Merkilegur dagur

og þá sérlega fyrir vestfjarðadeildina í fjölskyldunni. Þessi dagur er heilmikill afmælisdagur hjá þeim. Ættarhöfðinginn hann Óli í Nesi átti afmæli þennan dag. Hann átti dóttur sem fæddist þennan dag árið 1959. Það var einhver flottasta frænka sem nokkur gat átt. Hún var mikill heimsborgari, stórglæsileg kona. Hún lést skyndilega vegna blæðingar í heila. Stína frænka mín, langflottust!

En það er einn sem á sjálfur þennan afmælisdag. Langafastrákur Óla í Nesi, Jón Óli, á afmæli sjálfur í dag. Hann á afmæli á miklum merkisdegi í fjölskyldunni. Jón Óli er eldklár og fínn strákur, ótrúlega gaman að tala við hann eins og Guðna bróður hans. Það er ekki alveg komin reynsla á þennan minnsta, Andrés, hann var rétt ófæddur síðast þegar ég "hitti" hann.

Kveðja vestur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar sólarkveðjur:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.3.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband