Hilmar Reynir í heimsókn og hrakfarir Kela

Hilmar Reynir kom í dag og leyfði ömmu að sjá hvað hann er duglegur að labba sjálfur.

004

(Hilmar að skoða matardallinn hans Kela)

Hann er líka orðinn ansi ákveðinn ungur maður og bara sætastur þegar hann hvessir sig á mömmu, pabba eða þá ömmu. Keli fékk líka að kenna á því í dag, sá stutti með dót og Keli kom heldur nálægt að mati Hilmars. Þá kom bara hviss, og Keli fékk spítalavink í hausinn. Keli lagði óðara á flótta og ég varð að sitja með hann meðan hann jafnaði sig á þessu. Stuttu seinna hrundi smástrákurinn á hausinn og nældi sér í glóðarauga, ég held að þá hafi þeir báðir félagarnir verið komnir með svoleiðis. Erfiðara að sjá það á Kela, hann er svartur í framan.

003

(amma á ég að ryksuga fyrir þig ?)

Nágranninn var með gesti. Vegurinn heim var varðaður bláum ljósum. Ég glotti við tönn en svo fór ég að hugsa þetta aðeins. Ef við byðum ekki upp á svona fylgdarakstur þá myndum við eflaust líta út eins og algerir amatörar við móttöku á svona fínum gestum. Eins og við hefðum skriðið úr torfkofanum í gær (ok ok við gerðum það en það þeir vita það ekkert !)

Ég fór í fjórða sinn í "viðgerðina mína" og kom heim með stjörnur í augunum. Ég er alveg að finna mig í þessu systemi og hef ákveðið að reyna að færa Himma þá gjöf að vera hamingjusöm. Kannski var dauði hans líkn í vondum aðstæðum. Ekki veit ég það. Nú súpa sjálfsagt einhverjir hveljur en spáið í þetta aðeins. Hann var elskaður sonur en hans líf var ferlega erfitt. Hann var alltaf á skjön við samfélagið og allt og alla. Kannski hefði hans líf verið alltaf þannig, ferlega erfitt...mikil sorg, mikil eymd. Hann er þó í friði núna -enginn getur meitt hann meira. Enginn getur sært hann -hans líf særir ekki aðra.

Hann er áfram elskaður sonur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Elsku Ragga mín, ég veit að Himmi vill að þú sért hamingjusöm og þú átt  skilið að vera það.

Gaman af frásögninni um litla gæjann og Kela. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.9.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er Hilmar Reynir líka sætur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.9.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég skil hvað þú ert að hugsa með Himmann þinn, Ragga mín. Það hefur kannski verið líkn með þraut að hann fékk að fara í stað þess að standa í eilífri baráttu kannski áratugum saman. Það er gott að "viðgerðin" þín gengur svona vel. Knús á þig.

Helga Magnúsdóttir, 17.9.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Erna

Erna, 17.9.2008 kl. 22:58

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...hvað þetta er falleg færsla

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 23:01

6 identicon

Minn strákur fékk líkn.Fallegur litli Himminn þinn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það er svo sannarlega kominn tími á að þú fáir þinn skerf af hamingjunni. Himmi hefði örugglega viljað það. Gangi þér vel á þeirri braut, mín kæra.

Yndislegastur sá stutti

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.9.2008 kl. 23:08

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Guðríður Haraldsdóttir, 17.9.2008 kl. 23:12

9 Smámynd: Einar Indriðason

Af því að ég hef ekkert að segja... þá ætla ég að segja.... (sko, ég hafði þá eitthvað að segja eftir allt) ... Þetta er jákvætt innlitskvitt

Einar Indriðason, 17.9.2008 kl. 23:16

10 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 17.9.2008 kl. 23:21

11 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 23:25

12 identicon

Sæl, smá kvitt fyrir að fá að líta hér inn.  Pælingar hjá þér fram og til baka, mjög skiljanlegt.  Þessi "kannski" eru svo erfið.    Gott hjá þér að vera búin að ákveða að vera hamingjusöm, gleður mig virkilega að sjá það.  Veit nefnilega til konu sem að missti barn í slysi fyrir um 20 árum og er enn í sorg og reið út í allt og alla og búin að einangra sig gjörsamlega. Alveg hræðilegt.  Lífið er svo stutt, líka hjá okkur sem að fáum aðeins fleiri ár en þeir sem fara ungir eins og Himmi þinn.   Árin þjóta framhjá.  Knús og góða nótt, ((())) St.

Steinvör (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 00:34

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Yndislegur þessi litli strákur, svo er ég sammála þér með líknina.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.9.2008 kl. 01:18

14 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Krútt þessi strákur

Anna Margrét Bragadóttir, 18.9.2008 kl. 01:34

15 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 18.9.2008 kl. 06:09

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert yndisleg.... og Hilmar ömmustrákur erfir yndislegheitin þín.

Anna Einarsdóttir, 18.9.2008 kl. 07:28

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg hvað hann er mikill dúlludúskur.

Frábært að þú ert komin í viðgerð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 08:23

18 Smámynd: Dísa Dóra

Gott hjá þér að ákveða að verða hamingjusöm og fara í viðgerð   Það er 100% örugglega það sem Himmi hefði helst viljað.

Litli kútur er algjört krútt og ótrúlega stór orðinn - finnst eins og hann hafi fæðst í gær

Dísa Dóra, 18.9.2008 kl. 09:28

19 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 18.9.2008 kl. 10:16

20 identicon

Elsku elsku fallega kona. Ég skil þig svo vel og það er svo mikið vit í því sem þú segir, svona hugsa ég um litla engilinn minn sem átti svo stutt og erfitt líf. Ég varð önnur manneskja eftir lát hans. Auðvitað vill Himmi að þú sért hamingjusöm. Þú ert yndisleg manneskja og góð mamma. Vona að þér gangi vel áfram og haldir þessu æðruleysi...sem er gott.

Kærleikskveðjur

Svala 

Svala Breiðfjörð Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 10:30

21 Smámynd: Linda litla

Yndisleg færsla hjá þér Ragga mín. Ég efast ekkert um að hann Himmi hefði viljað  að þú værir hamingjusöm, þú ert svo innileg og yndisleg kona.

Elsku Ragga farðu vel með þig.

p.s. Litli ömmustrákurinn er algjör krúttídúlla.

Linda litla, 18.9.2008 kl. 15:10

22 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndislegur er hann Hilmar Reynirknús á þig elsku Ragga mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.9.2008 kl. 17:03

23 identicon

Góða helgi!!

alva (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 01:24

24 identicon

Innlitskvitt, kæra Ragga

Hafðu það gott, kær kveðja,

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 18:37

25 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 20.9.2008 kl. 22:32

26 Smámynd: Sigrún Óskars

Ánægð með að þú finnir þig í "viðgerðinni" og að þú ætlir að reyna að gefa Himma þá gjöf að verða hamingjusöm. Í leiðinni gefur þú þér sjálfri mikla gjöf. Þú ert dugleg og yndisleg kona Ragnheiður .

Hilmar Reynir ömmustrákur er algjör dúlla

Sigrún Óskars, 21.9.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband