Okkar framtíð ?

ég er alltaf að skilja betur og betur hvernig AGS (IMF) virkar. Hann setur löndin í þumalskrúfur og þau eiga að bregðast við eins og samningurinn segir til um. Það hefur verið talað um að allsstaðar þar sem AGS hefur komið að málum þá séu viðkomandi lönd rjúkandi rústir á eftir.

Við erum hér æpandi á torgum, berjandi í potta og pönnur. Spurningin er sú ; skiptir það í raun máli ? Ekki misskilja, ég er hreykin af búsáhaldabyltingunni en spurningin kemur einfaldlega upp í hugann vegna þess að ég er farin að hallast að því að það sé skítsama hver er í stjórn á Íslandi.

VIÐ RÁÐUM ENGU !!!!!!!!!!!!!


mbl.is IMF lán Úkraínu í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er einmitt það sem ég hef verið að reyna að segja síðustu mánuði.  Við ráðum sko engu og það er miður.  Kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga, þetta sögðu nú VG í haust þegar þeir voru að vara við AGS.  Sögðu að með því værum við að framselja okkur til þeirra.

Kannski að þeir hafi haft rétt fyrir sér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2009 kl. 14:41

3 Smámynd: Ragnheiður

Já ég veit Jenný, ég tók ekki nóg mark á því. Hélt að það væri hræðsluáróður

Ragnheiður , 10.2.2009 kl. 14:49

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já og annað! Höfum við eitthvað við þetta lán að gera?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 14:59

5 identicon

Af hverju þurfum ég og þú og allir hinir að gjalda fyrir glæpi annarra

Af hverju eigum við íslendingar að taka á okkur klúður annað hvort EES eða ESB í sambandi við regluverkið og fjármálastofnanir.

Ég vil fá líf mitt til baka eins og það var 28.september.

Mér er illa við að setja svona ljóta kalla á síðuna þína en þegar þetta mál er til umræðu þá er bara ekki annað hægt.

Knús og klús í staðinn

Kidda (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:58

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gott að fá þig aftur í bloggvinahópinn Ragnheiður mín.

Já stundum spyr maður sjálfan sig, hvort það skipti einhverju máli hver er við stjórn, en ég hef samt meiri trú á því fólki sem stjórnar núna, en sjálfstæðisflokknum.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.2.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband