Hollusta er dyggð

og flokkshollusta hefur verið talin dyggð fram að þessu. Við höfum oft lent í klípu sem þjóð en aldrei eins og nú. Núna þarf fólk að fara að hugsa í mun stærri hringjum en það hefur áður gert. Það má ekki gerast hjá nokkrum einasta kosningabærum manni að hann merki bara við af hollustunni einni saman.

Hver maður má merkja við það sem honum sýnist, ég skipti mér ekki af því. En ég geri einfaldlega þá kröfu til minnar þjóðar að nú hugleiði hún málið af alvöru. Því næst merkir viðkomandi við þá aðila sem hann treystir best til að koma okkur lifandi úr klípunni.

Sparnaðarráð til ríkisstjórnarinnar.

  1. draga úr öllum rekstri erlendis
  2. lækka launagreiðslur hjá hinu opinbera, byrja ofan frá
  3. fara nákvæmlega yfir rekstur allra stofnana

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Líkurnar á að ég lifi kreppuna af minnka með hverju axarskaftinu sem ég fæ í hausinn. Nýjasta plottið er frá skattinum, ég þarf að borga 200.000+ fyrir mistök hjá endurskoðandanum mínum fyrir tekjuárið 2008. S H I T.

Ég (lesist Steinar) fer með þetta í endurskoðandann á eftir og sé til hvort hann getur leyst eitthvað úr þessu en miðað við orðalag bréfsins frá skattinum þá er ég ekki vongóð.

Bara þessi fjárhagsaukaáföll sem ég hef orðið fyrir í janúar eru jafngildi þess að ég þurfi að prjóna og selja 60 lopapeysur. Vá..

Nýjasta dæmið á prjónunum eru para-peysur. Tvær eins, ein á kallinn og önnur á konuna. Voða flott. Ég á eftir að gera eina og þá koma myndir af þeim.

Hundar og köttur eru ágætir saman. Í gær kom Siggi með tíkina sína og kötturinn er ekki hrifinn af henni. Hann stillti sér þá bara upp milli "sinna" hunda og gerði sig breiðan. Hann greinilega gerði alveg ráð fyrir að þeir gættu hans.

Mér er enn ekki bötnuð flensan og núna er ég í ógeðslega gírnum, æj þið vitið..hárið í flækju og ég bara með flensulykt ...bjakk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Sannarlega vona ég að kosningabært fólk kjósi nú ekki bara af gömlum vana eða vegna þess að "pabbi & mamma" kusu þann eða hinn flokkinn...

Gott sparnaðarráð væri að sjá til þess að engir stjórnmálamenn færu í "opinberar" heimsóknir eða á þvæling erlendis - nema þeir tilheyri "Utanríkisráðuneytinu" - enda er það rétta embættið í allt sem snýr að erlendum vettvangi.. heilmikill sparnaður í dagpening, ferðalögum, sposlum og alls skyns risnuspillingu...

 Heyrðu rúsínan mín ... ertu að selja peysur? Hvað kosta slíkir gripir og prjónaru eftir máli eða ... hahaha! Nei, ég er ekki útblásinn hvalur sko - bara forvitni. Um að gera að leita allra leiða þegar maður lendir í háska varðandi fjárhaginn.

Vona að endurskoðandinn geti eitthvað gert varðandi skattmann - annars bara láta endurskoðandann taka á sig aukaskattlagninguna. Enn fremur óska ég þér bata sem fyrst af flensu-lyktinni .. *held fyrir nebbann*!

Knús og kreist á þig Ragnheiður mín ..

Tiger, 10.2.2009 kl. 12:27

2 identicon

Já svona hjóna og para peysur?Það er gott að vera traustur "sínum"en slæmt að vera alveg blindur á sína.Flensufíla  skella sér í baðef það er heilsa í það.Góðan bata krúttið mitt með flókið hárið.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Auður Proppé

Hollusta er dyggð las ég og Nóa Kroppið sem ég var að borða stóð næstum því fast í hálsinum á mér.  Gott að það var ekki svoleiðis hollusta sem þú varst að tala um

Leiðinlegt að heyra með þessi fjárhagsáföll, það er eins og ef eitt byrjar þá fylgi alltaf eitthvað á eftir.  Ég vona svo innilega að þetta bjargist hjá ykkur Ragga mín.  Góð hugmynd með parapeysurnar

Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 13:17

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Láttu þér batna dúllan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 13:36

5 Smámynd: Einar Indriðason

Hjóna og parapeysur?  Það eru semsagt samtals 3 ermar.  (Ekki fjórar.)

Og selt sem ein flík?

Einar Indriðason, 10.2.2009 kl. 17:41

6 Smámynd: Ragnheiður

Nei Einar, 2 eins peysur með 4 ermum og fólk getur farið í sitthvora áttina og skilið þessvegna

Ragnheiður , 10.2.2009 kl. 17:47

7 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... Nú, þá ætla ég að stinga upp á nýrri tegund af peysum, 3 ermar, og fastar saman ....

Hvað skal kalla slíkar peysur?  Tvíburapeysurnar!

Fyrir MJÖG samrýnd pör!

(gætir meira segja prjónað eina stóra, svo pörin gætu kúrt sig hvort að öðru og haldið hita á sér þannig......... Hmm.......)

Einar Indriðason, 10.2.2009 kl. 17:52

8 Smámynd: Ragnheiður

hehehe já ég sest við teikniborðið - fín hugmynd sko

Ragnheiður , 10.2.2009 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband