á báðum áttum

ek ég eftir þjóðvegi...

á báðum áttum.

Þessi dagur byrjaði á báða vegu. Við það að skreiðast fram úr í morgun komst ég að nokkru sem ég veit af fenginni reynslu að kostar læknisheimsókn. Þannig ætlaði ég nú ekki að byrja þennan dag. En þá er að finna æðruleysið og kjarkinn og reyna að brosa sig út úr því.

Ég stofnaði síðu í gær sem heitir www.gledibankinn.blog.is

Það var bara til gamans gert. Síðan er nafnlaus og þess vegna kemur nafnið mitt ekki þar fram. Henni er ætlað að vera til skemmtunar eingöngu.

Ég reykti alveg rosalega í nótt. Það munaði minnstu að ég vaknaði með hausverk af þessum ósköpum öllum!

Þá mundi ég hvað Jenný skrifaði um daginn, það er algengt að fíklar fari í neysluna í draumalandinu. Aha...

Þarf að panta tíma hjá doksa....

Héðan fóru 10 lopapeysur áðan...í einu lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Æ, ég vona að þér fari að líða betur og að læknirinn getur hjálpað.  Til hamingju með reykleysið, ég man einmitt þegar ég hætti að reykja þá dreymdi mig svo oft að ég væri byrjuð aftur.  Knús og kær kveðja svona í lokin

Auður Proppé, 18.3.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Glæsilegur lopapeysu- og prjónaárangur!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 11:35

3 Smámynd: Ragnheiður

Læknir er klár að hjálpa, hann hefur reddað þessu áður þegar þetta hefur látið svona. Þú kemur inn þó að þér verði skellt í lás Auður!

Já Hrönn ég er himinsæl með þetta, ætla að fara strax í dag að skoða legsteina og velja einn fínan fyrir heimsins besta mömmu strák! Ég er svo glöð að ég tárast við tilhugsunina ...meiri aulinn sko

Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 11:58

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Farðu nú vel með þig Ragnheiður mín.  Já mig hefur tvisvar dreymt svona reykingardrauma.  Hvað ég var fegin að vakna hehehe...

Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 12:02

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mig dreymdi einu sinni að ég var dópisti.    Þá var gott að vakna.

Ofboðslega er ég ánægð með lopapeysusöluna þína. 

Anna Einarsdóttir, 18.3.2009 kl. 12:11

6 Smámynd: Ragnheiður

Ég var líka ágætlega ánægð með að vakna reyklaus en ég man að ég var að skammast í mér fyrir að vera fallin hehe...rífast við sjálfa mig í draumi, alltaf batnar það!

Mér skilst að þetta draumarugl sé vegna Champix sem ég er að taka, nýja reykingalyfið. Ég er að taka síðasta skammtinn af því núna og þarf að umbera draumaruglið í akkurat 2 vikur enn.

Á meðan dælast hér inn skemmtisögur af draumabulli..haha

Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 12:26

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Líðanin eftir svona drauma er auðvitað bara eintómur léttir.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2009 kl. 13:19

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Dream, dream, dream...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.3.2009 kl. 13:49

9 Smámynd: Tiger

 Ég vildi að sumir draumar mínir væru hið raunverulega - og sumt af hinu raunverulega væru bara draumar ...

Annars er ég sko bara góður og glaður ... knús á þig elskulegust og til lukku með flottastan árangurinn með peysurnar!

Tiger, 18.3.2009 kl. 14:06

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Draumar eru stundum góðir að vakna upp við elskan .

Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 16:44

11 Smámynd: Einar Indriðason

Tja... af tvennu illu þá er sennilega betra að dreyma reykingarnar, heldur en falla í raun.

Þú ert að standa þig vel í reykleysinu!  Og nú heldurðu því bara áfram!

Einar Indriðason, 19.3.2009 kl. 08:08

12 Smámynd: Ragnheiður

Já maðurinn minn voða fegin að ég reyki bara sofandi, öðruvísi mér áður brá sko

Ragnheiður , 19.3.2009 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband