Matthías -Hjallabumba og 2 nýyrði

Hér verður hleypt af stokkunum málfarsþætti, að eintómu gamni mínu.

Nýryrðin koma hér neðst en fyrst ætla ég að skrifa nokkur orð um dagbækur Matthíasar. Ég hef hugsað sérlega hlýlega til www.visir.is en þar sá ég fyrst slóð á síðuna hans. Hann skrifar leiftandi og lipran texta, hans sýn á málefnum og mönnum þess tíma. Ljóðin hans er frábær og ég hef mikinn áhuga á þessum texta. Ég mæli með þessum lestri en slóðin til hans er www.matthias.is

En að nýyrðum dagsins

Youtube = þúrör

Óþeyttur rjómi = blautur rjómi.

Og annars er málið með Hjallabumbuna að hún er alveg full af mat. Hann hefur alltaf verið mesta krúttið þegar hann borðar, það kemur á hann kúlubumba sem hverfur svo smátt og smátt þegar líður aðeins frá.

Skringibjörg kveður og segir áfram Ísland !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég las Hjallabumba með hörðum ellum!! Hélt það væri í ætt við Hjallastefnu....

Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Signý

Ohh.. ég fæ svona óþolandi bumbu þegar ég borða... þetta er ekkert krúttlegt...

Signý, 22.8.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Ragnheiður

Já hehe það ætti kannski að setja þetta upp þar ?

Signý, það er voða krúttilegt á honum, hann er eins og ég, einn og ekkert á hæð...verður voða sætur þegar kemur svona beygja á hann miðjan.

Annars er hann oftast eins og L...hann er með voða stórar lappir en lítill sjálfur

Bara sætastur

Ragnheiður , 22.8.2008 kl. 21:26

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

o.k.

Hvað var í matinn hjá þér í kvöld & var það örugglega alveg dautt ?

Steingrímur Helgason, 22.8.2008 kl. 22:23

5 Smámynd: Ragnheiður

Steini minn, það var lasagna og heitur vanillubúðingur í eftirrétt, með BLAUTUM rjóma.

Allt alveg steindautt.

Ragnheiður , 22.8.2008 kl. 22:44

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er í krúttkasti yfir Hjallabumbunni! Ég fékk tillögu um eitt nýyrði í dag í búðinni, fullorðin kona sem leiddist að kalla "gammosíur" leggings og lagði til að framvegis yrðu þær kallaðar "Leggjur"

Huld S. Ringsted, 22.8.2008 kl. 23:28

7 Smámynd: Ragnheiður

hehehe það er ágætt orð hehe...ég er oft í svona leggjum

Ragnheiður , 22.8.2008 kl. 23:41

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hjallabumbus er flottastur og Hjallastefnan er frábær. Þú ert einfaldlega yndisleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 00:07

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þúrör= tær snilld

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.8.2008 kl. 02:36

10 Smámynd: Tína

 Ég las þetta eins og Hrönn og skyldi hvorki upp né niður, en það lagaðist nú fljótt. Mér finnst karlmenn vera langflottastir þegar þeir eru svolítið mjúkir um sig miðjan.

Knús á þig krúttlega kona................. þú ert sko bara yndisleg.

Tína, 23.8.2008 kl. 07:38

11 Smámynd: Brynja skordal

skemmtileg færsla  hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 23.8.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband