Flott þjónusta og fyndin mynd

Mér hefur heyrst í fréttum að Ólafur F. sé ekki að vekja neina lukku í herbúðum frjálslyndra, ekki hef ég trú á að hann verði þar þá lengi.

Hérna er mynd sem ég tók af mbl áðan. Mér finnst hún svakalega fyndin. Svipurinn á Ólafi er óborgarlegur og það er eins og Hanna Birna sé að skamma hann.

Ólafur og Hanna Birna

En annars má ég til með að hrósa tölvuverslun sem við Hjalti fórum inn í áðan, fórum reyndar tvisvar. Við vorum að kaupa meira vinnsluminni og keyptum ekki það rétta fyrst. Við fórum strax aftur en þeir áttu ekki þetta rétta. Við fengum endurgreitt vandræðalaust, enga inneignarnótu eða svoleiðis bull. Þetta var verslunin @ í Kópavogi. www.att.is

Svo fórum við í aðra nálæga verslun og gátum keypt það sem vantaði og fengum hellings fróðleik í leiðinni. F'in þjónusta þar líka. Það var www.tolvuvirkni.is

Mæli með þessum aðilum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð nú að játa að þetta er sá þrautpíndasti gleðisvipur sem ég hef á ævinni séð.  Þessi mynd á eftir að verða í notuð í sálfræðinámi.´

Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alveg sammála Jenný, mikið langar mig í í nýja ferðatölvu sem ég get haft mér við hönd þá gæti ég bæði legið og setið þar sem ég vil.

Kær kveðja til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Óborganleg mynd og gott að vita þetta um verslanirnar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.8.2008 kl. 14:47

4 Smámynd: Heidi Strand

Skemmtileg mynd á óskemmtileg stund. Hann átti kannski bara að vera með einkennissvip nýja borgarstýrunnar.

Heidi Strand, 21.8.2008 kl. 14:51

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Minn maður keikur, með zkítaglott á vör...

Steingrímur Helgason, 21.8.2008 kl. 14:55

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við höfum nokkuð oft farið í Tölvuvirkni og alltaf fengið frábæra þjónustu. Þess mynd er hrein snilld, sérðu ekki nælongirnið sem er bundið í kynnarnar og upp í loft??  hafðu það gott elskan mín og mundu að vera góð við sjálfa þig, það er nýja línan. 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 16:19

7 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

hehehe...fyndin mynd...

En með þessar verslanir að þá hef ég ekki skroppið í þær...en gott að vita af þeim. Þarf að prufa þær... kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 21.8.2008 kl. 17:46

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Óborganlegur svipur

Sigrún Óskars, 21.8.2008 kl. 19:26

9 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Takk fyrir að taka við mér.

Svipurinn er óborganlegur .

Kær kveðja.

Elísabet Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 21:28

10 Smámynd: Erna

Aulabros á aula

Erna, 21.8.2008 kl. 22:12

11 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 22.8.2008 kl. 06:41

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð hann er eins og vitleysingur aumingja maðurinn
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.8.2008 kl. 08:31

13 Smámynd: Tína

Frábært að heyra með þessar verslanir. Mætti gjarnan vera meira um að fólk hrósi það sem vel er gert.

Knús inn í helgina þína yndislegust.

Tína, 22.8.2008 kl. 09:42

14 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Otrúlega fyndin svipur

Góða helgi

Anna Margrét Bragadóttir, 22.8.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband