Í tvennu lagi

en samt er ég alveg í heilu lagi, það er áreiðanlega andlega hliðin sem er í tvennt eitthvað.

Horfði á fallega umfjöllun Kastljóss um banaslys í Eyjum fyrir 6 árum, ofsalega smekklega gert, engin æsifréttamennska...enda náði þetta alveg inn að hjartarótum og tárin láku meðan ég horfði. Ég á erfitt með sorg foreldrana, ég skil hana alveg.

Ég ætlaði að vera forkur dugleg í dag en hef sofið meira en minna, það bendir til þess að heilsan sé verri en ég sjálf hef áhuga á að viðurkenna. Ok það er þá bara þannig. Betra á morgun geri ég ráð fyrir.

Stundum er ég ósamkvæm sjálfri mér. Fór að spá áðan að ég hef oft lesið hjá norðankonum um hittinga sem þær fara á og hugsað með mér : Oooo en þær sniðugar, mig langar á svona hitting !! En þegar ég fór að velta þessu fyrir mér áðan þá áttaði ég mig auðvitað  á því að ég myndi ekkert mæta neitt á svona hitting. Hehehe...ég er einfaldlega ekki svona selskapsdama.

Sko, þið sjáið, það er ekki orð að marka mig bara...

Ég sé að Helga mín Magnúsdóttir hefur skilað sér í komment í fyrri færslu, ég ætlaði nebblega að fara að lýsa eftir henni hér á moggablogginu...gott að sjá þig þarna skvís..!

Hér kemur svo sigurvegarinn í Eurovision 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sá ekki kastljósið - ég var úti að moka hrossaskít! Fann haug af hrossataði - og mokaði hluta af honum í reitinn minn!

Best ég kíki á kastljósið. Hafðu það gott Ragga mín og mundu að stundum er hvíldin besta lækningin.

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2009 kl. 22:14

2 identicon

Já, elsku Ragga mín, ég get ímyndað mér að þessi umfjöllun Kastljóssins, sem var að sönnu alveg einstaklega góð, hafi hrært við saknaðarstrengjum í þínu móðurhjarta.

Ég grét líka, ég þekki hana Bjarney, mömmu stúlkunnar sem dó, mjög vel. Þetta slys er búið að vera mjög þungbært öllum sem eiga hlut að máli.

Ég bið góðan Guð, að vaka yfir ykkur, sem eigið um sárt að binda eftir barnsmissi, ég ímynda mér að sorg og söknuður eftir barni sé ákaflega sár.

Kær kveðja, elsku vinkona

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Átakanlegt.  Orð fá ekki lýst því.

Notaðu litróf tilfinningana Ragga mín.  Til þess eru tilfinningar og maður á að leyfa sér þær. 

Anna Einarsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:50

4 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús til þín elsku Ragga mín

Guðrún unnur þórsdóttir, 12.5.2009 kl. 00:23

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Falleg og heiðarleg frásögn Kastljóssins, var sterkari en orð fá lýst.   

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.5.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Missti af kastljósinu Ragnheiður mín.  En norska lagið kemst langt það er nokkuð ljóst, svo held ég líka með okkar lag.  Hún er falleg og góð söngkona hún J'ohanna Guðrún. 

Knús á þig elskuleg mín.  Megi allir góðir vættir vaka yfir þér og þínum og vernda. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 11:15

7 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar

Ásthildur mín, ég var að koma af þinni síðu..þetta er skemmtileg. Báðar að kommenta á nákvæmlega sama tíma hvor hjá annarri

Ragnheiður , 12.5.2009 kl. 11:20

8 identicon

Svefninn er ein besta lækningin sem til er. Missti af kastljósinu, ætla að hlusta á eftir.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 11:56

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband