spólað hratt áfram

Eftir ákveðinn aldur er eins og maður sé kominn á hratt áfram spólun, lífið æðir hjá og maður nær ekki að fylgjast með.

Emailið mitt virkar ágætlega og ég fékk þetta sent í dag . Mér finnst stundum gaman að fá svona sent þó að mér leiðist fjöldapóstar með hvolpum, kettlingum og smákrökkum sem á að senda áfram um hæl annars hrynur himininn í hausinn á manni. Svoleiðis póstum hef ég sérstaka ánægju af að henda.

dýralíf 003

Köttur er búinn að átta sig á notagildi "táfýlubófanna" . Sko þegar maður kemur inn og er kalt, þá er ágætt að troða sér svona milli þeirra í hlýjuna!

Ég held að ég sé að lagast í skrokknum, hálsinn er ekki svo slæmur en bakið er að hrekkja mig. Þreytist í bakinu og verð að liggja þá marflöt í svolitla stund. Fór snemma að sofa í gær vegna þessa.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Hér kom ein góð bloggvinkona í gær. Leiðir okkar hafa lengi legið saman á netinu. Takk fyrir komuna mín kæra.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Ef þið vitið um einhvern sem vill lopapeysu þá á ég orðið nokkurn lager og er farið að liggja aðeins á að selja þær. Það er að koma vor og mig langar svo að koma legsteini á leiðið hans Himma í vor og til þess þarf ég að selja peysurnar. Við eigum ágætan slatta upp í en meira vill þetta víst kosta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já Ragnheiður, tíminn líður ekki, hann flýgur.

Rosalega fallegur póstur sem þú fékkst. 

Smá hugmynd;  Getur þú ekki fengið að auglýsa peysurnar á Topplistanum hjá honum Gunnari ?

Anna Einarsdóttir, 7.3.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Ragnheiður

Ja það gæti vel verið, ég þarf að athuga það bara

Ragnheiður , 7.3.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hæ, peysan er komin og hún er alveg dásamleg, ermalengdin flott og síddin líka, allir að kaupa peysu af Röggu!!!!!

Margrét Birna Auðunsdóttir, 7.3.2009 kl. 15:35

4 Smámynd: Ragnheiður

Takk Bidda mín, frábært að hún smellpassaði...

Ragnheiður , 7.3.2009 kl. 15:35

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

fallegur pósturin sem þú fekkst Ragga mín ,jamm timinn flygur frá manni .

knús og kram þín Gunna

Guðrún unnur þórsdóttir, 7.3.2009 kl. 22:03

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vonandi gengur þér vel að koma út peysunum.  Heyrðu Bessastaðafúin er vitlaus í lopapeysur sláðu bara á þráðinn til hennar hehehhe..... nei datt þetta bara svona í hug.

Ía Jóhannsdóttir, 8.3.2009 kl. 09:52

7 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband