Skjótt skipast veður í lofti á þessu heimili

Eins og ég var niðurdregin í gær þá er ég ferlega kát í dag. Ég myndi hafa áhyggjur af sjálfri mér ef ég vissi ekki nákvæmlega í hverju þetta liggur.

Málið er að ég hef ekki heyrt í músunum mínum tveimur í allt of langan tíma og þau hafa ekki hringt í mig til baka þegar ég hef verið að reyna að hringja. Músmundur minn hringdi áðan og það lá við að ég argaði á hann, af einskærri gleði. Hann er búinn að þramma um allt hverfið sitt að leita að vinnu og vonandi ber það árangur hjá honum kallanganum. Hann var í flottum gír og allt í besta lagi.

Það sem maður getur orðið hjartanlega glaður innan í sér þegar allt er eins og það á að vera.

Hérna vappa um 2 blautar grænsápur, sumir voru baðaðir og eru núna með krullur á rassinum og svakalega flottir. Þeir fengu líka ný leikföng. Þeim finnst þetta undarlegasta mál í heimi þegar við böðum þá. Nú er garðurinn búinn að vera nokkuð blautur og þeir verða skítugir greyin. Þeir eru nokkuð góðir að láta baða sig en Keli verður sjáanlega skíthræddur við þetta allt saman. Svo hlaupa þeir eins og asnar um allt hús til að reyna að ná yl í kroppinn. Þeir móðgast  samt ekkert við okkur, það er nokkuð skondið.

Hvað ætlaði ég nú að segja meira...........hm.

Jú ég held að ég sé aðeins að hressast aftur, djö sem ég er orðin leið á þessu fargins heilsuleysi alltaf...

2000 stykkja púslið kláraðist í gær og Steinar fór upp í skáp og sótti næsta. Það kom á óvart. Hann kom með 1000 stykkja mynd af mótorhjóli ! Þetta vakti nokkra furðu hjá mér og ég hugsaði málið nokkuð lengi. Svo rifjaðist upp fyrir mér að líklega kemur þetta púsl frá Himma, hann skildi það eftir einhverntímann handa mér.

Ég er takmörkuð merkjavörukelling en hef frekar ákveðnar skoðanir á því hvaða púsluspil eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Það eru þessi frá Ravensburger. Þau eru svo flott, rétt skorin og þykk.

Ég sakna minnar kæru vinkonu, Jennýar. Samt er ég svo stolt af þessari mögnuðu konu, það er sko ekkert hálfkák á ferðinni hjá henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Dásamlegt að heyra (lesa) að þú sért kát  þú átt það skooo skilið.
Njóttu þess í botn, og það er voða gott að púsla, það róar og dreyfir huganum.
Annað sem er gott, er að kaupa sér skít ódýran striga og mála, jafnvel þó að maður kunni ekki neitt. Skiptir ekki máli, bara að ímynda sér að maður sé ýkt góður. Svo laumar maður bara myndunum í ruslið eða langt inn í skáp

Gott kvöld til þín...

Hulla Dan, 20.2.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Tiger

Ójá, við eigum víst öll ákveðna daga sem fara í það að hugsa um bæði þá sem eru fjarlægir okkur og þá sem hafa verið hrifnir burt frá okkur. Skil bæði stigin og veit að ákveðnu leiti hvernig þér líður stundum. Sendi þér stórt uppörvunar og hughreystingar knús.

Púslin eru æði ef maður finnur það sem fellur manni í geð. Maður getur auðveldlega gleymt sér í þannig leik. Ég hef samt ekki verið duglegur að sækja mér púsl en kannski maður ætti að reyna betur.

Skil söknuð þinn eftir Jenný mjög vel. Hún er mín síðasta stoppistöð alltaf þegar ég er inni á blogginu, stoppa yfirleitt lengst hjá henni og blaðra út í eitt - eða þannig. Vona að henni gangi líka vel og að hún komi tvíelfd til baka.

  

Tiger, 20.2.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

Úff ég er nú svo óþolinmóð að ef ég fengi mér 2000 kubba púsl þá myndi ég heldur ekkert sofa í marga marga daga eða svona um það bil þangað til púslið væri tilbúið, ja annað hvort það eða allt heila klabbið myndi fljúga út um gluggann. Já þannig er ég nú þolinmóð

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 20.2.2008 kl. 19:08

4 identicon

Æ hvað það er nú gott að sjá að þú ert hressari bæði á líkama og sál.

Það fer þér einhvernveginn mikið betur skal ég segja þér.

Ég er sammála þér með að það vantar Jenný... hún er sko alveg ómissandi á blogginu.   Sendi þér mínar bestu kveðjur frá Færeyjum, hér er yndislegt að vera, veðrið gott, smá úði með kvöldinu en það er bara hressandi.

Stórt knús á þig ljúfust.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 19:35

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já og sjáðu til.... þú nýtur gleðinnar betur eftir sorgina.... rétt eins og rigningin er góð eftir mikla þurrka.   Reyndu bara að eiga eins margar gleðistundir og þú mögulega getur. 

Anna Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:12

6 Smámynd: Ragnheiður

Já Anna mín ,eitt símtal hafði svo mikið að segja í dag

Ragnheiður , 20.2.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband