Í mínum huga

er sumrinu formlega lokið 1 september. Þetta er bara eitthvað sem ég hef bitið í mig, einhver skilgreining.

Helgin hefur liðið við að gera nánast ekki neitt. Steinar var sjálfur að aka um helgina þannig að ég sat bara eins og hljóðlát mús á daginn þegar hann svaf. Svo sat ég ein á kvöldin og horfði á sjónvarpið -hvuttarnir fóru inn að sofa eins og þeir eru vanir...ekkert að pæla í gömlu.

Í dag var þetta samt betra. Við skruppum í garðinn og tókum blómin hjá Himma, eitthvað af þeim hafði horfið -líklega fokið í rokinu um daginn. Svo bar Steinar á krossinn hans Himma fyrir veturinn, hann er orðinn ansi sprunginn.

Hann á nú bara að vera til vors. Þá ætla ég að reyna að vera búin að safna fyrir legsteini.

Þetta sumar hefur verið bjánalegt. Fyrst tók við biðin langa eftir ákveðnum degi og svo tók við léttirinn yfir að sá dagur væri liðinn. Þannig að ég hef nánast ekkert gert af neinu viti í sumar. Ooo hvað ég vona að næsta sumar verði betra...

Það er þó frekar hæpið, enn er Himmi það síðasta sem hvarflar um hugann áður en ég sofna og það fyrsta sem ég næ að festa hugsun á hvern morgun. Vesalings Himmi minn. Stundum er ég hrædd um að ég sé eigingjörn af því að vilja hafa hann lengur hér, kannski hefði lífið hans bara alltaf orðið erfitt og sárt. Hvað veit ég um það ? Ég veit hinsvegar að ég mun sakna hans alla mína daga....og varla sættast nokkurn tímann við að hann sé ekki lengur hér. Hlusta í tómið og heyri bjölluhláturinn hans, finn lyktina af honum og heyri í fjarska fótatakið en það fjarlægist bara.

Í óravíddum mannshugans er breidd hula, til að eigandi hugans fari ekki alveg yfirum. Sársaukinn er skammtaður og óminnið er blessun.

Í næstu viku tekur enn hið daglega líf við, með hversdagslegum vandamálum sem þarf að leysa. Veturinn verður vonandi skárri en þessi síðasti. Ég ætla að vonast til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta smarta

Já Ragga mín.

Ég er líka búin að vera ein í rólegheitum þessa helgina og líkar það vel.  Myrkrið er gott einhvern veginn. 

Svona líður einn dagurinn af öðrum.  Mín síðasta hugsun að kveldi og fyrsta sem ég hrekk upp við að morgni er sú sama og þín.  Stundum finnst mér myndin af honum ( sem er á náttborðinu mínu ) brosa til mín, og stundum vera döpur.  Kannski er það bara vitleysa, en einhvern veginn finnst mér hann vera að segja mér eitthvað. 

Ég á þá sömu von og þú að veturinn næsti verði betri en sá síðasti.

Knús

Marta smarta, 31.8.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eitt skref í einu Ragga mín þannig tekst manni að lifa með sorginni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hjartans kærleikur til þín Ragga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eins og Jenný segir þá tekst mann smátt og smátt að lifa með þessu, en sorgin hverfur aldrei og enginn gleymist, það er bara þannig.  Kærleikskveðja í í nóttina elskan.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 20:05

5 Smámynd: M

Kærleikskveðja

M, 31.8.2008 kl. 20:05

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

((((((((((((((((stórt faðmlag, sendi ég þer))))))))))))))))))

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.8.2008 kl. 20:41

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Knús

Huld S. Ringsted, 31.8.2008 kl. 21:02

8 Smámynd: Dísa Dóra

stórt knús til þín Ragga mín

Dísa Dóra, 31.8.2008 kl. 21:32

9 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Kærleikskveðja, og hafðu það sem best. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 31.8.2008 kl. 22:58

10 identicon

Jenný sagði það sem ég hefði viljað segja.Ég og Krumma systir vorum í garðinum í dag.Hjá Hauki mínum,og röltum svo í skýfalli til Himmans þíns.Mikið er fínt í reitnum hans

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 23:28

11 identicon

Kærleikskveðja

Guðrún (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 00:37

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Gangi þér vel Ragga mín að takast á við næsta vetur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.9.2008 kl. 01:57

13 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Góðar hugsanir til þín inn í veturinn

Ásta Björk Hermannsdóttir, 1.9.2008 kl. 08:56

14 identicon

Sæl kæra vinkona!

Þetta er svo rétt: "Í óravíddum mannshugans er breidd hula, til að eigandi hugans fari ekki alveg yfirum. Sársaukinn er skammtaður og óminnið er blessun" Ég tek alveg undir þetta.

Gangi þér vel að takast á við næsta ár.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:34

15 Smámynd: Tína

Mig langar að skrifa hérna smá ljóð sem mér finnst alltaf voðalega fallegt og vona ég að það megi græða hjarta þitt. þó ekki væri nema örlítið.

                                Þó ég sé látinn........

                      Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum.
                      Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta;
                      ég er svo nærri og hvert eitt ykkar tár snertir
                      mig og kvelur, þótt látinn mig haldið...........
                      En þegar þið hlægið og syngið með glöðum
                      hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins:
                      Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
                      gefur, og ég ,þótt látinn sé, tek þátt í gleði
                      ykkar yfir lífinu.........
Guð geymi þig elsku Ragga mín

Tína, 1.9.2008 kl. 10:22

16 Smámynd: Hulla Dan

x 800

Hulla Dan, 1.9.2008 kl. 12:51

17 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband