Afmæli

Hann Pétur uppáhaldsfrændi minn á afmæli í dag, hann (hemmhemm mamma hans) bauð gamla settinu héðan í kjúkling .

Þannig að nú sit ég hér heima-pakksödd -alveg.

Undanfarna daga hef ég óskað þess að ég væri milli...eða margmilli, það er reyndar ekki fyrir mig sjálfa. Mig vantar ekki neitt. Líður alveg ferlega vel í mínu eigin skinni og lífi enda vinn ég í því hörðum höndum að geðheilsan verði í lagi.

En ég vildi óska þess að ég gæti hjálpað meira með sjúkrahúsreikning Ellu Dísar.

Síðan hennar Rögnu móður Ellu Dísar

Ég er reyndar alltaf að setja inn eitthvað svona, örugglega margir orðnir dauðleiðir á mér með þetta en það verður að hafa það. Hér er ansi mikil umferð og mér finnst rétt að reyna að nýta "gestina" mína til góðs. Ég veit nefnilega að það þarf ekki mikið frá hverjum og sér í lagi ekki ef einhver fyrirtæki eru að leggja inn stærri upphæðir.

__________________________________________________

Að öðru.

Einelti er ljótt orð og enn ljótari athöfn. Margir tengja það við börn og ungmenni en það þekkist líka meðal fullorðinna. Oft gerir fólk þetta ómeðvitað en stundum með svo rætnum og ógeðslegum undirtón, vitandi vits, að manni verður eiginlega illt.

Þannig leið mér þegar ég las í dag um sérstaka facebook síðu sem virðist ekki hafa neinn annan tilgang en að sverta Stefán Fr. sem bloggar hér á vef Morgunblaðins. Það má finna slóð á þessa síðu hjá Jennýu og Jens. Mig langar ekki að afrita hana hingað, nóg er nú samt.

Ef þið þolið ekki Stefán þá lesið þið einfaldlega ekki síðuna hans og málið er dautt ! Að ráðast svona að honum eins og gert er -er auvirðilegt og ekki nokkrum manni til sóma.

Ég les oft Stebba-blogg og sé bara ekkert athugavert við það en ef mér leiddist það þá myndi ég ekki svekkja mig á að lesa það. Hvað er eiginlega málið með fólk sem situr um að lesa síður sem það hatar að lesa og les þær samt ? Masókistar ?

Djö myndi ég ekki nenna því...nóg getur lífið verið leiðinlegt samt !!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svakalega er ég sammála þér! Ég nenni ekki einu sinni að fylgjast með fréttum - þær eru svo niðurdrepandi!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Brattur

uss... skil ekki fólk sem sífellt er að níða aðra niður... ja, ekki byggir það sjálft sig upp á meðan... en ef fólk vill vera leiðinlegt þá er það bara þess mál... ég nenni hvorki að vera leiðinlegur né latur...

Brattur, 11.9.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með Pétur frænda og heppin að fá kjúkling en já er sko sammála þér að öllu leiti með þetta SKIL ekki svona aðför Hafðu ljúfa nótt Elskuleg

Brynja skordal, 11.9.2008 kl. 22:58

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Eitt er ekki umdeilt um hann Stebba, hann skrifar skemmtilegann stíl, & er undantekníngarlítið umtalsfrómur, að mér sagt enda ljúfmenni.

Þetta er fullmikill fantaskapur, meira að segja á mann sem að kýs Sjálfstæðizflokkinn, viljandi.

Steingrímur Helgason, 11.9.2008 kl. 23:10

5 Smámynd: Einar Indriðason

Tja... ég eltist svosem ekki við að lesa hann.  Og... ég loka honum (yfirleitt, þó ekki alltaf) svona í hraðara lagi.  Það eru einstaka gullkorn inn á milli.

En, sko.  Ef fólki líkar ekki eitthvað á blogginu, þá er að hundsa það.  Ég veit ekki hvernig þeim dettur í hug að pirra sig á blogginu hans.  Þeir eru jú nokkrir að blogga sem ég fletti ansi hratt framhjá.  En... ég fer ekki í einelti við þá út af því.  Bara nenni ekki að lesa þá.

(Og málið dautt, amk í bili, fyrir mér.) 

Einar Indriðason, 11.9.2008 kl. 23:20

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með frændann. Ég er einhvernveginn utan við allt og fylgist ekki með. Les bara bloggvinina.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.9.2008 kl. 23:21

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er eitthvað að þessu fólki sem nennir að standa í svona "gamansemi".

Lesa eða sleppa því, er eitthvað svakalega flókið við það?  Mætti halda það.

Til hamingju með frændann.

Og heyrðu góða, ég var að fatta fyrst núna að þetta er bloggið þitt kona.  Bara út af myndbreytingunni.  Ég er alzi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 23:23

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég skil ekki svona,ef mér líkar ekki eitthvað blogg þá les ég það ekki,málið dautt.

Anna Margrét Bragadóttir, 11.9.2008 kl. 23:40

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála ykkur öllum einelti er ljótt og ég les ekki það blogg sem mig langar ekki til.   Ég les bara þessa sem mér finnast skemmtilegir, og suma sem eru alltaf málefnalegir.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2008 kl. 01:12

10 Smámynd: Tína

Ég hef svo sem ekkert nýtt til málanna að leggja sem ekki hefur nú þegar komið fram hérna. En mér hefur alla tíð verið fyrirmunað að skilja hvað fólk er að ergja sig á sum blogg en virðast á engan hátt geta látið það vera að lesa þau. Eitthvað hlýtur þá að vera við þessi blogg.

Það vona ég síðan að foreldrar Ellu Dísar sem og snúllan sjálf fái góða hjálp.

Eigðu ljúfan dag Ragga mín

Tína, 12.9.2008 kl. 06:39

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 10:41

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Einelti er eitt ljótasta orðið í íslenskri tungu og framkvæmd þess ennþá ljótari.

Helga Magnúsdóttir, 12.9.2008 kl. 14:45

13 Smámynd: Didda

Svona lagað er ljótt, högum okkur og leggjumst ekki svona lágt, mennirnir eru misjafnir og allir hafa rétt á sínu.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar......virðum það !!!

Didda, 13.9.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband