minningargreinarnar hans Himma

Þriðjudaginn 4. september, 2007 - Minningargreinar

Hilmar Már Gíslason

Hilmar Már Gíslason fæddist í Keflavík 16. nóvember 1985. Hann lést 19. ágúst sl.

Foreldrar hans eru Ragnheiður Hilmarsdóttir f. 17. 10. 1962 og Gísli Sigurgeir Hafsteinsson f. 13 5. 1945. Þau skildu. Systkini Hilmars, sammæðra eru Hjördís Edda f. 30. 10. 1981, Sólrún Björk f. 6. 3. 1983, Hjalti Þór f. 21. 5. 1987 og Björn Gísli f. 30. 3. 1988. Systkini Hilmars samfeðra eru Helga, Helga Bylgja, Hafsteinn, Herborg, Matthildur, Hafþór, Sigþór, Hrólfur, Auður, Sverrir og Ásta Sigríður.

Foreldrar Ragnheiðar eru Hilmar Mýrkjartansson og Stella Árnadóttir látin 2002. Foreldrar Gísla voru Hafsteinn Björnsson og Þórdís Helgadóttir. Þau er bæði látin.

Fósturfaðir Hilmars er Steinar Jónsson f. 13. 4. 1958.

Fósturmóðir Hilmars er Heiður Sverrisdóttir f. 14. 8 1970.

Útför Hilmars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 4. september, og hefst athöfnin kl. 13.

Elsku hjartans drengurinn minn.

 

Mikið óskaplega er þetta erfitt allt saman, að fá ekki að sjá fallega brosið né prakkaraglampann í augunum framar. Þú varst svo yndislegur. Allir sem þekktu þig elskuðu þig á einn eða annan hátt. Þú varst hrókur alls fagnaðar þar sem þú komst, það lifnaði allt við í kringum þig og allir veltust um af hlátri.

Nú þurfum við sem bíðum að læra að lifa lífinu upp á nýtt. Það verður svo margt öðruvísi en áður en einhvern veginn finnum við leið til þess.

Það eiga svo ótrúlega margir um sárt að binda við fráfall þitt. Nú ertu kominn úr öllum sársauka og kominn inn í ljósið.

Elskan mín, lífið reyndist þér þrautaganga en í gegnum allt skinu gæðin þín.

Drottinn er minn hirðir, mig mun

ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann mig

hvílast,

leiðir mig að vötnum,

þar sem ég má næðis njóta.

Hann hressir sál mína,

leiðir mig um rétta vegu

fyrir sakir nafns síns.

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,

óttast ég ekkert illt,

því að þú ert hjá mér,

sproti þinn og stafur hugga mig.

 

Þú býr mér borð

frammi fyrir fjendum mínum,

þú smyr höfuð mitt með olíu,

bikar minn er barmafullur.

Já, gæfa og náð fylgja mér

alla ævidaga mína,

og í húsi Drottins bý ég

langa ævi.

(23. Davíðssálmur.)

Nú ertu búinn að hitta alla þá sem hafa farið á undan þér og ert líklegast kominn í viðgerðir í himnaríki með Hafþóri bróður þínum. Það voru þínar ær og kýr, skrúfa í sundur, laga og gera við.

Elskan mín, þar til við hittumst aftur. Mamma elskar þig ávallt.

Mamma.

 

Elsku Hilmar okkar. Að sitja hér og vita að við fáum aldrei að sjá þig aftur er svo erfitt og sárt.

En minningin um góðan og ljúfan strák lifir í hjörtum okkar. Hér sitjum við og minningarnar streyma fram í hugann. Þú áttir heima hjá mömmu þinni þangað til þú varst 9 ára en þá komst þú til pabba og mömmu Heiðar. Þú varst voða spenntur því það var von á litlu barni hjá okkur.

Og þegar Auður fæddist stóðst þú þig eins og hetja í hlutverki bróður og varst alltaf svo góður við hana.

1997 fluttum við svo til Grindavíkur og þú eignaðist þinn langbesta vin, hann Kristin og þið brölluðuð mikið saman. Svo kom að því að annað barn var í vændum á heimilinu og þig langaði svo að fá lítinn bróður bara til að þú gætir leikið við hann í bílaleik og kennt honum allt um bíla. Ó, hvað ég var fegin þegar ósk þín rættist og Sverrir Breiðfjörð fæddist og þú svo glaður þegar pabbi hringdi og sagði þér að það væri fæddur strákur. Auðvitað komst þú með alla bíla á heimilinu til hans og lékst við hann í bílaleik og hann er svo líkur þér með bíladellu eins og hún best gerist.

Svo fæddist Ásta Sigríður og þú hafðir svo miklar áhyggjur af litlu fótunum hennar því að það var þannig að enginn mátti finna til í kringum þig.

Það er svo minnisstætt þegar þú komst og varst hjá okkur í dálítinn tíma á Patró þegar þú varst um 5 ára og við löbbuðum heim til ömmu Ástu sem var bara í næstu götu og þú spurðir 20 sinnum á leiðinni hvort við værum að verða komin. Svo þegar þú hittir loksins ömmu þá sagðir þú: Ert þú mamma Heiðar og svarið var já. Þá horfðir þú upp og sagðir: Ert þú þá ekki amma mín og þú talaðir alltaf um ömmu Ástu og afa Sverri. Andlát afa Sverris var þér erfitt og við erum viss um að þú hefur fundið hann afa Sverri í þessum nýja heimi og marga fleiri ástvini sem farnir eru á undan þér.

Þú varst alltaf svo duglegur strákur sem lýsir sér best í þegar þú varst um 10 ára og þú fórst með pabba til að skipta um dekk á bílnum okkar. Þú vildir ólmur fá að gera þetta fyrir pabba og pabbi ákvað að leyfa þér að prufa. Þú settir tjakkinn undir og upp með bílinn og losaðir allar rærnar af og dekkið undan. Svo náðir þú í nýja dekkið og settir það undir, rærnar á og niður með bílinn. Þá stóðst þú fyrir framan pabba þinn stoltur strákur og ekki var pabbinn minna stoltur að strákurinn hans gat gert þetta en skítugur varstu eftir þetta og ekki var gerð nein tilraun til að þvo buxur og jakka eftir þá vinnu.

Þú varst með óþrjótandi bíladellu og varst sérfræðingur í öllu sem kom bílum við og var þetta þitt mesta áhugamál.

Jæja, elsku strákurinn okkar, vonandi hefur þú fundið ljósið og friðinn í þínum nýja heimi. Þín er sárt saknað, elsku gullið okkar.

Pabbi og mamma (Heiður).

 

Himmi stóri bróðir okkar er dáinn og langar okkur að skrifa litla bæn til hans sem er svo falleg.

Englar drottins yfir þér vaki

enginn svo þig skaði saki

verði þér bæði vært og rótt

sá sem krossinn bar á baki

blessi þig og að sér taki

guð gefi þér góða nótt.

Elsku Hilmar stóri bróðir, við söknum þín svo mikið og geymum allar góðu minningarnar um þig í hjörtum okkar.

Sofðu vært, elsku bróðir.

Þín systkin,

Auður, Sverrir og Ásta.

 

Elsku bróðir

Núna hefst erfiðasta kveðjustund sem ég hef upplifað.

Aldrei datt mér í hug að ég myndi þurfa að kveðja þig á þennan hátt, því þú varst svo lífglaður og brosmildur.

Þegar ég sit og hugsa til þín minnist ég ávallt hvernig andlitið ljómaði þegar þú brostir líkt og bjartur sumardagur.

Ég man ætíð hversu góður þú varst við allt og alla. Þegar þú sást stóru systur þína leiða eða sára varstu ekki lengi að koma skoppandi með bros á vör og gafst mér stórt knús eða klús eins og þú kallaðir það.

Þú varst svo góður og hjartahlýr, engum mátti líða illa í kringum þig.

Yfirleitt áttum við ekkert nema góðar stundir saman. Okkur leiddist aldrei þó við hefðum ekkert að gera. Þá spratt ímyndunaraflið fram og fórum við í alls konar leiki.

Ég passaði þig oft sem barn og gekk það nú misvel. Þú varst ekta strákur, grallari og algjör prakkari.

Uppátækin þín voru margvísleg. Stundum kom það fyrir að ég týndi þér en ekki þurfti ég að leita að þér lengi. Rölti bara út á bílaplanið og þar varstu að reyna að fá að keyra alla bílana sem þar stóðu. Þú og bílar voru eitt frá upphafi.

Núna sit ég eftir og hugsa stöðugt um þig. En eitt er víst, þótt að þú sért farinn úr þessum heimi þá áttu ætíð eftir að vaka yfir þeim sem þér þótti vænt um.

En þó að árin hafi ekki verið eins mörg og ég vildi er ég þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér.

Hvíldu í friði, elsku Hilmar.

Þín systir,

Sólrún.

 

Elsku bróðir.

Nú kveð ég þig með söknuð í hjarta. Það er rosalega erfitt að kveðja þig, Himmi minn, en svona virðist þetta verða að vera. Ég elska þig af öllu mínu hjarta, kæri bróðir, og veit þú munt vaka yfir okkur þar til við yfirgefum þetta líf og sameinumst þér á ný.

 

Drottinn er minn hirðir, mig mun

ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann mig

hvílast,

leiðir mig að vötnum,

þar sem ég má næðis njóta.

Hann hressir sál mína,

leiðir mig um rétta vegu

fyrir sakir nafns síns.

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,

óttast ég ekkert illt,

því að þú ert hjá mér,

sproti þinn og stafur hugga mig.

 

Þú býr mér borð

frammi fyrir fjendum mínum,

þú smyr höfuð mitt með olíu,

bikar minn er barmafullur.

Já, gæfa og náð fylgja mér

alla ævidaga mína,

og í húsi Drottins bý ég

langa ævi.

(23. Davíðssálmur.) Þinn bróðir,

 

Hjalti.

 

Drottinn vakir, Drottinn vakir

daga' og nætur yfir þér.

Blíðlynd eins og bezta móðir

ber hann þig í faðmi sér.

Allir þótt þér aðrir bregðist,

aldrei hann á burtu fer.

 

Drottinn elskar, - Drottinn vakir

daga' og nætur yfir þér.

Löng þá sjúkdómsleiðin verður,

lífið hvergi vægir þér,

þrautir magnast, þrjóta kraftar,

þungt og sárt hvert sporið er,

honum treystu, hjálpin kemur,

hann af raunum sigur ber.

 

Drottinn læknar, - Drottinn vakir

daga' og nætur yfir þér.

Þegar freisting mögnuð mætir,

mælir flátt í eyra þér,

hrösun svo þig hendir, bróðir,

háðung að þér sækja fer,

vinir flýja, - æðrast ekki,

einn er sá, er tildrög sér.

 

Drottinn skilur, - Drottinn vakir

daga' og nætur yfir þér.

Þegar æviröðull rennur,

rökkvar fyrir sjónum þér,

hræðstu eigi, hel er fortjald,

hinum megin birtan er.

Höndin, sem þig hingað leiddi,

himins til þig aftur ber.

 

Drottinn elskar, - Drottinn vakir

daga' og nætur yfir þér.

Hinsta kveðja

Aníta.

 

Það sem englarnir syngja sefur þú

 

sefur í djúpinu væra.

Við hin sem lifum í trú

á að ljósið bjarta skæra

veki þig með sól að morgni

veki þig með sól að morgni

 

Drottinn minn faðir lífsins ljós

lát náð þína skína svo blíða

Minn styrkur þú ert mín lífsins rós

tak burt minn myrka kvíða

Þú vekur hann með sól að morgni.

Þú vekur hann með sól að morgni

 

Faðir minn láttu lífsins sól

lýsa upp sorgmætt hjarta.

Hjá þér ég finn frið og skjól.

Láttu svo ljósið þitt bjarta

vekja hann með sól að morgni

vekja hann með sól að morgni

 

Drottinn minn réttu sorgmæddri sál

svala líknarhönd

og slökk þú hjartans harma bál

slít sundur dauðans bönd

svo vaknar hann með sól að morgni

svo vaknar hann með sól að morgni.

 

Farðu í friði vinur minn kær

faðirinn mun þig geyma

Um aldur og ævi þú verður mér nær

aldrei ég skal þér gleyma.

Svo vöknum við með sól að morgni

svo vöknum við með sól að morgni.

(Bubbi Morthens)

Hvíl í frið, elsku kallinn minn og Guð geymi þig

Fjölskyldu Hilmars sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur

Arnór (Nóri.)

 

 


Lokafærslan hér

en maður á aldrei að segja aldrei.

Hérna hef ég safnað saman helstu færslunum eftir að Himmi dó. Ég vildi hafa þær aðgreindar frá blaðrinu á blogginu mínu, þá getur fólk kannski lesið þær en sleppt bullinu um hundinn og kettina, kallinn og krakkana, líkþornin og fjármálin og og og........

Bloggvinkona mín var að missa son sinn. www.lady.blog.is

Hennar spor verða svo ofsalega erfið og mér fannst hún hafa liðið nóg í sínu lífi áður en þetta kom í viðbót.

rosecandlesHugur minn er hjá þér elskuleg.

Ljósasíðan hans Himma er enn til -ég leit á hana í gær og sá kerti sem gladdi mig mikið. Málið er að við Sigga vissum fyrir nokkuð löngu (ekki alla tíð samt) að við ættum amk 2 bræður. Annar kom í ljós á facebook um daginn og við höfum verið að reyna að kynnast aðeins, allir voða feimnir og svona. En Kristján bróðir kveikti á kerti fyrir frænda sinn.


20.09.07

áðan og tókum til á leiði Hilmars. Fjarlægðum kransana, þeir voru orðnir svo ljótir. Það eina sem er á leiðinu hans núna er rauða rósin sem Birna Dís kom með í morgun.

Hjalli hinn ólánsami kom hingað í fylgd með fullorðnum í dag. Hann á ekki að vera að keyra. Hann er að standa sig vel kallanginn minn og vill allt fyrir mömmu sína gera. Við ræðum líka hreinskilnislega um það að missa og hræðsluna í mér við að enda með að missa hann líka. Hann hefur verið í svo miklum áhættuhóp. Hann skilur mömmu betur nú.

Ég las í blaði í morgun frétt sem var mjög jákvæð. Strákar á Skólavörðustíg eru komnir í hópefli, þeir standa saman og styðja hvern annan. Mikið fannst mér þetta falleg frétt. Áfram strákar !!

Ég held að það sé ekki meira sem ég hef ætlað að segja ykkur akkurat núna. Ég hafði gott af skælinu í dag og það er friður í sálinni núna.

Munið Himmaljósin fallegu og kvitt fyrir innlitin.


20.09.07

fer í að eiga bágt, ég á mynd af honum sem er tekin örstuttu fyrir andlátið og hún er sorgleg. Ég hef horft á hana í dag og þá skæli ég bara. Það er líka allt í lagi. Ég er ein í friði heima og þarf að fá smá tíma líka fyrir mig, tíma til að eiga bágt og syrgja þennan elskulega son minn.

Ég fann góðan vin á annarri síðu. Hann ætlar að koma og vera hér á blogginu mínu í dag.

 

Angel came down from heaven yesterday

20.09.07

Ég er nebblega ógreidd og á náttkjólnum !

Hún Heiða gladdi mig í morgun (www.skessa.blog.is) Hún hittir svo gjörsamlega naglann á höfuðið í dag.

Ég er nokkuð viss um að ef ég færi fram á vefnum að fólk skrifaði undir áskorun um að bæta sálgæslu í fangelsum og byggja nýtt fangelsi fyrir yngstu afbrotamennina þá fengi ég ekki svona margar undirskriftir eins og áskorunin um Randver fær.

Málið er að fólk er oftast til í að skrifa sig á dægurmála áskoranir en þegar dauðans alvara blasir við þá koðna mótmælin oftar niður.

Ég vil líka stórauka það sem gæti heitið endurhæfing í fangelsum. Hilmar minn var t.d. þannig að hann kunni ekki að stjórna ofvirkninni sinni. Það hefði hann þurft að læra betur á. Í dag veit fólk mun meira um ofvirkni en það gerði. Hann var settur á lyf en það eitt er ekki nóg þegar ungir mann neita svo lyfjagjöf. Þegar hann hætti á lyfjunum þá var hann eins og blaðra,full blaðra sem maður sleppir áður en maður er búinn að binda hnútinn á hann. Blaðran fer um allt þar til loftið er búið.

Ég hef sagt ykkur að Hilmar var góðhjartaður, hann var stundum einum of góðhjartaður. Ef ég hefði t.d. sagt honum að JóiJóns væri vondur við mig og skuldaði mér aura þá hefði Hilmar brugðist við. Hann hefði ekki lamið Jóa en hann hefði farið og sótt eitthvað af eigum hans í bætur. Hálfgerður Hrói Höttur...á skakkan máta. Þá sagði mamma oft; Himmi minn, það má ekkert gera svona ! Þú lendir bara endalaust í klandri !! Já en mamma, veistu ekki hvað hann var búinn að gera við (einhvern vininn) ??. Hann vildi réttlæti en fór kolvitlaust í það...kolvitlaust.

Í fyrra varð hann var við að systir hans var eitthvað blönk. Hann sendi vinkonur sínar með aura og keypti af henni bílinn. Hann bjargaði málum þar. Þá sat hann inni og fékk einmitt viðbótardóm meðan hann sat inni.Það fannst honum erfitt þá. Það sama var að gerast nú, núna gat hann það ekki og gafst upp. Ég var að skoða færslur á gömlu bloggi síðan þá og ég sé að mamman gat þetta þá tæplega heldur. Ég hef verið farin að hlakka svo til að hitta hann og varð greinilega mjög sár þegar hann varð að vera lengur.

Hann var fyrst dæmdur 2004 og hann lést 2007. Þetta er ekki langur tími. Ég hef þá trú að ef það hefði verið hægt að gera eitthvað annað í hans málum þá hefði hann kannski náð betri tökum á sjálfum sér. Hann var ráðvilltur ungur maður með hjarta úr gulli, það vita allir sem þekktu hann.

Ég lokaði öðrum kafla í sorgarsögunni í gær, ég greiddi reikning útfararstofunnar. Þá er það frá.


20.09.07

Candle on plate

 

Það kannski stækkar ef þið smellið á það, nú annars hafið þið bara viljann fyrir verkið að þessu sinni. Ég er alls ekki nógu klár að finna myndir, ekki eins og Jenný eða Ásdís.

Dagurinn á morgun er skipulagður í slugs, ég þarf einn svoleiðis dag. Það verður nokkuð mikið um að vera á föstudaginn hins vegar. Helgin á líka helst að vera róleg.

Ég sé ykkur, sé ykkur og finn stuðninginn. Fyrir það er ég óskaplega þakklát, ef ykkar nyti ekki við þá væri ég mun verr á mig komin. Það er ég viss um.

Munið, ég sé ykkur svona

bloggvinirnir

og sérstaklega þegar það eru komin fleiri en 200 kerti á síðuna hans. Endilega kveikið á kertunum og látið vita af ykkur í kommentunum, þið gerið ykkur líklega ekki grein fyrir hvað það er mikill styrkur.

Nú er þessi minnisvarði kominn og farinn, það er mánuður síðan hann lést.

KLÚS í nóttina og Guð geymi ykkur öll.


19 sept 2007

og með kökkinn í hálsinum. Eitthvað hefur sett mig svo algerlega úr jafnvægi síðan í gærkvöldi. Það var samt svo ómerkilegt sem ýtti boltanum af stað...svo hefur bara safnast utan á skömmina síðan þá.

Sem betur fer þá er ég að vinna síðustu vaktina í bili...ég þarf endalaust að hvíla mig, úthaldið er ekkert.

Hjalli minn var eitthvað þungur áðan. Mamman sökk alveg innan í sér. Það á að kvarta í mömmu sagði ég við hann. Hann hefur oft barist við þungt skap.

Hilmar var hins vegar allt öðruvísi. Hann var svo kátur að manni datt ekki í hug að hann færi þessa leið.

Æj andsk....ferlega verð ég svört innan í mér stundum !


19.09.2007

Þessir ungu menn sem berjast við sjúkdóma þurfa aðstoð -aðstoð okkar hinna. Hún Benna mín, sem mér þykir endalaust vænt um, skrifar í gær átakanlega færslu á bloggið sitt. Hérna er færslan hennar .

Ég er svo sorgmædd yfir þessu og finn svo til með fólkinu hans. Vesalings strákurinn....við þurfum að finna leið til að hjálpa þessum strákum. Flestir eru þeir bara hræddir, ungir menn og vilja snúa við blaðinu. Við það þarf að hjálpa þeim og ég myndi vilja sjá annað úrræði en fangelsi fyrir þá.

Það er auðvitað ekki í lagi að menn séu harðar dæmdir fyrir þjófnaði en brot gegn fólki ss nauðganir og þess háttar glæpi.

Æj ég er alveg með kökk í hálsinum.

Megi Guð vera með fjölskyldu þessa unga manns og vonandi tekur einhver annar hjartahlýr strákur við honum í himnasal og heldur utan um hann, passar hann.


19.09.07

Hann hefur verið lengi að líða, hann hefur líka verið erfiður, hann hefur verið sorglegur og hann hefur verið leiðinlegur.

Vesalings Himminn minn...

Þessi mynd hjálpar mér og minningin um þann dag.

Hilmar

Hilmar, Hjalti og Björn.

Ég er auðvitað eins og allar aðrar mömmur, finnst mínir krakkar sætastir hehehe. Mömmur eru svoleiðis.

Þið voruð dugleg að kvitta við síðustu færslu og megið vera það áfram. Ljósin hans Himma míns eru líka í fullu gildi og þá má setja fleiri en eitt á mann. Þau loga bara hvert í 48 tíma. Ég var að gá á síðuna hans og hann á 188 kerti. Mikið vildi ég að hann gæti séð þetta, hvað það eru margar góðar manneskjur til sem sjá sorgina í andláti hans. Elsku karlinn hennar mömmu sinnar...


18.09.07

ég er kannski að gera of mikið á of knöppum tíma ? ég veit það ekki alveg....

Í kvöld er ég eins og undin tuska...þoli takmarkað mótlæti og er bara þreytt.

Ég verð betri í fyrramálið þegar ég vakna, það er ég viss um.

Munið kertasíðuna hans. Linkurinn er þarna uppi.

Takk fyrir hlýjar kveðjur og góð komment. Þið megið vera aðeins duglegri við að kvitta hérna. Það er nóg að setja eitt svona Heart ef þið vitið ekki hvað þið eigið að segja.

Ég er svo einföld að það gleður mig.

KLÚS í nóttina ( eins og Himmi hefði sagt þegar hann var minni )


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband