Jahérna

Fyrst vil ég þakka kærlega og af heilum hug kveðjurnar og ljósin hans á kertasíðunni. Þið vitið líklegast ekki hversu innilega kertin ylja mér um bilaðar hjartarætur.

Birni er að batna. Hann er bara eins og fílamaður öðru megin en ekki báðu megin eins og hann var. Hann er líka á rótsterku pensillíni sem er kattahlandslykt af. Hann segir að bragðið sé eins. Það er svo mikill óþverri að hann fær brjóstsviða af því.

En annars sýnist mér kerfið vera að hrynja innanfrá. Guðni hættur og ég geri ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn sé þar með ónýtur..vegna mergjaðra innanflokksdeilna. Það breytir engu fyrir mig, hef aldrei sett x við þann listabókstaf.

Hér kom skemmtilegur smástrákur í gær. Amma er með rauðar lugtir í stofuglugganum sem stundum eru hengdar út á greinar í garðinum, voða sætt. Hilmar Reynir sá þær og vildi hafa hönd á þeim.

Afi sagði : NEI

Hilmar stóð grafkyrr og horfði hissa á þennan leiðindaafa. Hann potaði varlega í aðra lugtina.

Afi sagði : NEI

það er smáskot þarna og inn í það bakkaði smástrákurinn. Gægðist öðruhvoru fram og horfði á afann. Afi horfði til baka. Smástrákurinn hugsaði sitt ráð. Svo fannst honum afi ekki horfa nógu nákvæmlega á sig og það heyrðist hrossahlátur í horninu. Svo gægðist hann fram og kíkti glottandi á afann.

Smá hrekkjalómur hehe. Það var ferlega gaman að fylgjast með þessu.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Einn vinnufélaginn var heppinn með farþega um helgina. Þeir óku sem leið lá heim til farþegans og voru komnir inn í húsagötuna. Skyndilega steinþagnar bílstjórinn og stígur um leið á bensíngjöfina. Bílinn æðir áfram en farþeginn er snöggur að hugsa. Hann rífur í handbremsuna, hringir í neyðarlínuna og nær bílstjóranum út úr bílnum. Lögreglan kom mjög fljótt. Okkar maður er á sjúkrahúsi og vonandi á batavegi.

Farþeginn maður á miðjum aldri, fumlaus og ákveðin viðbrögð hans urðu okkar manni til lífs. Hjartað stoppaði í bílstjóranum.

Hugsið ykkur aðra atburðarás...annan stað...bíllinn á mikilli ferð...öðruvísi farþegi.....

Réttur maður á réttum stað.

Frábært


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vá, sá var heppinn. Heyrðu sendu mér mail og segðu mér á hvaða stöð þú vinnur svo maður geti farið að panta bíl á "réttri" stöð.

Helga Magnúsdóttir, 17.11.2008 kl. 19:07

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Setti þetta fyrst inn hjá mér, en það er ekkert víst að þú sjáir það þar.

Ég panta alltaf á BSR.  Kannski hefur þú keyrt mig einhvern tíma. Vann einu sinni á Mogganum og þá alltaf BSR svo ef það er bíll núna á DV eða Nökkvavog 44 máttu telja víst að það sé ég.

Helga Magnúsdóttir, 17.11.2008 kl. 19:17

3 Smámynd: Ragnheiður

Ahh...hehe kannast við það. Hringir húsbóndinn fyrir þig ?

Ragnheiður , 17.11.2008 kl. 19:23

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Nei, ég hringi nú oftast sjálf.

Helga Magnúsdóttir, 17.11.2008 kl. 20:00

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vá! svo sannarlega réttur maður á réttum stað! gott að ekki fór verr.  En þessi litli gullmoli hann Hilmar er stórkostlegur bráðnaði ekki afinn?

Huld S. Ringsted, 17.11.2008 kl. 20:37

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það má nú segja að bílstjórinn hafi haft verndarengil í bílnum.

Gaman af litla gutta. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.11.2008 kl. 22:30

7 identicon

Úff góður farþegi þarna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband