dagur að kveldi kominn

og ég gleymdi að segja í síðustu færslu að ég er sjálf skotfljót að blogga, það virkaði vel að læra fingrasetninguna í gamla daga, á handsnúna ritvél. Hehe

Samtal við Björn síðan í gær.

Móðir ; ég er búin að lána rúmið þitt !

Björn með spurnaraugu ; ha , nú ? hverjum ?

Móðir með einbeittan brotavilja ; Öldu, hún þarf að mæta svo snemma á spítalann

Björn alls hugar feginn ; Já ok ekkert mál.

Hvað hélt hann ? Að ég væri búin að bjóða Bin Laden uppí hans rúm ?

Nú er komið nýtt patent hjá glæpamönnum þessa lands og það var reynt á Skaganum í dag. Flýja í ofboði eitthvað út í loftið í þeirri von um að löggan verði bensínlaus. Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur ?

Hehe ...kva..maður verður að finna skemmtilegheitin við þessa kreppu.

--------------------------------------------------------------------------

Ég hef hinsvegar sjaldan séð aðra eins ös í vörslusviptingum ökutækja og undanfarna daga. Kranabílar eru eins og þeytispjöld, hirðandi upp bílana sem fólk hvorki losnar við né getur borgað af. Bílarnir eru líklega það fyrsta sem fólk hættir að borga af. Eðlilega, maður getur hvorki búið í né borðað bíl. Hef prufað annað en ekki hitt, virkaði illa.

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Góður drengur sem þú átt, margir hefðu nú verið með pirring

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.6.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Veit ekki hvort hefði verið verra... Bin laden eða Bush-arinn, svei mér þá. En Alda hlýtur að vera ánægð.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.6.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Rannveig H

Bjössi alltaf góður,bið að heilsa honum.

Rannveig H, 13.6.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Tiger

 Ussuss .. lengi má nú troða uppí rúm sko! En líklega hefur nú Björninn sofið einhvers staðar annarstaðar þá, eða þannig. Já, undarlega skrýtið alltaf þegar það kemur upp að fólk er að reyna að stinga lögguna af - hvað heldur fólk eiginlega - að það sé í Bandaríkjunum eða í bíómynd? Hahaha ...

Ég hef sofið í bíl - en ég hef aldrei prufað að narta í hann og aldrei skellt tómatsósu á hann og fengið mér bita, kannski mar ætti að prufa að grilla báknið, nógu dýrt er það.

Knús á þig elsku Ragnheiður mín og eigðu yndislega helgi framundan!

Tiger, 13.6.2008 kl. 03:06

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 13.6.2008 kl. 11:12

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 13.6.2008 kl. 12:17

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

knús inn í daginn og til ykkar allra.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.6.2008 kl. 12:39

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.6.2008 kl. 12:51

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Öldu hefur liðið vel í rúminu hans Bjössa og vonandi gengur vel hjá henni. Já kannski það sé leiðin til að losna við lögguna það er að stinga bara af, þetta er nú meira ruglið orðið.
                        Knús til ykkar allra
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 13:39

11 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Er eiginlega bara að láta vita af mér, hef ekki kommentað svo lengi

Ylfa Lind Gylfadóttir, 13.6.2008 kl. 17:01

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 13.6.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband