Vondur fréttadagur

en ágætur dagur persónulega fyrir mig. Vinnan mun skárri en í gær og kallarnir í nokkuð góðu skapi. Einn þeirra kvartaði yfir því að þjóðþekktur maður hefði farið yfir á rauðu (leigubílstjórar gera aldrei svoleiðis Whistling) ég sagði manninum að hætta þessu röfli. Maðurinn sem hann sá hefði einfaldlega keypt gatnamótin ef hann hefði fengið sekt !

Fréttir dagsins eru heldur nöturlegar, hugurinn leitar óhjákvæmilega sterkt til aðstandenda ungu konunnar í Dómínikanska lýðveldinu. Ég veit hversu hræðilega erfið sporin þeirra eru.

Svo hef ég fylgst með harakiri Frjálslynda Flokksins. Mér sýnist nokkuð ljóst að þessi fjörbrot séu dauðateygjur þessa smáflokks. Hann á ekkert líf fyrir höndum ef samstaðan innan flokksins ætlar að vera svona.

Ég var svakalega klár í gær, vann gizkið hjá Hrönn W00t Ég er alveg sannfærð um að Anna hefur verið utan við sig í smástund fyrst ég náði svo góðu heilasambandi, kannski var hún sobbnuð bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er eins gott að láta ekki ástandið í peningamálum þjóðarbússins hafa áhrif á andlega heilsu.  Mér finnst þér takast það ágætlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú kemur svo fagnandi í afmælið!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 20:26

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú....... var ég ekki að kommenta ? 

Þá reyni ég aftur;  Úbbosí, sagði ég.    Þá veit alþjóð að ég hugsa ekki á kvöldin. 

Sjáum hvort mér tekst að senda þetta skammlaust. 

Og einn jákvæður kaddl með...  

Anna Einarsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk fyrir mig elsku Ragga mín og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:35

5 Smámynd: Ragnheiður

Hrönn er það dagur D-Rekans ?

Já Jenný við förum ekki að láta vitlausa krónu setja okkur á bömmer. Við spörum bara og brosum út í annað....(grátum hinumegin en það er önnur saga)

Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 20:36

6 Smámynd: Ragnheiður

Linda mín elskuleg , takk sömuleiðis.

Anna sem betur fer, ég náði örsambandi við þinn heilapart, ekki gat ég stólað á Hrönn. Hún smíðaði gátuna hehehe...hefði nú svosem getað kíkt í hennar heilapart en það hefði verið svindl.

Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 20:38

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já fréttirnar í dag voru ömulegar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.9.2008 kl. 21:06

8 identicon

Harakiri FF..Hafðu það gott

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband