Kolakallinn

og frændi hans Fjörulallinn voru notaðir sem grýlur á krakkana mína í gamla daga. Fjörulallinn bjó í fjörunni og þangað mátti ekki fara. Kolakallinn hinsvegar bjó í olíufíringunni sem var í þvottahúsinu á Grundarfirði. Það var nóg að renna smá loku frá og þá horfði maður inn í olíueldinn. Stórvarasamt fyrir smá fiktu putta.

Nú er ekkert barn hér enda er ég komin af þeirri skoðun að nota grýlur, ehh hélt ég. Fann grýlu á Steinar á sunnudaginn. Við skruppum í MAX raftæki og vorum að kíkja á uppþvottavélar, held að kínverjinn með burstann í eldhúsinu sé að gefast upp á djobbinu.

Allt í einu hvarf kallinn, ofan í hægindastól fyrir framan stóran flatskjá með heimabíókerfi. Hann sat heillaður og horfði á sjóræningjamynd. Það var hinsvegar fótbolti í beinni til hliðar við hann á minni skjáum, hann leit ekki á það (hann er mikill boltakall) Þarna sat hann með sælusvip. Ég prufaði að labba aðeins í hvarf. Kíkti svo fyrir horn og hann sat þar enn..hrmpf. Ég labbaði kæruleysislega til hans og horfði á hann í smástund. Ekkert gerðist enn, alveg heillaður af sjónvarpinu. Þarna var frú Ragnheiður farin að ókyrrast verulega, sá fyrir sér keyptan flatskjá og langar raðgreiðslur.

Ég prófaði að ræskja mig aðeins og hvessa blíðlega augun á hann ; Veistu Geir Haarde er búinn að leggja blátt bann við að fólk sé að eyða í svona !

Kallinn spratt á fætur, kom þægur með mér í hrærivéladeildina og við keyptum grænmetiskvörn á hrærivélina mína.

Slapp út með eyðslu innan við 4000.

Það gekk hinsvegar ekki alveg eins vel að spara í Bónus, tölum ekki um það (RÆSKJ)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ætli að það hafi nú ekki verið nauðsynlegur matur sem keyptur var í Bónus. En það er víst líka dýrt að kaupa hann.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.9.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe Í minni sveit var sá svarti sjálfur notaður óspart!! Og trúðu mér - það veitti ekki af............

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 19:41

3 identicon

Bíddu, burtséð frá flatskjánum og heimabíóinu, er ég að skilja rétt að þið fóruð til að kaupa uppþvottavél og löbbuðuð út með grænmetiskvörn.? ........

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:06

4 Smámynd: Ragnheiður

hehe nei nei bara SKOÐA uppþvottavél..kínverjinn er með smá lífsmarki enn...bara kanna verðið

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 20:10

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það má láta sig dreyma.

Ég fór líka yfirum í Bónus.

Kræst hvað það kostar allt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 20:19

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Geir grýla hljómar alveg ljómandi vel. 

Anna Einarsdóttir, 22.9.2008 kl. 20:21

7 Smámynd: Brattur

... alveg viss um að Steinari dreymir í nótt að hann sé eineygður sjóræningi að ræna Max... ... flatskjá, heimabíó og hægindastól...

Brattur, 22.9.2008 kl. 21:54

8 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já Brattur, það gæti gerst

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband