Jæja

nú er þetta allt að lagast, morgunstund með kallinum (bara kaffi dónarnir ykkar) og ég er bara mun hressari.

Stórlega stressuð yfir henni Hrönn sem auglýsir eftir dökkhærðum draumaprinsi á meðan heimspressan logar af fréttum yfir að Clooney sé aftur laus og liðugur. Ég er hrædd um að Hrönn verði fyrir vonbrigðum ef hann bankar upp á hjá henni enda virðist kallinn ekki ráða við nema einhver smáatriði. Á honum sést berlega að það er ekki nóg að vera krútt, eitthvað meira þarf í súpuna.

Tengdasonurinn slapp við sex and the city og fór á Indiana Jones. Smámorrinn heima hjá mér belgdist allur út og þóttist þar með betri en mágurinn, ég fór þó á þetta sagði hann nánast með tárin í augunum af endurminningunni einni saman.

Ég las moggann áðan yfir kaffinu og íhugaði aðstöðu eldri borgara í Hollandi. Eitthvað hlýtur pottur að vera brotinn þar, nýjasti ferðamaðurinn kom með fullan bíl að hassi hingað, á vegum ferðafélags eldri borgara þar. Ég flissa nú oft að þessum útlensku smyglurum. Sé þá fyrir mér sitja með hnöttinn að reyna að finna hvert er hægt að fara með óþverrann og finna þar Ísland. ,,Hey drífum okkur þangað, þetta er svo lítið land að þeir fatta  ekkert hvað við erum með, örugglega bara ein sveitalögga á vakt" Svo þramma aularnir í land og lenda beint á GAS GAS og félögum hans. Djö held ég að það sé mikil niðurlæging að vera tekinn fyrir smygl á svona smáskeri. Sitja svo inn á Hrauni með öllum hinum plebbunum sem héldu að þetta væri minna mál en að drekka vatn.

Ég hef takmarkaða samúð með þeim en ég hinsvegar nota allt sem ég get til að hlæja að.

Kallinn kom seint heim í gær og missti af snáðanum litla og öllum fótboltanum. Ég fór að reyna að segja honum fótboltafréttir og sagði að einn fékk gat á hausinn. ,,nú ? í hvaða liði var hann" ? Þá stóð auðvitað upplýsingafulltrúinn að gati og vissi ekki meir, vorkenndi bara fótboltakallinum að hafa meitt sig svona. Hverjir voru í hvítum búning í seinni leiknum í gærkvöldi ? HELP...hehe

En undarlegast var að hann var ekkert hissa á að ég hefði séð brot úr leik. Hann fattaði auðvitað ekki að ég var að bíða eftir þætti þarna á Rúv sem er á miðvikudögum ....nú heldur hann áreiðanlega að ég sé að breytast í fótboltabullu. Sem minnir mig á það, hér um árið ætlaði ég að horfa á úrslitaleik. Brunaði heim, bjó þá í Keflavík. Óð í alla vasa og fann enga húslykla. Fyrri hálfleikur þann daginn fór í sólbað meðan ég beið eftir að Steinar hleypti mér inn í kofann að sjá fótboltann.

Jæja ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bara kaffi hérna líka...... þarna dónarnir ykkar.   

Það voru Portúgalir sem voru í hvítum búning í fyrri leiknum.  Ég gæti trúað að Sviss hafi verið í hvítum í þeim seinni (horfði ekki á þann leik).

Hrönn er alveg milljón.  Já, eða tvær. 

Anna Einarsdóttir, 12.6.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Búin að baka skonsur.........

Hrönn Sigurðardóttir, 12.6.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Horfi ekki á fótbollta, en er alveg sammála um smiglarana og gas félagana,hló mikið að lyklaleitinni og fótbollta leiknum hehehe.

Kveðja inn í daginn til þín. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.6.2008 kl. 12:07

4 Smámynd: Hulla Dan

Góðan dag til þín...

Hulla Dan, 12.6.2008 kl. 12:21

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha þú ert smá krútt stunum villingurinn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 13:02

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

 morgunstund...

Ég er líka svona þegar kemur að fótbolta.. veit ekkert í minn haus...kannski vegna þess að áhuginn er svo takmarkaður

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.6.2008 kl. 13:04

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kaffi! Nei maður byrjar sko á einhverju öðru en því,
Það heitir te, dónarnir ykkar.
Annars ertu bara bráðfyndin snúlla, ég held að við ættum að skella okkur í skonsur til hennar Hrönn.
Ég horfi nú á fótboltann með öðru, en handboltann horfi ég á.
                         

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2008 kl. 13:13

8 identicon

Tek kaffið fram yfir boltann hef þó gaman af því að sjá einn og einn leik í enska boltanum! Frábær færsla hjá þér eins og svo oft áður, knús á þig

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:46

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eigðu góða sólardag

Kristín Katla Árnadóttir, 12.6.2008 kl. 15:02

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það liði örugglega yfir minn mann ef hann kæmist að því að ég hefði horft á fótbolta. Drekk ekki kaffi, bara Diet Coke.

Helga Magnúsdóttir, 12.6.2008 kl. 17:47

11 identicon

Thad er ekki gaman her i feneyjum tegar Itaila er ad leika ser i fotbolta. Kannski ekkert skrytid ad eldri borgari fra Holllandi reyni ad drygja tekjurnar med tessu, midad vid hvad ein segir her.

knus og klus 

Kidda (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband