Pistill í smíðum

en eins og er þá er undrun mín of mikil. Það má eiginlega segja að lengi megi manninn reyna þó að um konu sé að ræða í þessu tilviki. Þetta er nú ekkert lífshættulegt ástand eða svoleiðis, aðallega pirrandi og þá í einhvern tíma en svo gleymi ég þessu áreiðanlega eins og öllu öðru. Minnið alveg að standa sig sko.

En svona var þetta.

Á Facebook setur ein inn status um að hún vilji ekki ljóta bloggvini. Grín já ég veit en hafði ekki húmor fyrir því og ég tek mig út sem vin hjá henni. Dásamlegur karakter þessi kona og vantar ekkert upp á það. Það má vel vera að ég hafi verið of húmorslaus þennan daginn. Svo spái ég ekkert í þessu enda nóg að gera. Það eru örugglega 2 vikur síðan þetta var.

Í dag fæ ég svo bréf frá annari konu sem er vinkona hinnar (og ég hélt í barnaskap að væri vinkona mín) og hún spyr um þetta. Ég svara henni að ég hafi slitið facebook vinskap við A. Svo fer ég út að gera eitthvað og kem heim aftur og kíki inn á Facebook. Þá er seinni konan búin að fleygja mér út. Ekkert spurt um skýringar eða neitt...bara hviss...spark í rassgatið á mér og málið dautt.

Þetta er spes....

en jæja...best að spá ekki meir í þetta.

Farin í sturtu, sveitt eftir ræktina og nú fékk ég mér flottar buxur og notaði gjafabréf frá Intersport.

En ég ætla að bæta aðeins við þessa færslu á eftir. Ég eignaðist óvænt kolsvarta og drulluga ketti haha...málið er að nágranninn er að taka niður gamlan arin og hafði sett sótsvart rör út á pall. Það er svo auðvitað á leiðinni í Sorpu. En mínir kisar ákváðu að skoða þetta nánar og komu sótsvartir í nákvæmri merkingu inn. Þeir voru þvegnir .....

set myndir á eftir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Eru þessir bloggvinir ekki bara einhverjar sem mega missa sín.

PS hvað varstu lengi að þrá að komast í sígó. þetta er þriðji dagurinn og ég er að farast?  Tyggjó, plástrar og Champix.

Knús og klús

Kidda, 3.4.2010 kl. 18:23

2 Smámynd: Ragnheiður

Það var bara einn eða tveir dagar minnir mig. Þú ættir að fletta hér til baka á blogginu til miðs febrúar í fyrra og sjá hvað ég skrifa um það. Hafi það verið vont þá hef ég tæplega þagað yfir því...hehe

Jú það er missir af þessum konum- það segi ég satt ..

Ragnheiður , 3.4.2010 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband