Fyrsti sunnudagur í aðventu

og við settum upp aðventuljósin okkar í gær. Planið er að skreyta allt hérna með öllu jóladóti sem ég á til að reyna að hrekja á brott svörtu skuggana sem hvíla yfir okkur Himmafólkinu. Mikil gleðigjafi er litli guttinn hennar Sollu minnar, hann bjargar geðheilsunni alveg. Já og aðeins meiru eins og sjá má á færslu Siggu systur síðan í gær (www.siggahilmars.blog.is )

Var að finna alveg snilldarframkvæmd hérna fyrir ofan stofugluggann, sótthreinsaðar húsmæður eru beðnar að hætta tafarlaust að lesa. Hérna er snilldarkóngulóarvefur, hún er búin að flækja hann í rimlagardínuna og svo upp í loftið og til baka aftur. Þvílík smíð ! Ég ætla að leyfa henni að hafa vefinn aðeins...fresta bara smá að setja seríu í þennan glugga. Kóngulærnar eru vinir mínir sko, veiða leiðindaflugurnar. Mér er bölvanlega við allt sem flýgur,flugur, fugla, flugvélar....fuglar reyndar ágætir í fjarlægð.

Sorg hvílir yfir fyrrum nágrönnum mínum suður með sjó. Hugur minn er hjá fólkinu sem næst stendur. Ég ætla mér samt ekki að koma með einhverjar stórkarlalegar yfirlýsingar, mér finnst það ekki við hæfi. Það var þetta sem ég var að reyna að benda á í gær. Hér flæddu tilkynningar um lát barnsins, það er ekkert víst að búið hafi verið að ná í þá sem þurfti áður.

Nú eins og oft áður verður fólk að muna að birting á bloggsíðu er opinber birting og það er betra að stíga létt niður.

Nú ætla nokkrir leikskólar að úthýsa prestum, þ.e. ekki fá þá inn í leikskólana. Það finnst mér sorglegt mál. Hin góðu gildi trúarinnar má alveg kenna börnum. Það er bara orðin svo mikil krafa að taka tillit til aðfluttra íslendinga að það má orðið ekki anda á neitt eða neinn. Allt verður að vera svo voðalega pólitískt rétthugsað. Ég held að við séum að leið út í öfgar hinu megin. Ég sjálf var alin upp í sunnudagskólanum og hafði mikið gagn og gaman að. Líklega má það ekki nú.

Ætli það sé "in" að vera trúlaus ?

Ekki ofsatrúarkveðja í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Var ekki einhver könnun um daginn sem sýndi það að fólk (reyndar voru bara íslenskir íslendingar spurðir) vill almennt að kristinfræði sé kennd í skólum? Enda veit ég ekki til þess að það sé eitthvað hættulegt eða mannskemmandi að kenna börnum góð gildi, eins og hjálpsemi, virðingu, og kærleik.

Ég man nú bara þegar ég var í skóla, þá var ég með einum votta í bekk og hann fékk alltaf bara að sleppa þessum kristinfræðitíma, er það ekki hægt lengur? Ef fólk almennt vill ekki hafa börnin sín í slíkum tímum sökum trúar eða trúleysis? 

Alveg 100% sammála þér að þessi PR-hugsun í fólki er orðin alveg full gróf  

En annars... eigðu góðan dag

Signý, 2.12.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert alveg frábær, sko þær eru ekki lengi að vefa sér vef könglærnar, en mér er afar illa við þær , bara get ekki að því gert.

Ég er nú ekki alveg komin inn í þetta með kristnu fræðin, held að það sé ekki endanlega ákveðið allt saman. Samgleðst þér svo ynnilega að hafa fengið litla kútinn inn í þitt líf.

Kærleikskveðjur þín Milla.

Ps. Við munum byðja fyrir fjölskyldu litla drengsins í Keflavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.12.2007 kl. 13:44

3 Smámynd: Ragnheiður

Já nákvæmlega Signý, þessi góðu gildi geta varla skemmt neinn. Ég myndi skilja þetta betur ef það væru settir froðufellandi öfgamenn í að uppfræða börnin !

Ragnheiður , 2.12.2007 kl. 13:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi góðu gildi eru almenn gildi, en ekki endilega kristileg.  Fólk þarf að slíta þarna í sundur.  Ég hef svo sem ekkert á móti því að prestar komið í skólana, en ég vildi heldur að þar væru hlutlausir menn, sem kenndu krökkunum að ljós og kærleikur er okkar starkasta afl, sem við eigum að hlú að, til að okkur líði sem best. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 14:51

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég er ekki sammála þér Ásthildur vegna þess að í mínum huga er þetta tengt og ég sé ekki neitt annað koma í staðinn og þetta passar ekki inn í neitt annað námsefni sem ég hef séð. Það kannski breytist.

Ragnheiður , 2.12.2007 kl. 14:53

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er alveg hætt að botna í Íslendingum.    Það má orðið ekki neitt... ekki einu sinni ræða hlutina.   Mín skoðun er sú að þau börn, sem eru svo heppin að eiga ömmu sem innrætir þeim gömlu góðu Guðs-trúna, þau börn eru líklegri til að verða góðir og gegnir þegnar í þessu þjóðfélagi.  En ég má líklega ekki segja þetta svo ég þegi bara. 

Þú ert svo góð sál Ragnheiður.... ég verð bara að segja það.

Anna Einarsdóttir, 2.12.2007 kl. 15:50

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga mín þú ert svo pen í köngulóarlýsingunum að þetta var bara krúttlegt finnst mér.  Ég hef ekkert á móti kristinni fræðslu í skólum, getur ekki skaðað.  Enn fremur virði ég rétt þeirra til að sleppa því, sem það kjósa.  Sé ekki vandamálið.

Sé ekki að það þurfi að tröllríða bloggheimum með þessum sorgarfréttum, reyni bara að senda hlýjar hugsanir í allar áttir.

Þú ert bestust.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.12.2007 kl. 18:59

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er ekkert frekar verið að taka tillit til aðfluttra Íslendinga en annarra með því að vera ekki með trúboð í skólum. Margir "innfæddir" Íslendingar eru ekki í þjóðkirkjunni og þeir eiga sinn rétt eins og aðrir.

Geta foreldrar sem hafa áhuga á því að börnin kynnist sinni trú ekki bara frætt börnin sín sjálfir um trúna og/eða sent þau í sunnudagaskóla? Er það ekki nóg?

Svala Jónsdóttir, 2.12.2007 kl. 19:38

9 Smámynd: Ragnheiður

Ég þekki bara engan svoleiðis..fólk getur sniðgengið það sem það vill ekki. Meirihlutinn er áreiðanlega í Þjóðkirkjunni. Mér finnst þetta of langt gengið.

Ragnheiður , 2.12.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband