Ég eignaðist óvart frídag

og hugsaði með mér að best væri að nota hann í tilgangslaust sjónvarpsgláp en þá rifjuðust upp fyrir mér auglýsingar Skjás eins um stelpustöð eða hvurn skrattann þetta heitir hjá þeim. Og ég fann hárið rísa upp í hnakkanum á mér af pirringi. Einhvernveginn halda dagskrárstjórar að það þurfi að gera eitthvað alveg sér sjónvarpsefni fyrir konur. Einhverjar bull langlokur um húsmæður í hinum og þessum klemmur og fíflalegum uppákomum. Á meðan fá strákarnir að horfa á fótbolta eða spennandi sakamálaþætti og allskonar sniðugt efni.

Hvurslag vitleysa er þetta ?

Þegar maður er 6 ára þá má maður ekki horfa á bannað innan 12. Svo smáfærist maður upp prikið og má að lokum horfa á það sem manni sýnist, nema maður sé kona (stelpa í þeirra skilgreiningu) þá er allt í einu sortérað ofan í mann þvílíki vibbinn að manni stendur bara ekki á sama.

Skýrasta dæmið um helvítis vibbann sem maður á að sættast við að horfa á er þessi auglýsing frá LU kexinu. Fari það nú norður og niður. Hellingur af flottum konum að fara á límingunum yfir einhverju happdrættisrugli í kexpakka?

Ég þekki bara ekki nokkra konu sem lætur svona og ég kaupi bara ekki vöru sem auglýsir sig á þennan hátt, ég bara tek ekki þátt í þessu.

Svo er hitt og nú hlæja þeir sem þekkja mig. Saumaklúbbar ! Það er nú efni í heila blaðsíðu. Upphaflega líklega hugsað svo konur gætu setið saman við útsaum og prjón og aðstoðað hverja aðra jafnvel eða hreinlega montað sig að hæfni sinni á handavinnusviðinu. Ok gott og vel, ég er enn alveg að skilja samhengið. En hvað eru saumaklúbbar í dag ? Er einhver handavinna í dæminu ? Eru þetta ekki orðnir kjaftaklúbbar frekar með matarívafi þannig að allir geti montast með snilld sína í eldhúsinu ?

Ég hef aldrei á minni æfi farið í saumaklúbb og langar ekki til þess. Enda myndi steinlíða yfir þá sem mig þekkja ef ég tæki upp á svoleiðis.

Vinkona mín var í svona. Allar voða duglegar að mæta. Svo veiktist ein og klúbbkvöldið fór í að tala illa um hana, fjarstadda. Vinkona mín stóð upp og gekk á dyr og er síðan meðlimur í félagi mínu gegn saumaklúbbum.

------------------------------------------------------------------------------------

Svo þegar ég var búin að hugsa þetta allt saman -bíða smástund, greiða mér og rétta úr tásunum þá ákvað ég að hvorugt þessara atriða væru þess virði að ergja sig á þeim. Það er OFF takki á mínu sjónvarpi og ég fer hvorteðer ekkert í saumaklúbb, ég er líka allt of feit til að vera étandi kex Tounge

Þannig að úr þessu varð tilgangslausasta færsla dagsins og ég veit enn ekkert hvað ég á að gera á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mamma mín var í alveg ferlega skemmtilegum saumaklúbb. Þær voru fimm, allar hver annarri hressari og stóðu saumaklúbbarnir oft þar til 5 og 6 á morgnana. Er almennt á móti saumaklúbbum eins og þú og myndi aldrei ganga í einn slíkan nema þessar hressu konur myndu lifna við og vera í honum líka.

Helga Magnúsdóttir, 3.6.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Linda litla

Þú finnur þér örugglega eitthvað skemmtilegt að gera til að eyða deginum. Efast ekkert um það.

Kannski gætir þú stofnað saumaklúbb ?? HA HA HA HA

Linda litla, 3.6.2008 kl. 18:02

3 Smámynd: Hulla Dan

Þessi tilgangslausa færsla þín var a.m.k fynndin og stytti mér stundir á meðan ég eyðilagði kvöldmatinn

Hulla Dan, 3.6.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Er sammála Hullu þetta var fyndið og gaman.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.6.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

ég held að saumaklúbbar í dag séu aðallega kjaftaklúbbar. Gert til þess að komast aðeins út af heimilinu öðru hvoru.

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 3.6.2008 kl. 18:34

6 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

en ég hef gert eins og vinkona þín.... yfirgefið saumaklúbb vegna baktals og leiðinda. Fíla ekki svoleiðis.  Hætti að umgangast þann hóp hreinlega.

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 3.6.2008 kl. 18:35

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Blogg klúbburinn er mikið skemmtilegri.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.6.2008 kl. 19:06

8 identicon

Vil bara láta ykkur vita að enn eru til saumaklúbbar þar sem handavinnan er númer eitt, tvö og þrjú - ekki hnallþórurnar - er í einum slíkum

Anna

Anna Guðjóns (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:17

9 identicon

Ég byrja í prjónaklúbbi í haust.Það er strákur sem stendur fyrir honum.Hittumst og ég alla veganna prjóna.Svo er sungið og allir skemmta sér vel.Konur og kallar.Frábær færsla.LU  KAUPI ÞAÐ EKKI

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:32

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott hjá þér. Engu get ég bætt við þetta. Lu aulýsingin er ógeðslega væmin og ég hata þætti eins og t.d örvingla eiginkonur eða hvað hann heitir nú. Desperate Wifes.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.6.2008 kl. 19:34

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Geðveikt skemmtileg færsla hjá þér.  Ég er alveg sömu skoðunar og þú, hef reynt að vera í saumaklúbb, gafst upp, ég vil hafa allt í bland og mér finnast strákar skemmtilegri en stelpur og svo vil ég enga stelpuþætti, ég horfi bara á það sem ég vill.  We rock 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 20:00

12 Smámynd: Ragnheiður

Já stelpur , við rokkum !

Anna Guðjóns, það er ágætt að heyra...

Gunnar já miklu betra..

Takk fyrir skemmtileg innlegg

Ragnheiður , 3.6.2008 kl. 20:14

13 Smámynd: M

Minn saumaklúbbur er orðinn að matarklúbb. Engin handavinna sem er léttir fyrir mig, en leiðist líka þetta matarstútt og alltaf að reyna að finna upp hjólið í hverjum klúbb.

M, 3.6.2008 kl. 20:21

14 Smámynd: M

matarstúss, átti þetta að vera

M, 3.6.2008 kl. 20:22

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er misjafnt með klúbbana, en hef aðeins einu sinni verið í saumó eftir að ég varð fullorðin.  Minnir að það hafi verið í lagi og það var af því að ég var ekki með handavinnu, heldur kjaftaði og hló og truflaði allar hinar.

En helvíts gaman var það.

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband