Alveg svakalega pirruð

og það er hreinlega allt að.

Ég sjálf ekki í nokkru stuði, húki inni og nenni ekki að tala við neinn. Líðanin alveg hörmulega leiðinleg og þung. Fer ekki úr náttfötunum eða geri nokkurn hlut. Elda með semingi og er bara glataðasta húsmóðir daganna. Djöfull...sem það fer í mig að vera svona !

Það er allt í voða....

Bloggheimar hafa misst sína mestu perlu og ég er svo ósátt við að horfa á eftir henni. Ég færði síðuna hennar og Gillíar síðu hérna upp undir englar á himnum. Þar er líka minningarsíðan hans Himma.

Mér býður við öllu þessu liði í borgarstjórn, það er sama hver er þarna. Það er allt gert til að komast yfir völd og svo þeir fáu sem ekki vilja vera með í óþverranum eru dregnir sundur og saman í fjölmiðlum og á bloggsíðum. Hugnist Margréti Sverrisdóttur ekki að starfa í þessum meirihluta núna þá á hún að standa keik og standa við sína skoðun. Það virðist hún ætla að gera og ég vil meina að hún sé þar með heilust af þessu fólki. Á henni er greinilega ekki verðmiði. Sjallarnir seldu sig ódýrt, afar ódýrt. Hvað varðar veikindi Ólafs þá er hann ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn sem veikist alvarlega - aðrir hafa þó gert grein fyrir sínum veikindum en hann ekki, það skapar svigrúm fyrir þéttar kjaftasögur. Það verður bara að vera hans mál að fást við þær. Mér fannst hann hrökkva í vörn þegar hann var spurður um þetta á Kjarvalsstaðafundinum. Það fannst mér ekki góðs viti. Restina af 6menningunum stóðu þarna með efasemdasvip og sum þeirra með hálfgerðum skelfingarsvip. Villi virtist skyndilega finna áhugavert umslag innan í jakkanum sínum og skoðaði það með athygli. Mér datt í hug blaðið sem hann hafði aldrei séð þarna í kringum REI málið ? Kannski kom það óvart upp þarna ? Ég hef ekki nokkra trú á að þessi borgarstjórn haldi -ekki nokkra. Næst væri betra fyrir borgarstjórn að hafa styrkari meirihluta svo ekki þurfi að byggja á einum fulltrúa sem greinilega er hægt að kaupa að vild. Mér finnst þessi hegðun fyrir neðan allar hellur.

Ég bý ekki í Reykjavík þannig að ég á ekkert að vera að ergja mig á þessu máli.

Ég les mikið í kringum handboltann. Nýlega las ég að ástæða þess að einhverjir okkar manna eru svona slappir líkamlega sé vegna þess að þeir eru farnir að verma bekkina hjá liðum sínum erlendis. Þá er kannski ekki nema von að formið sé ekki gott. Franska liðið er nánast allt samspilað og er hreinlega alvöru lið. Alfreð þarf að tína saman okkar stráka allsstaðar að og reyna að klambra saman liði úr þessu. Núna hafa þeir verið óhemju þungir og þreyttir en í dag sá ég aðeins glitta í þá sjálfa og mikið var nú gaman að sjá það. Það er mikill handboltadagur á morgun og ég ætla að reyna að horfa...athyglin er að vísu um víðan völl.

Jæja..verð að finna mér eitthvað að gera eða hugsa, ég bara get ekki verið svona pirruð !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það snertir okkur velflest í bloggheimum að missa hana Þórdísi Tinnu.  Hún var eiginlega bloggari númer eitt.  Það er fallega gert af þér að setja hana og Gillí hjá honum Hilmari þínum. 

Nýja borgarstjórnin..... úff.

Sofðu vel vinkona. 

Anna Einarsdóttir, 22.1.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Blómið

Já Ragga mín.  Það er sorg í hjarta manns núna eftir fréttirnar af henni Þórdísi Tinnu.  Þetta var þvílík hetja sem kenndi manni að meta margt sem maður hefur tekið sem sjálfsögðum hlut.  Mikið er ég sammála þér með þetta bull í borgarstjórninni.  Eins og þú þá bý ég ekki í Reykjavík, heldur Hafnarfirði.  Samt fer þetta eitthvað í taugarnar á mér.

Blómið, 23.1.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það snertir alla að missa þessa yndislegu konu, en við vitum að hún
fær gott hlutverk handan við glæruna, við biðjum góðan guð að gefa henni gott gengi á nýjum stað.
Þú ert yndisleg Ragga að hafa þessar kertasíður, núna get ég kveikt á kertum. Gat það ekki með gömlu tölvunni það var allt svo hægfara í henni, hún var víst í stíl við mig
Það þarf nú að gera meira en glitta í þessa töffara okkar,
sjáum hvernig þeir verða á morgun.
                              Orkukveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2008 kl. 07:18

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er gott að hreyfa sig þegar maður er langt niðri.  T.d. göngutúr  Þá fær maður fríst loft, nær að hugsa svolítið, kemst í tengsl við nátturuna og líkaminn verður ánægður.  Gangi þér vel.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.1.2008 kl. 08:51

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elskan það koma svona dagar hjá manni. farðu vel með þig

Kristín Katla Árnadóttir, 23.1.2008 kl. 11:26

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Æ já,maður er mjög dapur og ósáttur við að Þórdís Tinna hafi orðið að lúta í lægri haldi fyrir sjúkdómnum  Hvað varðar stjórmálin að þá dáist ég af Margréti Sverrisdóttir fyrir að fylgja sannfæringu sinni.Ég eyddi öllum deginum í gær í náttfötunum.Ég vona að þér fari að líða betur Ragga mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.1.2008 kl. 12:19

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Æj já ég er slegin yfir fréttum af láti Þórdísar Tinnu.

Þetta með málin í borginni þá er ég alveg sammála þér mér finnst þetta líka peningaeiðsla endalaust verið að borga fráfarandi borgastjórum biðlaun.

Eigðu góðan dag Ragga mín hér r allt gott að frétta.

Kveðja til þín og þinna Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.1.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband