Sól inn um gluggann

og ég er að reyna að hefja þennan dag með sól í sinni líka. Það er svona og svona sem það gengur. Var eitthvað pirruð í gærkvöldi en tókst ekkert að finna hvað það var samt, svo ég bara hristi það af mér.

Fór með "nýja starfsmanninn" í kynningarferð í gær, sýna hvar biðstöðvar okkar eru og hvernig þetta er svona í grófum dráttum. Ég er nokkuð viss um að undirbúi maður nýjan starfsmann almennilega þá gengur honum betur í vinnunni og allir hagnast á því. "Nýi starfsmaðurinn" hefur áratuga reynslu af akstri og samskiptum við fólk þannig að ég kvíði ekkert fyrir þessu.

Eina sem gerist þegar ég afhendi bifreiðina í næstu viku er að ég mun blogga meira múhahahaha Devil

Já og þó ekki ég hef hellings viðhaldsvinnu að sinna hérna (ekki svoleis viðhald dónarnir ykkar) get málað herbergi og hitt og þetta dund.

Það verður líka hvíld í að vera bara í einni vinnu..snilld.

Ahh..ég held að ég sé búin að fatta pirringinn, þá er best að takast aðeins á við hann.

Ekki fer ég að ausa svívirðingum yfir bloggheim sakir pirrings ? Nei nei nenni því ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert yndið mitt!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú hellir bara úr koppnum seinna í dag í kaffi hjá moi.

Er að fara í blóðprufu og að kaupa í matinn, verð komin heim strax upp úr tvö vona ég.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: M

Fyndin.... fann ekki hvað olli pirringnum og hristi hann því af mér   Ég á eftir að ná þessum þroska. 

Eigðu góðan dag með Jenný blóðlitlu

M, 25.9.2008 kl. 10:51

4 Smámynd: Einar Indriðason

Þetta er bara og einungis Jákvætt innlitskvitt.  Jákvætt, til að það nuddist við þig og geri þig jákvæða líka.

Einar Indriðason, 25.9.2008 kl. 12:51

5 identicon

Jæja Ragga mín nú þykja mér hlutirnir hafa snúist við frá því er við lágum úti í vinnunni 22 tíma á sólahring um jólin og áramótin 84-5,kominn með þræl á bifreiðina og það ekki af verra taginu.

Ég óska ykkur alls hins besta og tíðindalausra vakta eins lengi og augað eigir,ég kem að vísu til með að sakna eldri systur en veit um leið hvar ég hef ykkur.

Kv Laugi

Klakinn (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband