Til gamans

Lesið greinarstúfinn sem heitir Brandur  Þetta er úr mogganum í janúar 1918 og fjallar ekki um kött.

Vonandi virkar þetta, ef ekki þá verðið þið að hnippa í mig og ég laga

Hérna kemur Brandur:

Ég ætlaði hérna upp að hafnaruppfyllingunni með mótorbátinn minn - það er alveg nýr 40 tonna bátur og fallegasti báturinn á höfninni, skal ég segja ykkur.

Mótorinn bilar raunar stundum en Gissur gerir við hann jafnóðum og tekur sama og ekkert fyrir.

Jæja, ég ætlaði sem sagt upp að hafnarfyllingunni. Ég lét mótoristann fara að hita upp en fór sjálfur að lesa hafnarreglugerðina sem Guðmundur hafði gefið mér , til þess að gera nú ekki neinar vitleysur.

Ég kemst aftur í 16.gr og rek mig þá á þetta: "Brandar skulu dregnir inn og rám snúið".

,,Hvað eru nú þessir brandar,, spyr ég sjálfan mig. Líklega eitthvað af þessum nýju orðum sem þeir eru að búa til hérna í landi og ætlast til að við notum á sjónum.

Ekki getur það verið eldibrandur og ekki getur verið að þeir meini kokkinn. En hver þremillinn er það þá ?

Engin íslenzk-dönsk orðabók til. Ég ætla að reyna hvort Geir hefur það ekki.

Reyndar hef ég aldrei verið ensku-maður en hver veit nema ég skilji hana betur en nýju íslenzkuna.

Ég fletti upp br-br-bra-brandur : Blade of sword:firebrand. Það er alt of sumt. Geir hefir það þá ekki til og ég fleygi frá mér orðabókinni.

Ég bið svo kokkinn að kalla á stýrimanninn og þegar ég heyri fótatakið í stiganum hrópa ég :

Veiztu hvort hér sé nokkuð um borð sem heitir brandur ?

Brandur ? segir stýrimaðurinn hissa,, hann Brandur gamli á Eiði var hérna í gær..

Hvern fjandann varðar mig um hann Brand á Eiði ? Ég þarf að vita hvort nokkur hlutur er hérna á skipinu sem landkrabbarnir kalla brand. Hafnarreglugerðin skipar að draga þá inn áður en farið sé upp að bryggjunum en ég veit ekkert hvað brandur er og er þess vegna í standandi vandræðum !

,,Ætli það sé ekki í orðabókinni hans Jóns Ólafssonar ? spyr stýrimaður.

Þá man ég alt í einu eftir því að Jón heitinn Ólafsson var einu sinni að semja orðabók. Ég lét þá róa með mig í land ,þýt upp á landsbókasafn og fæ orðabókina.

En ekki tekur þá betra við. Brandur þýðir þar stólpa eða staur til að festa landfestar um.

Ég fer út í illu skapi en mæti þá kunningja mínum sem segir mér að brandur muni vera það sem hingað til hefur almennt verið nefnt bugspjót en að klýfirbóma heiti brandauki.

Ég hljóp þá heim til mín og fletti upp orðinu "spryd" í orðabók Jónasar en það er þá ekki til. Þá fletti ég upp "bowsprit" í orðabók Geirs og leggur hann það út bugspjót. Þar næst fletti ég upp "klyverbom" í orðabók Jónasar og leggur hann það út sem brandauki. Þá fletti ég upp "jib-boom" í orðabók Geirs en hef ekki annað upp úr því ewn að "jib" þýði fokka.

Eftir alla þessa orðaleit kemst ég helst að þeirri niðurstöðu að brandur sér það sem við sjómenn almennt nefnum bugspjót, danir Spyrd og englendingar Bowsprit en að brandauki sé klyfbóma.

En - ætlast þá semjendur hafnarreglugerðarinnar til þess að skonnortur sem koma hér upp að bryggjunni taki bugspjótið (brandinn) inn á þilfar ?

Eða hvað þýðir orðið brandur á einhverju máli sem menn tala ?

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Þessi klausa vakti kátínu hjá mér í gær. Þarna var um algert skilningsleysi yfirvaldsins/almúgans að ræða ..könnumst við eitthvað við slíkt ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj þetta birtist ekkert..ég nenni kannski að pikka þetta inn seinna...

Góða nótt lið

Ragnheiður , 17.11.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Tiger

Hahaha .. takk fyrir þetta. Ég opnaði þetta bara eftir krókaleiðum og fannst gaman að lesa þetta.

"Reykið Godfrey Phillips tóbak og cigarettur sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu í London 1908 sjö gul medaliur og tvær silfurmetaliur - fæst í tóbakverzlun R. P. Leví...!!"

Hahaha .. bara fyndið sko.

"Nýja Bíó sýnir þessa dagana langa, Frakkneska mynd" ... (franska).

Takk fyrir þetta skottið mitt og ljúfa nóttina á þig .. knús og kram!

Tiger, 18.11.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. frábært annað!

"Morgunblaðið kemur út á hverjum morgni, venjulegt blað (4bls) á rúmhelgum dögum, tvöfallt blað (8bls) á sunnudögum. Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 2 deginum áður. Kostar 65aura  á mánuði, og tekið við áskriftum í Ísafoldarprentsmiðju. Einstök blöð kosta 3 aura. Hringja í talsíma 500 eða 48." ...

Tiger, 18.11.2008 kl. 00:51

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan daginn elsku Ragga mínknús kveðjur inn í ljúfan blessaðan daginn:):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.11.2008 kl. 08:58

5 identicon

Komst ekki inn í þetta en þú mátt eiga það mín kæra að þú ert lúnkin við að finna skemmtilegar færslur.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 12:41

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég fann ekki heldur Brand en las allt hitt! Ferlega fyndið - einkum og sérílagi hlutinn þar sem kemur fram að Morgunblaðið taki engan þátt í flokkadeilum.... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 13:34

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Valurinn er nýkominn til bæjarins frá Vestmannaeyjum og með honum Árni kaupm. Sigfússon í verzlunarerindum hingað til bæjarins"

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 13:48

8 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég fann engan Brand....en ég las það sem birtist...skondnar fréttir...hehe

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:40

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Dugleg að pikka inn. Ég hefði líklega líka getað leitað. Fékk fyrsta tölublað fyrsta árgang. ÉG sat yfir blaðinu löngum stundum fyrir nokkrum árum og þótti gaman. Takk fyrir þetta Ragga mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.11.2008 kl. 19:55

10 identicon

Takk elsku Ragga fyrir að nenna að pikka þetta inn Manni veitir víst ekki af að geta hlegið sig máttlausa og það gerði ég svikalaust.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:38

11 identicon

Smáviðbót, þessi klausa er skrifuð á sama tíma og tengdamóðir mín heitin fæddist

Kidda (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:39

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta var frábært. Sá hefur verið samviskusamur og ákveðinn í að fara eftir öllum regluma.

Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:07

13 Smámynd: Ragnheiður

Hann ætlaði sko ekki að klikka á þessu og vaða með brandinn úti upp að bryggjunni.

Ragnheiður , 18.11.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband