Himmi minn

er einn þeirra 37 sem létust með þessum hætti árið 2007. Þá reyndi ég af veikum mætti að vekja máls á þessu hér. Mín trú er sú að umræða um sjálfsvíg geti hjálpað, að þeir sem hugleiða slíkt geti haft gott af því að sjá hversu erfitt það er fyrir aðstandendur.

Það veit sá sem allt veit að við, Himmafólk, höfum gengið í gegn um afar erfiða tíma og gerum enn. Elsku hjartans strákurinn hennar mömmu sinnar.

Enn er málið rannsakað fyrir austan. Með takmarkaðri virðingu fyrir lögreglunni á Selfossi þá hefur þetta tekið of langan tíma. Það er slæmt að Himmi hafi ekki verið meira virði í augum annarra en okkar sem að honum stóðu.

 


mbl.is Sjálfsvígum hefur ekki fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.6.2009 kl. 14:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 1.6.2009 kl. 16:13

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.6.2009 kl. 16:19

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú átt mína virðingu og aðdáun fyrir baráttu þína. Og mína samúð og virðingu fyrir sorg þinni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2009 kl. 16:52

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tek undir orð Lilju Guðrúnar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.6.2009 kl. 17:03

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú átt mína virðingu elsku Ragga mín og allt þitt fólk, þið eruð klettar.

Kærleikskveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.6.2009 kl. 17:08

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Raganheiður mín, ég get sagt þér að ég er í sífelldum ótta við að minn sonur taki þessa leið út.  Ég hef óttast það núna í mörg ár.  Og stundum þyrmir yfir mig og ég hugsa hvað ef ég fær tilkynningu um að einmitt þetta hafi gerst, hvernig mun ég bregðast við.  'Eg get sagt þér að ég bara veit aldrei hvenær eða hvort ég fæ svona tilkynningu.  Ég lifi með þessu hvern dag, bið fyrir honum og vona að loksins hafi hann komist yfir hjallan og geti tekist á við lífið sitt. 

Þannig er það bara.  Mig langar til að knúsa þig fast og lengi og langar líka til að geta tekið sársaukann frá þér, þann sársauka sem ég þekki allof vel mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2009 kl. 18:37

9 Smámynd: Ragnheiður

Hjartans Ásthildur, ég vona að hann geri þetta ekki. Þetta er svo gríðarlega sárt.

Kæru vinir mínir, takk fyrir innleggin ykkar hér

Dropinn holar steininn og það tekur tíma

Ragnheiður , 1.6.2009 kl. 19:39

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta er þungbært elsku Ragga mín.  Lilja segir það sem ég vildi sagt hafa síðan tek ég utan um þig í huganum og sendi þér ljós.

Ía Jóhannsdóttir, 1.6.2009 kl. 20:22

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 1.6.2009 kl. 21:13

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 21:27

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Megi almáttugur Guð gefa þér styrk og lækna öll þín sár.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2009 kl. 23:31

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.6.2009 kl. 23:33

15 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæl Ragnheiður.

Það er örugglega rétt hjá þér að meiri umræða um sjálfsvíg mundi hjálpa. Ég hef grun um að hún gæti að einhverju leyti virkað sem forvörn. Nú er erfitt að gera sér í hugarlund angist þeirra sem taka sitt eigið líf en það liggur í hlutarins eðli að þeir sjá enga framtíð lengur sem þeim þykir vert að takast á við. Meiri umræða og opnari gæti e.t.v skilað sér til þeirra sem svona er ástatt um að þeir eru tæpast einir í ráðum þegar upp er staðið, ennfremur gæti hún vísað þeim á aðstoð eða eflt kynningu á úrræðum fyrir þá sem eru í þessum hugleiðingum.  Vissulega hefur þetta batnað síðustu ár, en hér þarf meira til eins og þú bendir á. Málið snýr líka að aðstandendum sem upplifa ólýsanlegar hörmungar í kjölfar svona atburða og ganga síðan um í einskonar þagnarmúr. Fólk er feimið við að ræða þessa hluti vitandi hvað sorgin er erfið, það óttast að valda aðstandendum enn meiri sorg og vanlíðan með því að opna á hlutina og því verður þögnin ofaná. Það er í raun stórmerkilegt hvað maður rekst sjaldan á fregnir eða tölur um það hversu margir taka líf sitt árlega, á meðan maður les daglega um aðgerðir lögreglu til að afstýra umferðaróhöppum og síðan um þau sem slík náttúrulega. Mannfallið er af sömu stærðargráðu. Stundum dettur manni í hug að einn angi málsins sé að fjalla ekki um sjálfsvíg af ótta við að umræðan hafi kynningargildi og gæti aukið þau. En þá hlið þekki ég ekki frekar.

Langar bara að þakka þér og hrósa fyrir opinskáa umfjöllun um þinn missi og tek ofan fyrir þér um leið og ég votta þér samúð mína.

Ólafur Eiríksson, 2.6.2009 kl. 00:13

16 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég veit að umfjöllun þín hefur örugglega gert gott. Ég get nú engu bætt við það sem fólk segir en þú átt virðingu mína.

Guð veri með þér og þínum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.6.2009 kl. 00:19

17 identicon

Æi þetta er svo vont.Umræða gerir gagn.En sjálfsvíg er oft skráð sem slys og það gefur rangar tölur.Ég þekki til dauðsfalla þar sem það var sjálfsvíg en er ekki skráð sem slíkt, vegna aðferðarinnar.Það er ekki rétt tala sem er opinber því miður ,frekar en upplýsingar um hve margir fara vegna læknadóps.Það viðrist vera eitt að stóru leyndarmálum landlæknisembættis.Furðulegt að það skuli ekki vera hægt að segja hlutina eins og þeir eru.

Þú ert svo dugleg,það er ekki  auðvelt að ganga í gegnum svoa mikinn missi.Maður verður aldrei samur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 10:50

18 identicon

Það hefur nú hvarflað að manni sú hugsun að þeir séu ekki að rannsaka neitt fyrir austan. Því miður.

Minn hótar þessu reglulega og ég er eiginlega orðin ónæm fyrir þessum hótunum. En samt kemur upp spurningin aftur og aftur :hvað ef hann gerir alvöru úr þessu núna. Hann er núna á biðlista á 33A og vona ég að hann komist inn sem fyrst.

Knús og klús mín kæra

Kidda (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 11:33

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mínar innilegur samúðarkveðjur!

Ég tók hinsvegar eftir að það erum rúmlega 1 sjálfsvíg á mánuði...það þykir mér mikið?  Við erum eins og lítið þorp í Evrópu (300.000 manns) og eigum að vera náin og jafnvel skyld?

Það er greinilega eitthvað að!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.6.2009 kl. 16:32

20 Smámynd: Ragnheiður

Alveg rétt Anna mín, meira en einn hvern mánuð og eins og Birna segir, áreiðanlega mikið vantalið. Margt skráð á annan veg.

Kærar þakkir fyrir ykkar innlegg.

Það hringdi í mig í dag kona frá blaði, ég hafði engan tíma til að tala við hana og var heldur snubbótt í símann. Kannski verð ég í viðtalsstuði seinna, ekki núna eins og er.

Ragnheiður , 2.6.2009 kl. 18:15

21 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég er ekki í neinum vafa um að skrif þín hafa opnað augu margra fyrir því hve hræðilegt hvert sjálfsmorð er. Það er svo auðvelt að líta til hliðar en ekki þegar maður les bloggið þitt. Ég man eftir fréttinni um hann Himma þinn og ég man að ég hugsaði með mér hve sorglegt það er að enda líf sitt á þessum stað, en hugsaði líka með mér hve ég var fegin að þetta var enginn sem ég þekkti...

Það er hinsvegar alveg greypt í huga minn þegar ég las einhvern tímann frétt um hve margir höfðu farist í umferðarslysum, það var hræðileg tala og umræðan í þjóðfélaginu eftir því, en um svipað leyti var frétt um fjölda sjálfsmorða og sú tala var helmingi hærri en hin, það skapaði hinsvegar enga sérstaka umræðu. Rétt eins og sjálfsmorð væru eitthvert náttúrulögmál sem varla þyrfti að ræða.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 4.6.2009 kl. 16:43

22 Smámynd: Ragnheiður

Nákvæmlega Bidda, og fjölskyldurnar líða fyrir. Þess vegna hef ég stundum talað um ólögleg fórnarlömb...

Ragnheiður , 4.6.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband