel fólki í kringum mig. Ég lét t.d. helst aldrei passa krakkana nema það væri vegna vinnu. Ég hef aldrei verið á djamminu eða neitt þannig og hafði þar með takmarkaða ástæðu til að fara út á lífið eins og það heitir. Þannig að þið sjáið að ég hef aldrei passað alveg með venjulegu fólki. Krakkarnir mínir voru og eru það sem skiptir mig máli í lífinu. Mér hefnist nokkuð fyrir þetta núna, amk að því leytinu að ég á engar vinkonur til að kvarta í....en viti menn, ég á moggabloggsíðu Errm

Svo þegar strákarnir fóru að lenda í vandamálum þá lokaði ég mig enn meira af. Fór bara ekkert...það var auðveldara en að reyna að útskýra hvar þeir voru, eða taka þá með og vita ekki hvað gerðist svo í heimsókninni. Hilmar átti til að taka það sem lá á glámbekk, Hjalli var svo skapstór að það fauk svo auðveldlega í hann með viðeigandi hávaða. Ég fór ekkert. Gömlu hjónin, foreldrar mínir, skildu ekki ofvirkni. Þetta hét óþekkt hjá þeim. Þangað þýddi ekki að fara með guttana mína. Og ég fór ekkert nema í vinnuna.

Steinar vill meina og er alveg viss um að þessi síða hérna hefur hjálpað mér. Hann hefur líklega rétt fyrir sér í því. Ég sagði honum að ég væri hætt við að gerast fyllibytta, æj hvað ég er feginn sagði hann og brosti. Við erum heppin með hvort annað, við erum svo miklir vinir og hann er svo traustur. Ég hef nú stundum spurt hann hvernig hann nenni að vera í þessarri fjölskyldu, hér er aldrei nein lognmolla. Það er bara gaman að þessu segir hann. Hér er líf og fjör ! Þá var Hjallinn okkar búinn að fá kast og Steinar þurfti að bjarga heimsljósinu honum Birni frá útrýmingu. Hjalli lenti bara í fangi þess gamla og var fastur þar. Meira mojið allt saman. En núna er Hjalli minn allur að lagast. Hann hefur átt mjög bágt við að missa stóra bróður sinn eins og við öll.

Nú ætla ég að bíta á jaxlinn og reyna að standa mig í að passa þau hin sem enn eru hérna megin. Ég ætla að reyna að sjá gleðina sem bíður, gleðina með að Hjalli er á réttu leiðinni, að Björn er svo yndislegur við mömmu sína,að Aníta er líka á réttu leiðinni og Solla mín og elskulegur Jón Berg eru svo dugleg og ætla að koma með eitt sólskin í fjölskylduna sína í nóvember. Ég ætla að reyna að sjá líka þetta góða þó svartnættið sé yfirþyrmandi.

Þið sem lesið, takk fyrir að vera vinkonur mínar. Það skiptir engu máli þó einhver ykkar séu karlar...hehe vinkonur samt !

 


komin á fætur

ég ætlaði að sofa lengur.

Birni leist ekki á hárgreiðsluna á mér áðan þegar ég kom fram. Hvað varstu að gera, spurði hann undrandi.,,Sofa" sagði ég. ,,á hausnum?" spurði hann. Ég fór og greiddi faxið. Málið leystist. Það er auðvitað ástæðan fyrir nafninu á síðunni,hross, ég er með hálfgert hrosshár. Við Bjössi erum bæði með afar gróft og þykkt hár. Ef hann klippir sig ekki stutt þá vex hárið á honum bara upp í himinhvolfið óáreitt. Hjalli er með ljósara hár og fær sætar krullur í það . Himmi var með einhvern lit þarna á milli og englakrullur þegar hann var lítill.

Við vorum í Grindavík í gær og ég var að fletta gömlum myndum af Himma. Hann er með sólskinbros á þeim öllum (ja nema þegar það var búið að taka margar í röð). Pabbi hans sagði einmitt að hann hefði ekki átt von á þessu með hann, hann hefði alltaf verið svo glaður ! Það er einmitt það sem gerir þetta líka svo erfitt....hann Himmi, glaði strákurinn. Svo erum við búin að liggja yfir því að skilja afhverju hann gerði þetta. Við teljum okkur vita það nú.

Birna Dís hittir nákvæmlega naglann á höfuðið þarna í kommenti við næstu færslu. Mann langar svo að slökkva á heilanum og sjálfum sér. Mann langar svo að losna við að líða svona herfilega illa. Ég geri mér samt grein fyrir að vín og pillur hjálpa ekki, ég var bara um daginn orðin svo þreytt á þessu ástandi. Mig langar bara í Himmann minn aftur,knú hann og passa hann.

Svo er vinnan sem bíður þessa vikuna og ég held að það sé meiri hjálp í því en víninu og pillunum. Ég vinn innan um góða kalla sem ég þekki orðið vel. Þeir hjálpa mér helling bara með að vera þeir sjálfir, það er ekki flóknara en það.



að horfa á heildarmyndina

tekst stundum ekki.

Ég vaknaði í morgun en þó ekki.

En ég tengdi ekki punktana.

Góð vinkona mín og systir í sorginni benti mér á samhengið.

Hið árlega sorgartímabil er að hefjast. Mér líður eins og ég beri ein allar sorgir heimsins.

Þannig er það þó alls ekki.

Ég þarf að skilja það.

Meðan ég hugsa um það þá ætla ég að hafa hægt um mig og prjóna.

Guð geymi ykkur


er enn á námskeiði

sem ég skráði mig þó aldrei á né hafði hinn minnsta áhuga á að sækja. En sumt gerist bara.

Lengi barðist ég við að finna MIG- eins og ég var áður en Himmi dó en það gekk ekki neitt. Flesta daga sofnaði ég ósátt og vaknaði svipuð. Ég lenti í þrasi á netinu og var alveg viss um að ég væri mesta fífl alheimsins, ég gæti einfaldlega ekki gert neitt rétt né lifað lífinu eins og skikkanleg manneskja. Á þessum dögum sá ég vel að leiðin hans Himma míns var ekki algalin. En mér ófær.

Ég ákvað að minnka tölvunotkun þegar ég komst að því að ummæli þessara kvenna sem voru hinir aðilar að þrasinu,  særðu mig þó ósönn væru. Tölvuna setti ég inn í herbergið sem Bjössi minn hafði áður en ekki lengur við sjónvarpið eins og áður var. Þetta lagaði en bara sumt.

Enn fór ég ósátt að sofa.

Ég tók bænabók og pistla herra Sigurbjörns með mér á náttborðið og náði að hugsa heilmikið í kringum þá enda fáir hans jafningar í orðsnilld.

Enn fór ég ósátt að sofa.

en svo stakk það mig. Ég get ekki ætlast til að ég verði söm og fyrr. Ég þarf að læra að lifa mínu lífi en ÁN Himma. Himma sem sífellt er í huga mér og hjarta.

Það hef ég verið að gera undanfarið. Og ég fer ekki ósátt að sofa. Ég er að reyna að læra að umbera þessa konu sem var mamma hans Himma og er mamma hans Himma englastráks.

Rosalega er kellan samt stundum erfið !

Ég hitti lítinn gutta í dag. Hann er 2 mánuðum eldri en Hilmar Reynir barnabarn. Faðirinn sat hér og ávarpaði son sinn.  Ég hrökk við og spurði ; hvað kallaðirðu drenginn ?

Faðirinn horfði frekar hissa á mig  og sagði ;  Hilmar Örn heitir hann...?!

Snjallt !

 


Búin að vera svolítið á spani

og það er viljandi. Það er vont að sitja og hugsa, hugurinn reikar alltaf eitthvað og fer á sára staði.

Í gær lést maður í fangaklefa. Það tók á að lesa þá frétt og síðan hef ég hugsað um þennan mann, fólkið hans. Mér finnst ekki eðlilegt að menn sem greinilega eru í afar miklu uppnámi séu skildir eftir í venjubundnu eftirliti, að ekki sé fylgst betur með þeim en þetta. Það þurfti að yfirbuga þennan mann með úða, það segir okkur að honum leið illa og var erfiður.

"það er litið eftir þeim á tuttugu mínútna fresti "               Kommon...

Það verður aldrei hægt að koma í veg fyrir sjálfsvíg í fangelsum. Ég set samt stórt spurningarmerki við aðbúnað þessa tiltekna manns. Líklega hefði hann átt í minnsta lagi að hitta lækni en í eðlilegum heimi hefði hann átt að vistast á bráðamóttöku geðdeildar.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

IceSave

við verðum að borga þetta

held að þessi samningur sé það skásta sem við komumst upp með

Egill Helga er með þetta...við getum ekki EKKIBORGAÐ....

Upp með hanskana, taka allt sem þessir kallar eiga sem áttu Landsbankann. Skila því öllu upp í IceSave...

Einn bankabjáninn ók í veg fyrir mig í liðinni viku, ég bremsaði en sagði svo þegar ég sá ökumanninn; andsk, ég hefði átt að keyra á aulann!!

En hann er sá fyrsti sem ég sé af óþverragenginu, hinir hafa allir gengið í björg.


Himmi minn

er einn þeirra 37 sem létust með þessum hætti árið 2007. Þá reyndi ég af veikum mætti að vekja máls á þessu hér. Mín trú er sú að umræða um sjálfsvíg geti hjálpað, að þeir sem hugleiða slíkt geti haft gott af því að sjá hversu erfitt það er fyrir aðstandendur.

Það veit sá sem allt veit að við, Himmafólk, höfum gengið í gegn um afar erfiða tíma og gerum enn. Elsku hjartans strákurinn hennar mömmu sinnar.

Enn er málið rannsakað fyrir austan. Með takmarkaðri virðingu fyrir lögreglunni á Selfossi þá hefur þetta tekið of langan tíma. Það er slæmt að Himmi hafi ekki verið meira virði í augum annarra en okkar sem að honum stóðu.

 


mbl.is Sjálfsvígum hefur ekki fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

undarlegar myndir

enda myndasmiðurinn sauður eða amk með kind í framættinni

gröfin hans Himma 2009 003

Hérna eru bræðurnir við gröfina hans Himma- þegar þessi er tekin þá er myndin á legsteininum akkurat 2ja ára. Tekin 21 maí 2007 -tæpum þremur mánuðum áður en Hilmar dó.

gröfin hans Himma 2009 002

Hérna er Solla mín með litla Hilmar sem kom með að heimsækja frænda sinn

Njótið helgarinnar, munið fundinn á Austurvelli klukkan 15.00.

(þið sjáið auðvitað gallann á myndunum, skuggarnir...við komumst svo seint uppeftir, ég var að vinna og svo átti ég eftir að baka pönnsur ofan í mitt fólk, þrír lítrar af mjólk fóru í pönnsur þannig að þið sjáið að þær urðu nokkrar hehe)


Hefði tekið mynd en hafði engan kubb

*astraltertugubb*

Nei ekki aldeilis.....

Ég fór áðan og setti englana hans Himma á sinn stað, breiddi yfir hann hvítu steinasængina og er ánægð.

Pönnsur á morgun, þá á duglegasti strákurinn afmæli og ætlar að verða 22ja ára....spes afmæli...hann er orðinn eldri en stóri bróðirinn hans varð á sinni æfi.

Njótið sólar og daganna

Bless!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband