saltaustur,jarðskjálfti,tiltektir og sólskin, smá aulaháttur líka

Byrjum á saltinu. Hér kom Björn og var á leiðinni að taka bílprófið. Móðir hans fylgdi honum til dyra og henti saltlúku á eftir honum í heillaskyni ! Svo sjáum við hvort það virkar. Ég rak hann til að snúa baki í mig svo saltið færi nú ekki í glyrnurnar á honum, vitavonlaust að taka bílpróf tárvotur og hálfblindur.

Það kom jarðskjálfti og öll komment frá Hrönn líka svona út W00t augabrúnirnar hristust hérumbil af henni. Skjálftinn var upp á rúmlega 3 á richter en ég fann ekkert hérna megin. Á svo marga bloggvini hérna á milli okkar Hrannar að þeir hafa dempað höggið eins og oft áður.

Búin að eyða deginum í tiltektir, gasalega fínt hjá mér núna. Keli náði að setja ryksuguna sjálfur af stað áðan, hann þrammaði ofan á takkann og vegna þess að hann er svo klár (lappastór) þá ýtti hann líka á takkann sem sendir hana heim af sofa. Ryksugan fór bara smáhring í kringum Arnar vin hans Bjössa og háttaði sig svo aftur ofan í bæli.

Hér er Kelmundur fastur í keðju og viðrar sig í afburðagóðu veðri hérna á Nesinu. Lappi kemur inn og fer út eftir hentugleikum. Það er gat á girðingunni hérna að ofan verðu en Lappi veit að hann má ekki fara útfyrir og hann gerir það ekki. Kelmundur hinsvegar fer ekkert eftir reglum nema það henti honum sérlega vel og helst ef það er kaup í boði (hundanammi)

Ég sé á þessum síðuteljara að ég er auli. Er ekki lágmark að maður fylgist með þegar enn einn hundraðþúsundin eru lögð að baki? Jæja, það er greinilega ekki trendið á þessu bloggi. Hér er utanviðsig bloggari.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Hulla Dan

 Greinilega nóg að gera hjá þér.

Hulla Dan, 29.5.2008 kl. 15:43

3 identicon

Vefur veðurstofunnar er hruninn í bili.

Eins vitlaus og ég er þá dauðlangar mér austur í Hveragerði að skoða blóm núna.

Kidda (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:17

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, kom vel á vondan.  Bara gaman að því að þú skulir hafa verið að fokkast í Hrönn yfir minni skjálftanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 21:47

5 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já ég fæ það sko óþvegið frá Hrönn þegar samband kemst eðlilega á að nýju

Ragnheiður , 29.5.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband