Byrja daginn á að...

átta mig á að þrátt fyrir brúnu augun þá hef ég verið bláeygð.

Ég hef greinilega allt of jákvæðan og meinlausan hugsunarhátt til að fatta hvernig sumir hlutir hafa gengið fyrir sig hér á landi.

Nú nú

Það sem olli þessari vitrun í morgunsárið var grein í FB um Davíð og Ólaf Ragnar og Dorrit. Ég hef hingað til alveg náð að fatta að fólk hefur misnotað aðstöðu sína til að liðka fyrir sjálfu sér, vinum og vandamönnum í kerfinu. Svona fyrirgreiðslupólitík.

Mér hafði bara, fjandinn hafi það, ekki dottið í hug að menn notuðu "öfuga" fyrirgreiðslu til að koma höggi á andstæðinga sína. Mér hafði sem sagt ekki dottið í hug að menn reyndu að nota völd sín til að koma höggi á þá sem þeim er illa við.

Það vita allir að Davíð er og verður illa við Ólaf Ragnar.

Ætli ég geti fengið einhversstaðar uppfærslu í heilann á mér svo ég nái að fatta svona hluti áður en þeir standa svartir á hvítu á eldhúsborðinu hjá mér ?

Það er nú ekki hægt að vera svona hrekklaus ?!

Ragga kjáni farin að finna sér viðráðanlegt verkefni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ekkert sem Davíð gerir vekur mér undrun lengur. Það var satt sem Ólafur Ragnar sagði hér um árið; Davíð hefur skítlegt eðli.  Knús á þig inn í daginn.

Helga Magnúsdóttir, 20.11.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

En.... mér þykir svo vænt um þig svona hrekklausa! Ekkert vera að leita þér að uppfærslu

Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 10:27

3 identicon

Því miður er Ólafur af sömu sort og Davíð.Þeir eru báðir leiðinlegt umræðuefni þykir mér.Og ég vel að tala um eitthvað jákvætt.Eins og að biðja þig að faðma krúttin Lappa og Kela.Það eru flottir náungar.Svo þykir mér líka undurvænt um þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:43

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

  Davíð who? 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er nú bara svona hrekklaus líka Ragga mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.11.2008 kl. 12:22

6 identicon

Þú ert ekki ein um að vera svona hrekklaus, hverjum heilvita manni dytti í hug að einhver hagaði sér svona.

Knús og klús Og beiðni um fyrigefningu, hikaðu ekki við að skamma mig á msninu.

Núna ætla ég að vera ljóta og óþekka stelpan, og mun alveg fyrirgefa þér þó svo að þú eyðir færslunni minni. En mig langar að hvetja alla til að kíkja aðeins við á blogginu hennar Ásthildar Cesil

http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/718213/

Kidda (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:10

7 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég hef ekki lesið FB í dag... En ég bæti úr því á eftir.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 20.11.2008 kl. 15:04

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. hefurðu fengið fleiri bónorð nýlega? ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 15:37

9 Smámynd: Ragnheiður

neibb ekki nokkurt bónorð í dag, ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að hafa áhyggjur af þessu?

Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband