Ráðvillt og rata ekki

almennilega um á þessu bloggi, eitthvað breytt í stjórnborðinu eða ég bara búin að gleyma þessu. Ég veit ekki alveg hvað skal gera. Ég er vog. Þjáð af valkvíða og veit stundum ekki neitt í minn haus. Veit sjaldnast nokkuð í minn haus. Suma daga ætti ég bara að vera undir sæng, með kodda yfir hausnum og helst svo fast að ég vaknaði ekki meira.

Ég hef barist við að ýta þessum komandi degi frá mér. Ég hef borið mig vel þegar fólk hefur spurt mig hvort mig kvíði fyrir. Fólk hefur auðvitað trúað mér, það gerir það alltaf....auðvitað...skrattans..

þetta fer hringi í hausnum....lífið hans...mistökin öll, mín og hans, okkar allra...dauði hans..minningarnar um 19 ágúst 2007...reiðin við þetta sem fólk kallar Guð ......þetta fer allt í tóma hringi og ég næ ekki að halda utan um þetta eins og er. Bara flækja...

Ég opnaði þennan glugga, ég ætlaði ekki að skrifa eitt einasta orð nema eitthvað léttvægt spjall...smá grín og smá spaug.

Ég fiktaði um daginn og tapaði einhverjum bloggvinum, vinsamlega athugið hvort ég henti ykkur út og skilið ykkur til baka.

Ég er fífl, ræð ekki við einfaldar skipanir á vefsvæði.

Farin að sofa, illt í hausnum ...hringekjan heldur áfram. Ég ætla að vakna í september...ekki fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar komið var að þessum degi hjá mér ,var ég ósköp lítil og aum.En svo skrítið sem það var, var dagurinn sjálfur ekki svo erfiður.Óttinn og kvíðin var svo yfirþyrmandi fyrir deginum,að þegar hann kom svo var það vont, en ekki í líkingu við það sem ég óttaðist.Við komum saman fjölskyldan á þessum degi og borðum uppáhaldsmat Hauksins míns.Lasanja.Með mikið af hvítlauk hehehehe.Og eigum góða stund saman,í minningu hans.Ég hugsa mikið til þín þessa daganna.Sendi þér e-mail fljótlega duglega hetjan mín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Birna  Þetta er bara skelfilegt ástand.

Ragnheiður , 6.8.2008 kl. 20:25

3 Smámynd: M

M, 6.8.2008 kl. 20:43

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo íhaldssöm að ég vil bara hafa þig hér.

Velkomin og knús í milljón.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 20:57

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kæra Ragnheiður, það má syrgja og það er eðlilegt að þú gerir það

Sigrún Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 20:58

6 Smámynd: Bryndís

Knús og faðm

Bryndís, 6.8.2008 kl. 21:02

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Vildi að ég gæti tekið utan um þig Ragga mín...

svo sakna ég þín alveg svakalega af moggabloggi. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.8.2008 kl. 21:07

8 Smámynd: Dísa Dóra

Knús til þín

Dísa Dóra, 6.8.2008 kl. 21:17

9 identicon

Lífið er svo sannarlega ekki alltaf auðvelt.  Þú fékkst aldeilis að finna fyrir því.  Það er svo erfitt að missa ástvini sína, hvað þá börnin sín. Get ekki ímyndað mér hvernig það er.  Hann þurfti örugglega að fara að sinna mikilvægu hlutverki annarsstaðar, kæmi mér ekki á óvart miðað við það hvernig hann var, hafði mikið að gefa þessi strákur, finn það af skrifunum þínum um hann.  Þú átt eftir að hitta hann aftur.  Þú hafðir hann allt, allt of stutt en þið nýttuð tímann vel - sé ég líka af skrifunum þínum um hann. Þið voruð svo náin og það er ekkert sjálfsagt.  Þess vegna líður þér svona kæra tölvuvinkona.  Stórt faðm, ((())), St.

Steinvör (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 21:18

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ragga, hún Birna orðar þetta vel, kvíðinn fyrir deginum er miklu verri en dagurinn sjálfur, skil skrefin þín og tel niður með þér, finnst ég ekkert geta gert nema hugsað til ykkar elskulega vinkona.  Ég verð á kertavaktinni áfram. Kærleikskveðja Heart Beat  Heart Beat Heart Beat Heart Beat  Heart Beat Heart Beat 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 21:23

11 Smámynd: Hulla Dan

10000000

Hulla Dan, 6.8.2008 kl. 21:49

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert komin aftur hingað ljúfust. 

En sárt hvað þér líður illa.  Mig langar að koma og taka utan um þig og spjalla við þig.   Þú þarft að losa meira um tilfinningar;  vera reið og sár og segja einhverjum sem þú treystir frá því hvernig þér virkilega líður.  Að tala er lækning.  Eina lækningin við sorg held ég.

Faðmlag frá okkur.  Við bíðum eftir heimsókn. 

Anna Einarsdóttir, 6.8.2008 kl. 22:26

13 Smámynd: Erna

Sendi þér hlýjar kveður elsku Ragga

Erna, 6.8.2008 kl. 22:27

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sendi þér risaknús og koss í huganum Ragga mín

P.S. verst að sjá þig ekki á Bíldudal á sunnudag en ég var þar einmitt þá líka

Huld S. Ringsted, 6.8.2008 kl. 22:34

15 Smámynd: Mummi Guð

Knús á þig.

Ég er latur að kvitta hjá þér, en ég les alltaf og knús á þig aftur.

Mummi Guð, 6.8.2008 kl. 22:36

16 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

knús á þig elsku stelpan

Guðrún Jóhannesdóttir, 6.8.2008 kl. 23:24

17 Smámynd: lady

Elsku Ragga mín ég segi eins og það hefur verið sagt að það veit enginn hvað það er að missa börninn sín ,það er erfið lífsreynsla,,en sendi til þín kærleikskveðju,ég veit að Hilmari hefur verið ætlað annað hlutverk ,,og veit ég að hann vakir yfir þér Ragga mín kv Ólöf 

lady, 6.8.2008 kl. 23:33

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sýnum Ragnheiði hlýju með því að kveikja á kerti fyrir Hilmar.  Kertasíðan er hérna efst til hægri. 

Anna Einarsdóttir, 6.8.2008 kl. 23:39

19 identicon

Kærleikskveðja

Guðrún (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 23:50

20 Smámynd: Bryndís

Var að kveikja á kerti      Knús aftur.....

Bryndís, 7.8.2008 kl. 00:01

21 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

skil þig vel elsku Ragga mín....það er sárt að missa ástvini sína...knús og kram...kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 7.8.2008 kl. 00:58

22 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 09:59

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.8.2008 kl. 10:53

24 Smámynd: Hugarfluga

Hugsa svo sterkt til þín núna. Finnurðu ekki fyrir vængjaslættinum í mér og litla bröltgorminum mínum? Allar bestu vættir heimsins umvefji þig og þína, elsku Ragga.

Hugarfluga, 7.8.2008 kl. 12:23

25 identicon

Kæra Ragnheiður,

Sendi þér kærleikskveðju og hugsa til þín!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 14:28

26 Smámynd: Rut Rúnarsdóttir

Var að kveikja á kerti

ég sakna þín líka af mogga blogginu

Rut Rúnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 14:53

27 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig elsku Ragga mín ég hugsa alltaf til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.8.2008 kl. 18:05

28 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég kveiki á kerti fyrir þig sæta mín!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 19:08

29 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér líkar fíbbl einz & þú mezt & bezt....

Steingrímur Helgason, 7.8.2008 kl. 19:13

30 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú hefur það sem vantar í flesta.... einlægni og að þora að sýna þig í sárum.
Ég vildi að ég gæti sagt þér hvað þú ert mér til fyrirmyndar þessa dagana. En trúðu mér... ég hugsa til þín á hverjum degi þessa dagana.

Heiða B. Heiðars, 7.8.2008 kl. 21:05

31 Smámynd: Himmalingur

Himmalingur, 7.8.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband