Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Hundur sem klappar

ef ég ætti videótökuvél og kynni í framhaldinu að setja svoleiðis hérna inn á síðuna þá gæti ég sýnt ykkur hund sem klappar.

Þegar Lappi var hvolpur og Vignir barnabarn lítill þá var verið að kenna barni að klappa og hundi að setjast upp og sníkja, hundur átti að setja loppur saman á bringunni og fá nammi fyrir. Eitthvað var kennsluaðferðum ábótavant. Hundurinn lærði að klappa með litla guttanum og notar það óspart til að fá athygli og sníkja nammi.

Hann var einhverntímann með mér í vinnunni og var þyrstur. Hann fór að vaskinum og klappaði. Hann fékk vatn og allir sáttir.

Þegar við löbbum með hann og mætum öðrum hvuttum þá klappar hann, hann langar að tala við þá. Svipurinn á hundunum og eiganda þeirra er oft óborganlegur.

Hann sest upp og slær saman framloppum af miklum móð. Þegar mikið liggur við þá stendur hann uppréttur á afturfótum.

Datt í hug að segja frá þessu vegna þess að Anna var að spá í þetta í kommenti hérna neðar á síðunni hehe.

 


Send heim með miða

en þar sem ég þjáist í bili af víðáttufælni og fóbíu gegn öllum mögulegum hlutum þá afhenti ég bifreiðastjóra heimilisins miðann um leið og hann var búinn að aka mér heim.Bifreiðastjórinn fór ss í apótek að sækja meðul fyrir sína kellingu. Hann er eiginlega að lenda sjálfur í hálfgerðum svefnvandamálum. Hann er alltaf að gá að því hvort mér takist að sofa og sefur þar með sjálfur með annað augað opið.  Mér er bara lífsins ómögulegt að fara eitthvað eða gera eitthvað. Það kannski lagast þegar mér tekst að sofa. Ég geri mér fullvel grein fyrir að ég er ekki smart með bauga niður á bringu þó að Anna bloggvinkona mín hafi bitið í skjaldarrendur í gær og látið sig hafa það að heimsækja mig. Anna er huguð, ég var nú samt mest hissa á að mér tókst að setja alla mannafælni undir lok á meðan. Það er bara stundum svo að manni finnst maður þekkja fólk þó maður hafi aldrei séð það.

Annars er ég sæmileg en læknir mælti með að ég geri meira en bara að ná að sofa en eitt í einu sagði hann. Ég hef verið að spá í að mæta í kirkjuna á þriðjudögum og taka þátt í sk sorgarhóp sem á að hefjast þar. Ég meina...kommon, ég get allaveganna prufað.

Þessi síða hefur hjálpað mér mjög mikið, það er ljóst. En núna er meira komið að því að koma sér meira í tvívirk samskipti. Maður á mann og svoleiðis.

Hér í bloggheimum eru nokkuð margar mæður sem eiga erfitt með krakkana sína, þau eru fíklar börnin. Mikið hefur verið um það undanfarið að mæðurnar séu að segja frá bakslagi í lífi barnanna. Hjá einni kemur fram í dag að þessi árstími reynist erfiður. Það gæti verið skammdegið sem veldur. Það er líka þekkt að þessi árstími er oft erfiður fólki, jólin að koma og svona.

Verum góð við hvert annað (mæður fíkla skilja hvað "góð" þýðir) Njótum samverunnar á komandi aðventu. Það þarf ekki að kosta neitt, það sem við gerum saman. Besta samveran er oft bara hlaðin tíma, skemmtilegum minningum og hlýrri snertingu. Ég ætla að reyna það sem ég get til að njóta aðventunnar þó ég verði að gera það án Hilmars.

Himmi flissaði stundum þegar ég kallaði hann ljósið mitt, hann var náttlega oftar en ekki kolsvartur upp fyrir haus. Mamma fékk samt knús þegar hann hætti að gera grín að mér. Hann var svo skemmtilegur.


Fékk heimsókn

áðan. Ein bloggvinkona mín leit við í kaffi, það var notalegt að hitta manneskjuna á bakvið nafnið. Hún gefur sig fram sjálf ef hún vill.

Annars er ekkert að frétta af neinu í bili. Bumbulínan mín er enn svakalega ólétt og orðin dauðleið á að bíða. Þetta kemur allaveganna í kringum 27-28 nóvember ef ekkert gerist fyrr.

Ég var eitthvað svo viss um að hún væri farin af stað í gærkvöldi að ég sat stjörf með símann minn og beið eftir smsi. Ekkert gerðist og gamla skreið fyrir rest upp í rúm en sofnaði auðvitað ekki, þetta er nú meira vesenið með að sofa. Djö sem ég er orðin leið á þessu, svo er maður bara hálf manneskja alla daga vegna þess að maður er svo illa sofin og asnalegur eitthvað....grrr........

 


örblogg

Það er ekkert að gerast, samkvæmt áreiðanlegum heimildum sofa sumir bara heima hjá sér, dauðleiðir og þreyttir á að bíða.

Ha ha það tókst

bara heilmikið að sofa, merkilegt. Vaknaði 2000 sinnum en tókst alltaf að sofna aftur nokkurnveginn strax. Aumingja Steinar er bæði kominn með legusár og andarteppu. Hann þorði ekki að fara framúr né anda þegar hann varð þess áskynja að konan svaf. Hann tjóðraði líka fyrir hundatrýnin og batt Björn í sitt rúm, ég svaf allt af mér. Vandinn hefur nebblega líka verið að ég hef sofið svo laust og illa að það hefur ekki mátt detta bolli hjá Ólafi Ragnari þá hef ég hrokkið upp.

Það eru engar fréttir af óléttu stelpunni minni, hún er áreiðanlega orðin mikið þreytt og leið á að bíða. Ég þurfti bara að bíða svona eftir einu en hin voru öll frekar stundvís. Hjödda átti að koma 18 okt en neitaði alveg að koma fyrr en í hvelli miklum aðfararnótt 30 október. Hefði hún ekki snúið vitlaust þá hefði móðir mín kær orðið að gerast ljósmóðir. Ég vissi auðvitað ekki meir enda taldi ég víst að barnsfæðingu fylgdu verkir,það gerðist ekki í hennar tilviki. Á því hef ég enga skýringu til þessa dags.

Nú er verið að trufla mig og ég skrifa meira á eftir

Og ég var búin að bæta helling við þessa færslu en það tapaðist eitthvert !

Ég fór áðan að kaupa kaffivél. Það er heilmikill handleggur á þessu heimili. Átti eina sem var um það bil 15 ára en hún beið bana í vor, rétt áður en við fluttum. Fann ekki aðra eins þrátt fyrir nokkra leit og keypti eina "ódýra" í vor. Hún tók upp á því að fara að leka. Konan ekki ánægð. Prófaði að gúggla hina og fékk smásvörun hjá Glóey í Ármúla. Ætlaði þangað í gær en heilsuleysi kom í veg fyrir það. Þegar Steinar var kominn með eðlilegan andardrátt aftur þá smellti hann sér af stað með kelluna og græjan fannst. Svo fórum við í tryggingarnar að klára tjónamálið á Bonzó, þeir borga 28 daga í dagpeninga. Ekkert vesen með það.

Siggi er að fara í verklegt próf í vörubílaakstri, hann er búinn að ná þessu bóklega. Ég hafði ekki áhyggjur af þessu verklega prófi enda drengurinn fanta góður bílstjóri. Fékk líka þau skilaboð að hann hefði náð prófinu með stæl. Hann er svo duglegur ! Mesta indælisljósið og svo góður strákur.

Nú þarf ég að aðstoða kallinn minn, mér var nær að setja hann í verkefni hehe


Hrekkjóttir tengdasynir og góðir unglingar

Samkvæmt þessari frétt þá er ástand mála gott í þessu bæjarfélagi. Fréttin er hérna. Ljóst má vera að Björn gæðablóð hleypir ekki þessari tölu upp. Hann situr bara hérna inni hjá móður sinni og horfir á stóra sjónvarpið sitt í nýja skápnum. Hann er náttlega fúlskeggjaður og ég var að reyna að benda honum á í gær að það gæti ýmislegt flutt inn í þetta skegg án þess að hann hefði hugmynd um það. En ég veit líka að ef ég fer að rausa um skeggið þá fer það aldrei af. Hann er núorðið oftar með skegg en ekki þannig að mér finnst hann frekar asnalegur skegglaus.

Ég er nú farin að gruna þennan tengdason um að hafa fiktað með lím um svipað leyti og hann smíðaði barn. Andskotans fikt....Það er ekkert að gerast hjá Sollu en hún verður sett í gang 27 nóvember ef kríli vill ekki koma sjálft. Það á eftir að prófa að veifa súkkulaði við útganginn, mæli ekki með að veifað verði mynd af ömmu. Þá kemur enginn neitt. Errm

Amma er náttlega orðin tuskulegust af öllum ömmum en það vonandi horfir til bóta. Amman fékk tíma hjá menntuðum rotara á fimmtudaginn. Steinar heldur að það vanti í mig vítamín, á nú eftir að yfirheyra hann betur um það. Það er kannski A vítamín til að hamla sorg og B vítamín til að lina söknuð ?

Ég ætlaði að flytja Björninn yfir í minna herbergi en vegna þess að hann er búinn að kaupa græjur af stærri gerðinni þá verður ekkert af því.

Ég veit ekki hvað ég á að tala um meira, ég er hálfasnaleg eitthvað.

Ég er svakalega léleg að svara í símann og þið verðið bara að hringja í kallinn minn ef það er eitthvað áríðandi..ég bara er ekki alveg í lagi eins og er.


Kvöldið hefur farið í skrölt

Karlar heimilisins hafa verið að setja saman skápinn handa Bjössa. Ég sat hér og horfði á Law and Order SVU. Ógeðslegan þátt um barnaníðingar...*hrollur*

Ætlaði að bjóða góða nótt og koma með eina fallega mynd

sunset1


Myndablogg

100_0885100_0886

Hérna er svona myndablogg, smágormurinn sem kom að heimsækja ömmu um daginn og ákvað að prófa hárspennurnar hennar gömlu sinnar. Hér er Patrekur Máni 5 ára snáði, næstelsta barnabarnið. Vignir er elstur, heilum 20 dögum eldri en Patrekur. Samtaka systurnar þar.


Fyrirhugaður letidagur

breyttist í eitthvað allt annað...fórum fyrst upp í garð til Himma í sólinni til að kveikja á kertinu hans. Það tókst en eyrun duttu nærri af okkur...brrrrr...Það er búið að færa honum ýmislegt, blóm og kerti, nammistaf og hvíta dúfu. Ég keypti 2 ljósker í dag en á eftir að fara með þau til hans.

Við fórum svo með Bjössa í Ikea ..ætluðum að kaupa eina afmælisgjöf og kíkja eftir heppilegu borði undir flatskjáinn hans Bjössa. Það endaði með því að mamman keypti stóran flottan sjónvarpsskáp fyrir barnið sitt Whistling 

400x400_90113677

Annars keyptum við ýmislegt smádótarí í leiðinni, kerti og blóm, fat í eldhúsið og kubb fyrir hnífana...Já svo fékk Bjössi sér stól til að sitja í fyrir framan sjónvarpið sitt.

Þeir feðgar eru nú að versla eitthvað í matinn og hlakka til að fá heitan brauðrétt ala Sigga systir.

Það er verið að sýna myndir frá þessum hörmulega bruna fyrir norðan, þetta er alveg skelfilegt. Vesalings fólkið


Mynd fyrir Sollu

artaffects_heavenly_angels_with_box_P0000012652S0001T2

Sem alltaf var svo dugleg að skottast með bræður sína, mesta hjálparhellan hennar mömmu sinnar alla tíð. Sigga systir sendi mér þessa mynd í gær og ég sé þarna Sollu og Hilmar.

Klús á þig sæta stelpa, mamma elskar þig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband