Spá fyrir kvöldið

Ég ætla hér með að spá Íslandi 9 sæti í úrslitakeppninni í kvöld. Hverjir aðrir þora að spá ?

hér er gaman, smásnáðinn er hjá ömmu sinni og er auðvitað besta barnið. Hann má ekki sjá afa sinn þá hristist litli kroppurinn af hlátri, afi er svoooooo skemmtilegur. Hann myndast við að skríða hér um allt hjá ömmu, alveg viss um að hann ætlar ekki að vera neitt lítill. Hann líkist nafna sínum þar.

Björn er búinn að lána rúmið sitt og herbergið og nú vinnur ryksugan af krafti inni hjá honum. Lárus er að hugsa um að gista þar í nótt með stelpurnar sínar þrjár.

Ég er að hugsa um að horfa á danskt brúðkaup, Steinar ætlar að fara að hjálpa dótturinni við flutninga.

Svo fer maður bara að undirbúa sig fyrir Eurovisionkvöld.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu
fimmtudagur, 22 maí 2008

Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar.

Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum.  Lárus og  Alda  eiga þrjár  litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.
Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar.
Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum  þeim lið!!
Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379.

Velunnarar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góða skemmtun í kvöld. Auðvitað óska ég þess að Ísland komist sem hæst á listann. En ég er bara svo ánægð að þau komust inn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.5.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: M

Ég spái þeim 5 sæti  Annars eru þau  búin að sigra nú þegar með frammistöðu sinni.

M, 24.5.2008 kl. 13:34

3 Smámynd: Ragnheiður

Sammála því M.

Þau unnu þegar þau fóru áfram í úrslit.

Ragnheiður , 24.5.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætla að skella þeim í 2. sætið.  Alveg eins þau eins og einhver annar.

Ég fæ litla dömu lánaða í næturgistingu í kvöld og ég hlakka svo til.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2008 kl. 13:45

5 Smámynd: Tiger

  Knús á þig Ragnheiður mín! Auðvitað eru þau þegar búin að sigra - með því að ná uppúr forkeppninni. Ég set þau hiklaust í 8 - 9 sæti. Mér finnst Bretland vera gott og spái því toppsæti.

Tiger, 24.5.2008 kl. 14:11

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hann Hilmar Reynir er bara æðislegur hann heillar mann langt upp úr öllum skóm....

En já ég held að ísland lendi í 8 sæti en mér finnst það mikill sigur að komast upp úr forkeppninni mér leið á fimmtudaginn þegar ég sá það ég við værum búina að vinna keppnina... 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.5.2008 kl. 14:28

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er frekar svartsýn á þau og spái ég þeim 16. sætinu

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.5.2008 kl. 14:30

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér finnst þau bara flott að hafa komist upp úr forkeppninni, þori ekki að spá einhverju sæti þar sem við höfum svo oft verið vongóð og svo fellur það allt en þetta verður spennandi í kvöld.

Áfram Ísland

Huld S. Ringsted, 24.5.2008 kl. 16:34

9 Smámynd: Mummi Guð

Ég spái Íslandi 10. sætinu og ég spái að Frakkland vinni.

Mummi Guð, 24.5.2008 kl. 17:52

10 Smámynd: Brynja skordal

spái þeim 4 sæti en seigi að Portúgal vinni

Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 18:24

11 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég spái að þau verði í topp 5.

Þori samt varla að segja það en ég held að Ísland geti alveg unnið - segi þetta alltaf sko hehe.

Björg K. Sigurðardóttir, 24.5.2008 kl. 18:59

12 Smámynd: Mummi Guð

Eftir að hafa hlustað á öll lögin aftur, þá held ég að Bosnia-Herzegovina vinni þetta í ár.

Mummi Guð, 24.5.2008 kl. 20:55

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hmmm, ég spái því að Rússar sigri ...

Guðríður Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 22:19

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, þeir sigruðu, rosalega er ég sannspá!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 22:19

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held bara að ég hafi verið nokkuð sannspá, það munaði bara 2 sætum  16-14

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.5.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband