Jæja

þá er nú að hugsa á blað.

Byrja á að ég varð alveg fokill um helgina, svona vond snöggillska sem fjaraði sem betur fer hratt út.  Það var verið að spila aftur hrokaviðtalið við Geir Haarde síðan þeir voru nappaðir á undarlegum fundi um helgi fyrir næstum ári. ,,það er sko oftar en þið haldið !" Og ég urraði. Fréttamenn höfðu alveg rétt fyrir sér, það var eitthvað að !

Hér er alveg brakandi blíða í dag, hundabælið, mottan og ullarponsjóið mitt allt komið í viðrun út í garð. Tumi Tígur úti að viðra sig og Keli að passa krakkann. Þeir eru allir að verða ágætir saman. Rómi nöldrar aðeins þegar enginn friður er með rófuna fyrir smákrakkanum.

Loksins finnst mér einhverjar aðgerðir vera yfirvofandi en þetta hefur tekið OF langan tíma ...Ég er samt mun vonbetri en áður. Við höfum náð að halda í horfinu hér á heimilinu og fyrir það er ég þakklát. Ég get ekki hugsað mér að þurfa að flytja héðan, ég hef aldrei kunnað eins vel við mig neinsstaðar og hérna á norðurnesinu á Álftanesi.

Eru ekki nokkrar prjónakonur sem lesa ? Hvernig væri að við kellur prjónuðum aðeins til góðs þetta haustið ? Það vantar vettlinga og sokka á mannskapinn í Dagsetri Hjálpræðishersins. Sumir þeirra þurfa að liggja úti á næturnar- þetta eru mennirnir sem ekki var pláss fyrir í góðærinu og það verður sko áreiðanlega ekki pláss fyrir þá í kreppunni nema við gerum eitthvað sjálf fyrir þá. Ég er að spá í að senda svona ákall inn á prjónaklúbb sem ég er í á facebook og sjá hvort einhver viðbrögð verða.

Best að fara að kíkja hvort kettlingurinn er strokinn !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Langaði bara að segja hæ, hjólasessan er komin út í bíl, ég kíki við, við fyrsta tækifæri.  Knús til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Ragnheiður

Hæ Ásdís, hlakka til að sjá þig :)

Ragnheiður , 28.9.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband