Kuldafærsla (myndband í stíl)

ég sit í sófanum heima og mér er kalt.

Fólk þarf ekki að eiga sparifé til að vera með hroll.

Það eru flestir með lán og margir eru með erlend lán, þau svínhækka núna.

Í vetur munu margir missa ofan af sér. Ætlum við hin að tækla það eins og umræðan hefur verið um stjórnendur Glitnis, stjórnendur í fyrirtækjum Jóns Ásgeirs, með því að segja : Þeim var nær !

Okkur vantar umburðarlyndi í kerfið.

Við getum ekki setið með hendur í skauti og hlakkað yfir óförum annarra.

Það er svo sjúk hugsun og hittir okkur sjálf fyrir.

Ég er ekki með erlend lán. En hækkun íbúðarlánanna minna er að éta upp þá hreinu eign sem ég átti hér í mínu húsi. Það er ekki alveg komið þangað en ég sé alveg hvert það er að fara.

Það eru uppsagnir um allt.

Fólk er að lenda í hvínandi vandræðum.

Það er sorglegt.

Flest þekkjum við drauma Tevye

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að koma inn úr göngu með þá "feitu" (kílóið).Það er svo kalt birrrrrrrrrrrrrr

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Helga skjol

Já kalt er það BBBBBBrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Helga skjol, 1.10.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ybbidybbidee! Ef ég ætti pening mundi ég bjóða þér til útlanda

Hrönn Sigurðardóttir, 1.10.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég sakna haustsins sem er minn uppáhalds tími....fyrir nokkrum dögum var sumar og svo allt í einu bang...kominn vetur, haustið kom aldrei. Ekki það að mér finnst þessi árstíð ekki minna skemmtileg en hinar...loftið verður eitthvað svo ferskt og yndislegt....hvað varðar ástandið í samfélaginu þá munu margir finna fyrir því næstu mánuði því miður og slæmt efnahagsástand bitnar oft harðast á þeim sem minnst mega við því, einhverjir hafa þó gott af þessari kreppu, það er enginn hemja hvernig sumir lifa, telja sig þurfa jeppa, plasma tv og nýtt innbú og allt á lánum...

Ég var á námskeiði hjá spara.is í gær, vildi að það væri hægt að skikka þjóðina á það...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.10.2008 kl. 16:06

5 Smámynd: Ragnheiður

Krumma, ég er svo nísk að ég tími ekki að borga mig inn á námskeiðið en ég kynnti mér veltukerfið og nota það hver mánaðamót.

Það er haust hjá mér, óskaplega fallegur haustdagur...en ég er á suðurlandi. Hjá ykkur hefur árstíðin stokkið yfir sig en gæti komið eftir nokkra daga

Ragnheiður , 1.10.2008 kl. 16:09

6 identicon

Díbbý,dibbý ,er að vinna í heimilisbókhaldinu mínu svo það var fínt að hlusta á þennan söng

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:16

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég sló nú bara á létta strengi við þjónustufulltrúan minn, fyrir utan alla þessar hækkanir þá er ekki verið að borga okkur það sem við eigum hjá öðrum svo það er krísa á ferð. en það er bara ekkert að gera í stöðunni nema að hlæja.
Hvað ætla þeir svo sem að gera blessaðir önglarnir er allir eru komnir á bæinn?
mér væri heiður af að vera í þeim hóp.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2008 kl. 17:02

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mér er líka kalt of hugur minn er þungur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.10.2008 kl. 19:08

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi fyrirgefið biðina er alltaf svo lengi að byrja að kommenta, sko dett ætíð inn í myndirnar þær eru svo yndislegar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2008 kl. 19:12

10 Smámynd: Brattur

... það er alltof mikið af grimmd og dómhörku í gangi í þjóðfélaginu... ég get meiri að segja orðið grimmur ef ég passa mig ekki... þó ótrúlegt sé...

... trúi ekki öðru en það sé einhverstaðar vonarglæta og pínu ylur... þarna rétt handan við hornið...

Brattur, 1.10.2008 kl. 21:05

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ástandið er hrikalegt og hræðilegar allar þessar uppsagnir. En eins og ég sagði á blogginu mínu um daginn rétt slapp ég fyrir horn.

Helga Magnúsdóttir, 1.10.2008 kl. 21:09

12 Smámynd: Linda litla

Mér finnst kuldinn koma snemma þetta árið.

hafðu það gott og láttu þér ekki verða kalt.

Linda litla, 1.10.2008 kl. 23:40

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þér hjartanlega sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2008 kl. 23:52

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sem betur fer skulda ég ekki mikið, en eignin mín rýrnar dag frá degi.  Og ráðstöfunartekjurnar líka, vegna hækkandi vöruverðs.  Ekki veit ég hvernig þetta endar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.10.2008 kl. 02:45

15 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Sammála þetta er bara ömurlegt.

Eyrún Gísladóttir, 2.10.2008 kl. 08:53

16 Smámynd: Didda

Sammála þessu, enda skítkalt alls staðar

Didda, 2.10.2008 kl. 09:57

17 Smámynd: Hugarfluga

Já, það er napurt víða á landinu þessa dagana ... bæði utandyra sem innan.

Hugarfluga, 2.10.2008 kl. 16:10

18 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og eitt fallegt bros

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.10.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband