Kindagötur hugans

ég hef verið að spá í það undanfarið að maður er hreinlega allur einn vani. Í lífinu tekur maður ákveðnar leiðir og heldur sig gjarnan við þær. Vill sitja á sama stað heima og gera hlutina í ákveðinni röð.

Þetta er alveg þekkt hegðun til dæmis hjá sauðfé, það sést á kindagötunum um öll fjöll og dali

Ég hef alltaf verið frekar kindarleg sko !

Alveg eins er þetta, a.m.k. , hjá mér þegar kemur að netinu. Ég fer ákveðinn rúnt og skoða ákveðnar síður- það þarf að vera eitthvað alveg sérstakt til að ég bæti við netsíðu eða miðli.

Morgunblaðið barst mér áðan, sunnudagsmogginn

Það er leiðaranum meðal annars beint gegn bloggurum og ekki get ég sagt að það komi beinlínis á óvart. Ég ætla samt að halda ótrauð áfram að blogga þó að leiðarahöfundur haldi því fram að einungis sé um fáa M E N N að ræða sem geti haldið almennilega á penna.

Mogganum til fróðleiks get ég bent á að t.d. ég nota aldrei penna til að blogga með á vefsvæðinu. Ég veit hins vegar ekki hvað þessir gáfuðu andans menn gera...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah þeir krota líklega á skjáinn og eru svo með tippex á eftir sér til að stroka út og leiðrétta andans hugann!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.10.2009 kl. 17:56

2 identicon

Sæl!

Ég les oft bloggið þitt, þótt ég hafi ekki kvittað fyrr en nú. Þú skrifar á afskaplega góðri íslensku - og réttri - í alla staði. Það er verulega gaman að sjá og lesa svona gott mál.

Kristín (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 18:11

3 Smámynd: Ragnheiður

Já Hrönn líklega er það þannig.

Takk fyrir þetta Kristín, það gleður mig að lesa

Ragnheiður , 3.10.2009 kl. 18:15

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehehe já ég hef nú párað hér af og til en ekki með einu einasta pennastriki heheh ef út í það er farið.  OK, á nú að fara að stilla fólki upp við vegg og gefa einkunnir.  Góður, betri, bestur!

Góða helgi Ragga mín.

Ía Jóhannsdóttir, 3.10.2009 kl. 18:22

5 Smámynd: Ragnheiður

Mitt próf er svo einfalt og gott Ía mín, bloggarar með hjarta eru með hjá mér. Allir bloggvinir mínir eru svo fallegir að innan að það lýsir af þeim eða sko, svoleiðis sé ég þá og þig með.

Knús í æfintýraskóginn

Ragnheiður , 3.10.2009 kl. 18:28

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég er þá eins og þú "kindarleg" - er bara einn vani, er samt stundum að reyna að brjóta upp þessar venjur, get nefninlega hengt mig á suma hluti og orðið hjátrúarfull.

Á eftir að lesa sunnudagsmoggann !!

Sigrún Óskars, 3.10.2009 kl. 23:06

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Skemmtilegar pælingar hjá þér. Ég er að æfa mig að fara ótroðnar slóðir, það tekur á, en er oft skemmtilegt eftir á. Veit um fólk sem treystir sér ekki í sund nema að "þeirra"  sami skápur sé laus!  .. 

Það er hollt að prófa nýja slóða - en ég reyndar nenni ekki að fara að læra á nýtt bloggkerfi, verð alveg að viðurkenna það. Ég var hér á undan Davíð og læt hann ekkert hrekja mig eitt né neitt.

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.10.2009 kl. 00:51

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mínar kindagötur á netinu eru alltaf þær sömu, ég er drottning vanans.  Ég er með svona áráttutengda vanafestu, ég ætla ekki að elta þá bloggvini mína sem fluttu sig annað.  Ég hef ekki tíma til þess að fara út fyrir moggabloggið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.10.2009 kl. 02:08

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ætli það megi ekki segja að við séum misgóð á takkaborðið, en skal athugast að þetta eru síðurnar okkar, og hver á að dæma um, hvað er gott, miðlungs eða slæmt Þetta er eins og með vininn minn Ragga mín, aldrei datt honum í hug að hann væri lélegur í því sem hann var að skrifa, hann var að skrifa sína sannfæringu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2009 kl. 11:34

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er magnað blogg og fyrirsögnin tær snilld, þó einföld sé. Maður er nefnilega með svona kingdagötur í huganum, mér finnst það alltaf koma meira og meira í ljós með aldrinum og þegar mér líður illa þá sleppi ég huganum lausum á kunnugar góðar slóðir og á eftir líður mér mun betur, leiðarinn á örugglega við þig þegar þeir tala um góða bloggara, annars er það svo afstætt, knús á nesið.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband