Obbs!

Það var að renna upp fyrir mér ljós. Rómeó köttur stillti sér upp fyrir framan mig þannig að afturendinn blasti við. Voða fínn kisustrákarass svosem en engar kúlur. Þannig eru Lappi og Keli líka, kúlulausir.

Ég var að velta fyrir mér í vikunni með Björn sem ekkert hefur verið heima og Steinar sem vinnur allan sólarhringinn

Þeir eru kannski hræddir um kúlurnar ?

Kvensniftinni á heimilinu virðist vera í nöp við kúlur

Ja kvensnift spyr sig

Hálft prik fyrir Ingimund from Seðlabánk, hinir tveir fá mínus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er þetta þá Rómea ? 

Anna Einarsdóttir, 7.2.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Ragnheiður

Ja það er nú það ?

Ragnheiður , 7.2.2009 kl. 12:56

3 Smámynd: Sigrún Óskars

ó mæ god - það er eins gott að þeir passi kúlurnar strákarnir á heimilinu - þ.e.a.s. þeir strákar sem hafa haldið sínum kúlum

Sigrún Óskars, 8.2.2009 kl. 10:48

4 Smámynd: Einar Indriðason

Heyrðu... Við þurfum að senda þig í Seðlabankann, með skærinn!

*SNIP SNIP*  Og... gott ef málið í seðlabankanum leysist ekki þannig......

Einar Indriðason, 8.2.2009 kl. 19:43

5 Smámynd: Ragnheiður

Ó, það er þá eins gott að ég eigi gúmmívettlinga. Sumt geri ég bara ekki né kem við berhent.

Kallinn brást annars nákvæmlega við eins og ég bjóst við hehehe. Sumir eru orðnir svo fyrirsjáanlegir í ellinni. En vesalings konan hans að fá hann heim "full time"

Ragnheiður , 8.2.2009 kl. 19:53

6 Smámynd: Einar Indriðason

Getum við ekki ráðið kallinn sem hafnarvörð... tja... á Þórshöfn?

Það er *ræskj* Mjög áburðarfullt! starf!

Einar Indriðason, 8.2.2009 kl. 20:03

7 Smámynd: Ragnheiður

Það væri gott að vera með fuglateljara í Surtsey, það þarf að fylgjast með dýralífinu þar

Ragnheiður , 8.2.2009 kl. 20:06

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha

var þetta rætt eitthvað um helgina?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.2.2009 kl. 11:16

9 Smámynd: Ragnheiður

Nei svo undarlegt sem það er þá hitti ég þessa karla lítið um helgina, skil ekkert í þessu bara

Ragnheiður , 9.2.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband