er enn á námskeiði

sem ég skráði mig þó aldrei á né hafði hinn minnsta áhuga á að sækja. En sumt gerist bara.

Lengi barðist ég við að finna MIG- eins og ég var áður en Himmi dó en það gekk ekki neitt. Flesta daga sofnaði ég ósátt og vaknaði svipuð. Ég lenti í þrasi á netinu og var alveg viss um að ég væri mesta fífl alheimsins, ég gæti einfaldlega ekki gert neitt rétt né lifað lífinu eins og skikkanleg manneskja. Á þessum dögum sá ég vel að leiðin hans Himma míns var ekki algalin. En mér ófær.

Ég ákvað að minnka tölvunotkun þegar ég komst að því að ummæli þessara kvenna sem voru hinir aðilar að þrasinu,  særðu mig þó ósönn væru. Tölvuna setti ég inn í herbergið sem Bjössi minn hafði áður en ekki lengur við sjónvarpið eins og áður var. Þetta lagaði en bara sumt.

Enn fór ég ósátt að sofa.

Ég tók bænabók og pistla herra Sigurbjörns með mér á náttborðið og náði að hugsa heilmikið í kringum þá enda fáir hans jafningar í orðsnilld.

Enn fór ég ósátt að sofa.

en svo stakk það mig. Ég get ekki ætlast til að ég verði söm og fyrr. Ég þarf að læra að lifa mínu lífi en ÁN Himma. Himma sem sífellt er í huga mér og hjarta.

Það hef ég verið að gera undanfarið. Og ég fer ekki ósátt að sofa. Ég er að reyna að læra að umbera þessa konu sem var mamma hans Himma og er mamma hans Himma englastráks.

Rosalega er kellan samt stundum erfið !

Ég hitti lítinn gutta í dag. Hann er 2 mánuðum eldri en Hilmar Reynir barnabarn. Faðirinn sat hér og ávarpaði son sinn.  Ég hrökk við og spurði ; hvað kallaðirðu drenginn ?

Faðirinn horfði frekar hissa á mig  og sagði ;  Hilmar Örn heitir hann...?!

Snjallt !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þarna mætti segja mér að þú værir á réttri braut! Vitaskuld er kellan stundum erfið. Annað væri ekki sanngjarnt.

Gangi þér vel að feta þessa nýju braut Ragga mín

Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 24.6.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Dúa

Kellan ábyggilega ekki svo erfið heldur aðstæður. Smúts á þig tjéddlíng

Dúa, 24.6.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.6.2009 kl. 01:04

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú hefur nú alltaf verið á réttu brautinni elskan, það getur engin gert að því þótt aðstæður kippi manni af henni og misjafnlega lengi tekur það fólk að koma sér á hana aftur, og það er bara allt í lagi, en mikið líður manni vel er batinn fer að koma.
Kærleik til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2009 kl. 08:36

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 25.6.2009 kl. 13:52

7 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Mikið óskaplega lýsir þú líðan þinni vel og hvernig þú hefur verið að vinna í þessum erfiðu tilfinningum sem togast á í huga þínum daga og nætur. Þetta er erfitt ferðalag að vinna úr þeim og þú ert greinilega búinn að finna veginn en ert rétt að hefja gönguna. Mundu bara að tilfinning getur hvorki verið rétt eða röng. Hún er alltaf sönn. Tilfinningar eru ósjálfráð viðbrögð. Taktu á móti þeim og láttu engan segja þér að þú hafir rangt fyrir þér að hafa þessar tilfinningar eða aðrar. Þetta er erfið vinna og þú ert alveg ótrúlega sterk dugleg og sterk kona. Kærleikskveðjur til þín, mín kæra.

Sigurlaug B. Gröndal, 25.6.2009 kl. 14:32

8 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.6.2009 kl. 16:21

9 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar

Ragnheiður , 25.6.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband